Þjóðmál - 01.06.2008, Page 85

Þjóðmál - 01.06.2008, Page 85
 Þjóðmál SUmAR 2008 83 erlenda. fræðimenn. sem. flestir. starfa. á. sviði. hagfræði .. Ritgerðirnar. eru. allar. byggðar. á. erindum. fræðimannanna. á. ýmsum.ráðstefnum.hér.á. landi.en.ritgerð. Ragnars. Árnasonar,. prófessors. í. hagfræði. við. Háskóla. Íslands,. var. sérstaklega. skrifuð. fyrir. útgáfu. bókarinnar .. Hannes. Hólmsteinn. Gissurarson. og. Tryggvi. Þór. Herbertsson.ritstýra.bókinni . Flestar. eru. ritgerðirnar. læsilegar. fyrir. leikmenn. þó. nokkra. innsýn. þurfi. í. heim. hagfræðinnar.við.lestur.tveggja.sem.styðjast. að. hluta. við. stærðfræðilega. hagfræði .. En. fyrst.og.fremst.eru.ritgerðirnar.hnitmiðaðar. og.skrifaðar.af.þekkingu.og.innsæi .. Allir. eiga. höfundarnir. það. sameiginlegt. að. aðhyllast. frjálslyndar. skoðanir,. líkt. og. titill.bókarinnar.bendir.til ..En.þeir.nálgast. viðfangsefnið.með.ólíkum.hætti.og.eru.ekki. sammála.í.einu.og.öllu .. .Hér.eru.ekki.tök. á.því.að.rekja.skoðanir.allra.þeirra.níu.sem. leggja.hönd.á.plóg.í.bók.sem.er.ágæt.viðbót. í. vopnabúr. þeirra. sem. berjast. fyrir. lægri. sköttum,. skynsamlegri. nýtingu. fjármuna. og. takmörkun. á. valdi. stjórnmála-. og. embættismanna . Hagfræðingar.eru.gjarnir.á.að.deila.hver. við.annan.og.virðast.sammála.um.fátt.annað. en.gildi.sinnar.fræðigreinar ..En.flestir.þeirra. sem.teljast.frjálslyndir.eru.sammála.um.að. minnsta.kosti.eitt.lögmál.sé.í.gildi:. Því. meira. sem. eitthvað. er. skattlagt. því. minna. færðu. af. því .. Að. sama. skapi:. Því. meira.sem.velgengni.er.skattlögð.því.minni. verður.velferð.þjóðfélagsins .. Þetta.er.rauði.þráðurinn.í.bókinni.Cutting Taxes .. Hvers. vegna. ætti. einstaklingur. að. leggja. meira. á. sig. ef. stærsti. hluti. afrakstursins. fer. í. sameiginlegan. vasa,. sem. stjórnmálamenn. sækja. í. og.dreifa. úr?. Afhverju.ætti.einstaklingur.að.taka.áhættu. í. fjárfestingum. ef. stór. hluti. væntanlegs. hagnaðar. rennur. í. opinberan. sjóð?. Því. að. láta. sig. dreyma. stóra. drauma. þegar. litlir. draumar.kosta.minna.og.eru.fjármagnaðir. af.öðrum?. Alþjóðavæðingin. hefur. haft. það. í. för. með. sér. að. samkeppni. milli. landa. hefur. aukist ..Hreyfanleiki.fjármagns.og.vinnuafls. hefur. gert. það. að. verkum. að. ekkert. land. er. eyland. þegar. kemur. að. launum. eða. skattheimtu .. Gegn. þessari. þróun. hafa. ofsköttunarlöndin,. með. frændur. okkar. í. Skandinavíu.í.fararbroddi,.brugðist.með.því. að.efla.skatteftirlit.hvers.konar ..En.fyrst.og. fremst.vilja.þau.koma.í.veg.fyrir.samkeppni. á.milli.landa.um.skattpeninga .. Pascal.Salin,.prófessor.við.Université.Paris- Dauphine,.bendir.einmitt.á.hve.hættulegt. það.er.að.ríki.samræmi.skammheimtu.sín.á. milli.og.komi.þannig.í.veg.fyrir.samkeppni .. Ef. skattheimtan. er. hófleg. og. framboð. opinberrar. þjónustu. hæfilegt,. þarf. ekkert. ríki. að. óttast. samkeppni. í. skattheimtu .. Samkeppni. í. skattheimtu. tryggir. að. hin. langa.og.kalda.hönd.ríkisins.teygi.sig.ekki. of.djúpt.í.vasa.borgaranna .. Í. umræðunni. um. skyndilausnir. á. tímabundnum. efnahagsvanda. hér. á. landi. eru.töfraorðin.Evrópusambandið.og.upptaka. evrunnar .. Líkt. og. þá. muni. öll. vandamál. okkar.Íslendinga.leysast.í.eitt.skipti.fyrir.öll .. En.Evrópusambandið,.sem.er.öðru.fremur. tollabandalag,. er. einnig. bandalag. um. að. koma. í. veg. fyrir. samkeppni. milli. landa. um. skattpeninga .. Evrópusambandið. er. því.versta.vörn. skattgreiðenda.gegn.ásælni. stjórnmálamanna .. Fyrir. fámenna. þjóð. sem. hefur. fengið. að. njóta. þess. afraksturs. sem. leitt. hefur. af. lægri. skattheimtu. og. auknu. frjálsræði. í. kjölfar. einkavæðingar. getur. það. vart. talist. eftirsóknarvert.að.setjast.við.borð.þeirra.sem. vilja.koma.í.veg.fyrir.samkeppni.þjóða ..Líkt. og.dr ..Fredrik.Bergström.bendir.á.í.ritgerð. sinni. er. það. ekki. tilviljun. að. hlutfallslega. hefur.efnahagsleg.framþróun.í.Evrópu.verið. léleg. borið. saman. við. Bandaríkin. —. og.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.