Þjóðmál - 01.06.2008, Side 6

Þjóðmál - 01.06.2008, Side 6
 Þjóðmál SUmAR 2008 fátæku fólki. Af hverja ættu að gilda sérstakar reglur um þá sem skulda mikið? Það er ekki svo að eignir muni í stórum stíl fara í súginn, það verða einfaldlega eigendaskipti og pappírsgróðinn minnkar hjá bönkunum. Mikilvægt er að stjórnvöld búi svo um hnútana við ákvarðanir í ríkisfjármálum og mótun peningamálastefnu sinnar að almenningi og atvinnulífinu séu sköpuð viðunandi skilyrði til vaxtar og viðgangs. Tveggja stafa verðbólga og 20% útláns- vextir eru ekki viðunandi skilyrði. Stjórnvöld þurfa greinilega að taka til endurskoðunar stefnu sína og aðgerðir í peningamálum og ríkisfjármálum. Það er til dæmis vítavert ef það er rétt að ríkisútgjöld vaxi um 20% á einu ári eins og haldið hefur verið fram að verði raunin milli áranna 2007 og 2008. Við höfum búið við nær samfellt góðæri í tvo áratugi. Það er ekki óeðlilegt að það komi bakslag eftir svo langvarandi velsæld og í rauninni aðeins tímaspursmál að það harðnaði á dalnum. Það skiptast á skin og skúrir í efnahagslífinu sem öðru. Það nær engri átt að fara á taugum þótt hér verði á brattann að sækja í 2–3 ár. Við höfum öll skilyrði til að vinna okkur út úr tímabundnum efnahagsörðugleik- um. Við erum rík þjóð og búum við ónýtt náttúruauðæfi í sjó og á landi. Ef það verð- ur hins vegar ófrávíkjanleg stefna stjórn- valda hvorki að veiða fiskinn í sjónum né virkja vatnsföll eða nýta jarðvarma, þá fer hér auðvitað allt á heljarþröm fyrr eða síðar. Vegna góðærisins og ávinningsins mikla af einkavæðingunni hafa stjórnvöld komist upp með stórvarhugaverða einstefnu sína í fiskveiðimálum undanfarna tvo áratugi (þótt þau séu á góðri leið með að eyðileggja fiskistofnana við landið með ofvernd), en þau komast ekki lengi upp með slíka einstefnu í virkjanamálum á tímum orkuskorts. Aðeins með því að nýta gæði landsins verður hér byggilegt til frambúðar. Það er gleðiefni öllum frjálshuga mönn-um að hinn litríki Boris Johnson skuli orðinn borgarstjóri í London. Boris leysir af hólmi vinstri öfgamanninn Ken Living- stone, Rauða-Ken, sem með skilyrðislausum stuðningi við kreddur og delluhugmyndir þrýstihópa á vinstri vængnum og þjónkun við nýríka athafnamenn (ekki ósvipað og annar gamall róttæklingur, Ólafur Ragnar) tókst að gegna embætti borgarstjóra í tvö kjörtímabil við allnokkrar vinsældir. En óráðsían, spillingin og glæpirnir keyrðu á endanum um þverbak og má segja að Boris hafi verið kosinn til að taka til. Boris Johnson er sannkallað ólíkindatól. Öðrum þræði hefur hann á sér yfirbragð ensks yfirstéttarmanns (Eton, Oxford o.s.frv.) en hann fæddist í New York, langafi hans var tyrkneskur og börn hans eru að einum fjórða indversk. Hann er með afbrigðum skarpur í hugsun, vel lesinn og minnugur, en sést oft ekki fyrir og lætur iðulega vaða á súðum. Hann er mjög metnaðarfullur en hvatvísi hans og hispursleysi hafa oft sett strik í reikninginn á framabrautinni. Auk þess er hann kvensamur og hefur átt erfitt með að standast ýmsar freistingar sem hafa orðið á vegi hans. Hann er manna skemmtilegast- ur og hefur notið vinsælda í sjónvarpsþátt- um, ekki síst hinum bráðskemmtilega þætti Have I Got News For You með Ian Hislop, Paul Merton og gestum. Hann las klass- ísku málin í Oxford en sneri sér að blaða- mennsku og stjórnmálum að loknu námi. Hann gat sér gott orð sem blaðamaður á Daily Telegraph og seinna ritstjóri The Spectator. Hann hefur skrifað nokkrar bæk- ur, m.a. skáldsögur og bók um Rómaveldi, auk þess sem greinasöfn hans hafa selst í stórum upplögum. Á undanförnum árum hefur hann verið þingmaður fyrir Henley, gamla kjördæmið hans Michaels Heseltines. Boris Johnson er einn af þeim mönnum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.