Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 81

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 81
an brekkunni vissi gróf sig niður og olli því að mestu hið þunga æki. Við brugðum því á það ráð að beita Jökli II fyrir með stýritaug og eftir það gekk ferðin vel alla leið að skálanum á Grímsfjalli síðla nætur við rísandi sól í heið- ríkju. Fagnaði Guðmundur vel bæði komu- fólki og Rata sínum. Þar var einnig kominn Sveinn Sigurbjarnarson frá Eskifirði á snjóbil ásamt Herði Hafliðasyni úr Reykjavík og voru þeir í mælingaflokki Gunnars. Fóru þeir nærri Snæfelli upp Eyjabakkajökul og lentu í hinum verstu krapablám auk illviðrisins. Var um tíma óttast um þá, þar sem talstöð þeirra hafði líka bilað og héldu þeir kyrru fyrir austur á jöklinum þar til upp rofaði. Upp úr hádegi daginn eftir fórum við svo niður í Grímsvötn til mælinga og var þá glampandi sólskin. Orkustofnunarmenn voru þá einnig farnir fyrir nokkru til starfa. Hátt var orðið í vötnunum, enda reyndust um tíu mánuðir til hlaups. Svo var samkvæmt venju grafin gryfja til ákomumælinga og sýnatöku og var hún 4.90 m. Að þessu var starfað fram- undir miðnætti. Um daginn höfðum við talað um að fara til Kverkfjalla fyrst veður leyfði og nú var ákveðið að fara tafarlaust og láta svefn lönd og leið. Þetta varð Iíka miðnætursólar- ferð í fyllstu merkingu, því sólin gekk ekki undir en sendi geisla sína nær lárétt eftir hjarninu sem glitraði af ótölulegum fjölda ís- kristalla. Við komum á hæsta tind Kverkfjalla seinni hluta nætur og þá voru þar fyrir þeir mæl- ingamenn og notuðu þeir nú veðrið og skyggnið nótt sem dag. Útsýnið var stórkost- legt yfir fjöllin og öræfin norður undan, böðuð rauðleitum bjarma sem magnaði áhrif hinnar römmu auðnar. Slíkar stundir munu seint gleymast hverjum þeim sem reynir. Við dvöldum svo í Kverkfjöllum þann dag til kvölds, aðallega í hveradalnum, því nóg var þar að skoða. Þegar lagt var af stað var hóp- urinn orðinn nokkuð slæptur og því hvíldinni feginn þegar kom í skálann. Eftir nokkra töf síðasta hluta leiðarinnar vegna dimmrar þoku, gátum við þó rakið förin. Þá var komin nótt. Daginn eftir, sem var fimmtudagur, létti þokunni þegar leið að hádegi. Nú var tíminn notaður til að koma lagi á farartæki og ýmsa hluti. Skálinn var bikaður utan og settar voru mælistikur þvert yfir ætlaðan hlaupfarveg austan Grímsfjalls. Kvöldið var fagurt sem fyrr, með sýn til Öræfajökuls í aftanskini og það var seint gengið til náða. Svo kom föstudagurinn og nú var búist til heimferðar. Upp úr hádegi var lagt af stað. Þokublettir voru á jöklinum, en mikil birta og sólbráð, færi því þungt. Síðan var stefna tekin á Pálsfjall. Þegar þangað kom voru þar fyrir tjaldbúðir Reykjavíkurskáta og Keflvíkinga. Höfðu þeir dagana áður farið á Öræfajökul og Allt í grænum sjó. Ljósm. Soffía Vernharðsdóttir. JÖKULL 30. ÁR 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.