Þjóðmál - 01.06.2008, Síða 5

Þjóðmál - 01.06.2008, Síða 5
Ritstjóraspjall Sumar 2008 _____________ Þjóðmál SUmAR 2008  Mikið hefur gengið á í fjármálalífi þjóðarinnar á undanförnum mán- uðum. Þess hefur ítrekað verið krafist að ríkisvaldið skerist í leikinn eins og það er kallað. Sem betur fer hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki látið undan slíkum kröfum. Undir styrkri stjórn Seðlabankans hefur gjaldeyrisforði landsins nú verið efldur í samstarfi við seðlabanka annarra Norðurlanda og með stórri lántökuheim- ild fyrir ríkissjóð. Það er mikilvægt að þetta var gert á réttum tíma. Hvað sem um núverandi hlutverk og stefnu Seðlabankans má segja er ljóst að hann hefur ekki með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi stuðlað að eignabólunni sem við nú súpum seyðið af. Ábyrgðin á henni hvílir að mestu leyti á viðskiptabönkunum og að nokkru á ríkis- valdinu (stanslaus hækkun ríkisútgjalda og 90% húsnæðislánin). Stjórnendur banka og fjármálafyrirtækja virðast því miður sumir hafa farið mjög ógætilega að ráði sínu á undanförnum árum. Þeir hafa slegið sér ódýr skamm- tímalán í útlöndum og lánað þau til mjög langs tíma hér á landi, auk þess að fjármagna áhættusamar skuldsettar yfir- tökur á fyrirtækjum í útlöndum. Lánsfjár- kreppan er því að nokkru leyti þeirra sjálf- skaparvíti þótt undirrótin sé alþjóðleg. Skuldabréfaálagið segir sína sögu, sumir hafa farið óvarlegar en aðrir. Þá hafa stjórnendur bankanna ofboðið almenningi með því að skammta sér svim- andi háar tekjur. Í orði kveðnu áttu þær að vera árangurstengdar en árangurstengingin reyndist aðeins virka í aðra áttina. Og „árang- urinn“ virðist aðallega hafa falist í tíma- bundnum pappírsgróða. Þessir starfshættir bankastjórnenda, sem einnig hafa tíðkast í hinum alþjóðlega fjármálageira, sæta nú harðri gagnrýni erlendis. Menn á borð við Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, fullyrða nú að gleypi- gangurinn í fasteignaviðskiptum hafi ekki aðeins leitt til vafasamra skuldabréfavafn- inga, eins og það er kallað, heldur megi einnig finna þar dæmi um glæpsamlegt athæfi. Fráleitt er að ætlast til þess að ríkisvaldið hjálpi bönkunum eða fjármálafurstunum út úr sjálfskaparvíti þeirra. Ríkisbjargráð í nútíma hagkerfum eiga aðeins að koma til í algerum neyðartilvikum, svo sem þegar bankakerfið er að hruni komið. Það er fullkomlega eðlilegt að það komi að skuldadögum hjá þeim sem eyða um efni fram. Það ætti ekki heldur að sæta tíðindum að þeir sem tefla djarft í skyndigróðabraski renni öðru hverju á rassinn og tapi sínu. Sú hreinsun sem nú á sér stað í fjármálageiranum er nauðsynleg. Stóru skuldararnir verða að bera ábyrgð á gerðum sínum rétt eins og sauðsvartur almúginn. Það er engin miskunn hjá bönkunum þegar gengið er að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.