Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 48

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 48
Jónína Óskarsdóttir í einu hvarf ofninn og litla stúlkan sat aftur úti í kuldanum með brunninn eldspýtubút í hendinni.“ Tvær þýðinganna sem hér eru skoðaðar eru þýddar úr frumtexta. Báðar eru þær trúar frumtextanum þar sem nokkurn veginn sambærilegt orð kemur á móti orði. Mismunur þeirra felst einkum í því að ég tel að þýðing Steingríms Thorsteinssonar nái betur þeim frásagnarstíl, blæbrigðum og hrynjandi sem einkenna frumtextann. Athyglisvert er að hann þýðir ekki beint þar sem hann segir ofninn „skínandi fagran og fágaðan ‘ en gleymir þó ekki stuðlun. Málið hjá honum er þó stundum óþarflega uppskrúfað sé það borið saman við einfaldleika danska talmáJsins. Dæmi um þetta tek ég úr öðru ævintýri þar sem Steingrímur talar um „sparlök“ sem hanga yfir himnasæng keisarans í „NæturgalanunT meðan Andersen talaði um „flöjlsgardiner"! Setningaskipan er líka orðin heldur stirð á köflum í upplestri og nefni ég hér eitt dæmi úr „Tindátinn staðfasti": „Þá fóru barnagullin að leika sér, bæði að „leika gestaleik“, „heyja hildi“ og „slá upp dansgleði", og tindátarnir hringluðu í öskjunni því þeir vildu komast með í leikinn en gátu ekki lyft af lokinu.“ Setning sem þessi er stundum heldur ósannfærandi í munni bókavarðar í sögustund, þó hann sé allur af vilja gerður og svo heppinn að vera fæddur uppúr miðri síðustu öld ...dugir það ekki til. Enda er talið að að þýðing eldist verr en frumtexti. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar kom út árið 1951, en það sem er athyglisvert við hana er að hann taldi þá þegar tímabært að koma með nýja þýðingu vegna breytinga á tungumálinu. Þessa þýðingu tel ég vera meiri bókstafsþýðingu sem gerir hana heldur stirðari sbr. „koparkúlum og kopargrind“. A öðrum stað í ævintýrinu talar hann um „ömmu gömlu í stað þess að að segja bara „amma mín . Annað sem er áhugavert við þessa útgáfu er að í henni eru myndskreytingar eftir Þórdísi Tryggvadóttur en ekki er mikið til af íslenskum myndskreytingum við ævintýrin. Þýðing Þorsteins frá Hamri er upphaflega spænsk endursögn sem þýdd hefur verið yfir á ensku og þaðan á íslensku. Þarna er leiðin orðin löng frá dönskunni yfir á ástkæra ylhýra málið. Reyndar kemur nafn H.C. Andersens hvergi fram á þessari útgáfú. Hér er á ferðinni mikil afbökun frá frumtexta og tekið er fram á bókarkápu að um endursögn sé að ræða. Utgáfa Vöku-Helgafells á hollenskri útgáfu þýddri úr ensku af Sigrúnu Árnadóttur er sérstaklega athyglisverð vegna þess að hún var auglýst á þessa leið: ,Ævintýri H.C. Andersen þarf að gefa út íyrir hverja nýja kynslóð lesenda og birtast þessar gersemar nú í búningi sem hæfir nútímabörnum á öllum aldri.“ 46 á .ffiay/áá — Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.