Þjóðmál - 01.06.2008, Side 76

Þjóðmál - 01.06.2008, Side 76
74 Þjóðmál SUmAR 2008 fólks.í.síldarplássunum.eða.því.fólki,.sem.til. þeirra.kom.í.vinnu . Það. voru. skemmtilegir. karlar,. margir. síldarspekúlantarnir,. og. lék. um. þá. suma. hina. stærstu. mikill. ævintýraljómi,. og. þeir. urðu. sögufrægar. persónur,. en. þeir. voru. menn.síns.tíma ..Það.á.aldrei.að.dæma.fyrri. tíðar. menn. með. nútíma. hugsunarhætti .. Á. sínum.tíma.voru.margir.síldarspekúlantanna. mikilsmetnir. menn. og. fólki. fannst. ekkert. óeðlilegt.við.hegðan.þeirra ..Þetta.var.gangur. síldarlífsins . Og.síldin.bjó.ekki.aðeins. til. síldarspekúl- anta.heldur.einnig.síldarsjómenn,.sem.gekk. illa. að.finna. sig. í.þorskpuðinu.eftir. að.hafa. alizt. upp. og. lifað. í. hinu. áhættusama. og. spennandi. síldveiðilífi,. og. landverkafólk,. sem.ólst.upp.og.lifði.í.síldarvinnu.og.fjörugu. síldarmannlífi . Á. Austfjörðum. lágu. þorskveiðar. í. dróma. um.aldir.vegna.þess,.sem.fyrr.er.lýst,.að.þar. var. ekki. á. árabátaöldunum. hægt. að. stunda. nema. sumarróðra. sökum. hinna. stríðu. strauma,. en. á. sumrum. mátti. hinn. mikli. sveitabúskapur. eystra. ekki. missa. vinnuafl. til. róðra .. Vermennska,. eins. og. sú,. sem. Norðlendingar.stunduðu,.var.Austfirðingum. óhagstæð,. meðan. fara. þurfti. landveginn. í. verið.syðra,.hann.var.bæði.langur.og.illfær . Það.var.síldin,.sem.loks.hleypti.lífi.í.sjávar- útveg.á.Austfjörðum.og.bjargaði.útveginum. undan.landbúskapnum,.og.það.risu.upp.sjáv- arpláss,.en.þau.urðu.fyrst.og.fremst.síldarpláss,. og.þau.urðu.fjölmenn ..Í.hálfa.öld,.eða.síðustu. þrjá.áratugi.19du.aldar.og.fyrstu.tvo.áratugi. núaldar,. stunduðu. og. lifðu. Austfirðingar. í. sjávarplássunum.á.síldveiðum . ... ... ... . Aðalsteinn.Jónsson.er.maður.síldarinnar.í. sér,. og. það. er. auðvitað. síld,. sem. hann.þráir.mest,.eins.og.aðrir.Austfirðingar,. en.hann. verður.nú.mikið. að.hugga. sig. við. loðnuna .. Ef. loðnuskip. rennir. inn. fjörðinn,. þá.uppljómast.útgerðarmaðurinn.eins.og.sól. komi.í.hús.hans . –. Heldurðu. þú. hefðir. ekki. orðið. síldar- spekúlant,. ef. þú. hefðir. verið. uppi. á. fyrri. hluta. aldarinnar. á. blómaskeiði. síldar- spekúlantanna? –. Nei,. ég. veit. alveg. hvernig. þeir. karlar. höguðu.sér,.áttu.það.til.að.skilja.allt.eftir.í.rusli. og.kveðja.hvorki.kóng.né.prest.á.haustin . –.Þetta.var.nú.aldarandinn,.og.þessir.menn. voru.engir.bandíttar,.oft.mestu. sómamenn,. stundum.svoldið.kvensamir.og.drykkfelldir,. en.ágætir.náungar . –.Það.getur.verið,.en.ég.hefði.þá.orðið.að. gera.út.í.einhverjum.öðrum.stað.en.Eskifirði,. þar.sem.ég.er.fæddur.og.uppalinn ..Ég.hefði. aldrei. stungið. af. með. aurana. eitthvað. útí. lönd.og.skilið.allt.mitt.fólk.eftir.í.reiðileysi,. bókstaflega.ekki.getað.það . –.Þú.ert.líklega.öðrum.þræði.þorskútgerð- armaður. í. þér,. þorskinum. fylgir. ábyrgðar- tilfinning,.ekki.síldinni ..Þorskurinn.er.stabíll. fiskur . –.Ég.spyr.nú.ekki.að.því.með.ykkur.þessa. Vestfirðinga,.þið.eruð.fæddir.í.þorski.og.lifið. og.hrærist.í.þorski,.og.allt.ykkar.líf.er.þorsklíf .. Það.er.ekki.hægt.að.tala.um.neitt.annað.við. ykkur.en.þorsk . –. Þorskurinn. hefur. reynzt. okkur. vel. og. ekki.lakar.en.ykkur.síldin,.við.erum.þó.alltaf. á.jörðinni.frá.degi.til.dags,.ekki.annan.daginn. uppí.skýjunum.og.hinn.niðri.í.jörðinni . –. Já,. hér. verður. að. tengja. þetta. saman,. það. er. ekkert. vit. í. öðru,. þorskmiðin. okkar. eru.ekki.jafngjöful.og.vestra.og.syðra,.en.við. eigum. góð. síldar-. og. loðnumið. og. notum. eðlilega.hvorttveggja . –.Dreymir.þig.síld.eða.loðnu.á.nóttum? –.Ég.ætla.nú.ekki.að.fara.að.rekja.fyrir.þér. drauma. mína,. það. er. nóg. að. hafa. þig. hér. spyrjandi.um.hugsanir.mínar . Úr bókinni Lífið.er.lotterí, saga.af.Aðalsteini.Jónssyni.og.Alla ríka (1984) eftir Ásgeir Jakobsson.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.