Þjóðmál - 01.06.2008, Síða 56

Þjóðmál - 01.06.2008, Síða 56
54 Þjóðmál SUmAR 2008 margir, jafnvel sumir vinstri menn, skildu enn, að hér var um að ræða útþenslu- og landvinningastyrjöld kommúnista af sama toga og í Kóreu. Þetta átti eftir að breytast. Til dæmis var þá enn óhætt (og sjálfsagt) að tala um „Viet Cong“ (víetnamska kommúnista). Nokkrum árum síðar var svo komið, að hver sá, sem benti á að hér var um kommúnista að ræða, eða notaði orðið Viet Cong um árásarmennina, var sjálfkrafa stimplaður sem einhvers konar fasisti, eða þá einfeldningur. Hér væri að sjálfsögðu um að ræða „Þjóðfrelsishreyfinguna“. Innrásar- herir alræðisríkisins Norður-Víetnams, vopnaðir af heimskommúnismanum, væru með manndrápum sínum nefnilega að „frelsa“ þetta vesalings fólk (sem var þegar orðið frjálst) undan vondri kúgun Banda- ríkjamanna (sem þó höfðu mætt á vettvang löngu eftir að stríðið hófst). Í Víetnamstríðinu beindist öll athygli vestrænna fjölmiðla og fordæming þeirra að Suður-Víetnam, landi sem var í miðri styrjöld, undir árás jafnt innri sem ytri óvina. Að sjálfsögðu er ekki hægt að búast við fullkomnu lýðræði og mannréttindum við slíkar aðstæður. Ég minnist þess ekki, að nokkurn tíma hafi verið vakin athygli á þeirri gjörsamlega miskunnarlausu kúgun líkama og sálar, sem ríkti í Norður-Víetnam eins og í öðrum kommúnistaríkjum. Þvert á móti. Smám saman varð það almenn skoðun, að Ho Chi Minh, gamall agent fyrir Komintern og alþekktur aðdáandi Stalíns, væri í raunini lýðræðissinni. Morðsveitir Viet Cong og norður-víetnamski herinn væru í rauninni að færa Suður-Víetnömum langþráð frelsi, mannréttindi og lýðræði með hernaði sínum og manndrápum. Þetta er ótrúlegt, en þó satt. Menn trúðu þessu í fullri alvöru. Sigur kommúnista í Víetnam árið 1975 leiddi til fjöldaflótta fólks sem óttaðist um líf sitt undir hinni nýju harðstjórn. „Bátafólkið“ lagði á hafið á litlum, illa útbúnum fleytum og bjó við hina mestu vosbúð, auk þess sem það mátti eiga von á árásum sjóræningja. En allt var til vinnandi að komast undan ógnarstjórn kommúnista.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.