Þjóðmál - 01.06.2008, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.06.2008, Blaðsíða 6
 Þjóðmál SUmAR 2008 fátæku fólki. Af hverja ættu að gilda sérstakar reglur um þá sem skulda mikið? Það er ekki svo að eignir muni í stórum stíl fara í súginn, það verða einfaldlega eigendaskipti og pappírsgróðinn minnkar hjá bönkunum. Mikilvægt er að stjórnvöld búi svo um hnútana við ákvarðanir í ríkisfjármálum og mótun peningamálastefnu sinnar að almenningi og atvinnulífinu séu sköpuð viðunandi skilyrði til vaxtar og viðgangs. Tveggja stafa verðbólga og 20% útláns- vextir eru ekki viðunandi skilyrði. Stjórnvöld þurfa greinilega að taka til endurskoðunar stefnu sína og aðgerðir í peningamálum og ríkisfjármálum. Það er til dæmis vítavert ef það er rétt að ríkisútgjöld vaxi um 20% á einu ári eins og haldið hefur verið fram að verði raunin milli áranna 2007 og 2008. Við höfum búið við nær samfellt góðæri í tvo áratugi. Það er ekki óeðlilegt að það komi bakslag eftir svo langvarandi velsæld og í rauninni aðeins tímaspursmál að það harðnaði á dalnum. Það skiptast á skin og skúrir í efnahagslífinu sem öðru. Það nær engri átt að fara á taugum þótt hér verði á brattann að sækja í 2–3 ár. Við höfum öll skilyrði til að vinna okkur út úr tímabundnum efnahagsörðugleik- um. Við erum rík þjóð og búum við ónýtt náttúruauðæfi í sjó og á landi. Ef það verð- ur hins vegar ófrávíkjanleg stefna stjórn- valda hvorki að veiða fiskinn í sjónum né virkja vatnsföll eða nýta jarðvarma, þá fer hér auðvitað allt á heljarþröm fyrr eða síðar. Vegna góðærisins og ávinningsins mikla af einkavæðingunni hafa stjórnvöld komist upp með stórvarhugaverða einstefnu sína í fiskveiðimálum undanfarna tvo áratugi (þótt þau séu á góðri leið með að eyðileggja fiskistofnana við landið með ofvernd), en þau komast ekki lengi upp með slíka einstefnu í virkjanamálum á tímum orkuskorts. Aðeins með því að nýta gæði landsins verður hér byggilegt til frambúðar. Það er gleðiefni öllum frjálshuga mönn-um að hinn litríki Boris Johnson skuli orðinn borgarstjóri í London. Boris leysir af hólmi vinstri öfgamanninn Ken Living- stone, Rauða-Ken, sem með skilyrðislausum stuðningi við kreddur og delluhugmyndir þrýstihópa á vinstri vængnum og þjónkun við nýríka athafnamenn (ekki ósvipað og annar gamall róttæklingur, Ólafur Ragnar) tókst að gegna embætti borgarstjóra í tvö kjörtímabil við allnokkrar vinsældir. En óráðsían, spillingin og glæpirnir keyrðu á endanum um þverbak og má segja að Boris hafi verið kosinn til að taka til. Boris Johnson er sannkallað ólíkindatól. Öðrum þræði hefur hann á sér yfirbragð ensks yfirstéttarmanns (Eton, Oxford o.s.frv.) en hann fæddist í New York, langafi hans var tyrkneskur og börn hans eru að einum fjórða indversk. Hann er með afbrigðum skarpur í hugsun, vel lesinn og minnugur, en sést oft ekki fyrir og lætur iðulega vaða á súðum. Hann er mjög metnaðarfullur en hvatvísi hans og hispursleysi hafa oft sett strik í reikninginn á framabrautinni. Auk þess er hann kvensamur og hefur átt erfitt með að standast ýmsar freistingar sem hafa orðið á vegi hans. Hann er manna skemmtilegast- ur og hefur notið vinsælda í sjónvarpsþátt- um, ekki síst hinum bráðskemmtilega þætti Have I Got News For You með Ian Hislop, Paul Merton og gestum. Hann las klass- ísku málin í Oxford en sneri sér að blaða- mennsku og stjórnmálum að loknu námi. Hann gat sér gott orð sem blaðamaður á Daily Telegraph og seinna ritstjóri The Spectator. Hann hefur skrifað nokkrar bæk- ur, m.a. skáldsögur og bók um Rómaveldi, auk þess sem greinasöfn hans hafa selst í stórum upplögum. Á undanförnum árum hefur hann verið þingmaður fyrir Henley, gamla kjördæmið hans Michaels Heseltines. Boris Johnson er einn af þeim mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.