Þjóðmál - 01.09.2008, Qupperneq 15

Þjóðmál - 01.09.2008, Qupperneq 15
 Þjóðmál HAUST 2008 13 vegna Íraksstríðsins. Sú gagnrýni sem einkum Halldór Ásgrímsson sætti vegna ákvörðunartökunnar í tengslum við lista „hinna viljugu“ náði ekki hámarki fyrr en löngu síðar. Vangaveltur um hvaða dag Davíð Odds- son forsætisráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra sammæltust um að standa með hefðbundnum bandamönn- um Íslands vegna innrásarinnar í Írak, bera keim af deilu um keisarans skegg. Hitt er ljóst, að hefði annar hvor þeirra ekki tekið þessa afstöðu, hefði hún ekki orðið að stefnu ríkisstjórnarinnar. Fráleitt er, að þessi afstaða hafi ekki komið til álita við mat á stöðunni í viðræðunum við Bandaríkin um varnarmál, þótt hún hafi ekki verið neitt úrslitaatriði. Mótun og framkvæmd stefnu í utanríkis- og öryggismálum byggist að sjálfsögðu á heildarmati á samskiptum ríkja. * Af frásögn Vals Ingimundarsonar má ráða, að Bandaríkjamenn hafi beitt betri rökum en Íslendingar í varnar- viðræðunum. Íslendingar hafi haldið um of í úrelt sjónarmið frá tíma kalda stríðsins. Ég hef haldið því fram í ræðum um þessi mál á erlendum og innlendum vettvangi, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um brott- för varnarliðsins héðan hafi einkennst af skammsýni. Áheyrendur úr hópi evrópskra og bandarískra áheyrenda hafa ekki gagn- rýnt það sjónarmið. Á fundi þingmanna frá Atlantshafsbandalagsríkjunum hér í Reykjavík í október 2007 sagði breskur þingmaður þvert á móti að lokinni ræðu minni, að Bandaríkjastjórn hefði gerst sek um „monumental mistake“ með því að kalla varnarliðið á brott. Donald Rumsfeld reyndist illa sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hafi Rumsfeld fagnað sigri gagnvart Íslend- ingum, er ég sannfærður um, að þeir, sem líta af raunsæi á þróun öryggismála við Norður- heimskautið og á siglingaleiðum umhverfis Ísland, kunna Rumsfeld litlar þakkir fyrir þjösnaskap hans í garð Íslendinga. Rumsfeld hafði háleitar hugmyndir um gjörbyltingu bandaríska heraflans. Robert Gates, eftirmaður hans á ráðherrastóli, hefur losað ráðuneytið við flesta, sem unnu að þeirri framtíðarskipan og lagt áherslu á, að herstjórnin einbeiti sér að styrjöldunum í Afghanistan og Írak. Hér er því ekki spáð, að aukin her- væðing á norðurslóðum sigli í kjölfar meiri auðlindanýtingar þar eða fjölgunar skipaferða, heldur fullyrt, að orkuflutningar til Bandaríkjanna frá þessum slóðum eigi eftir að skipta öryggi Bandaríkjamanna meiru en nokkru sinni fyrr. Orkuöryggi kemur í stað hernaðarlegs öryggis og þjóðum er mikið í mun að tryggja sér orku. Ekkert ríki er háðara orku, sem flutt er með skipum, en Bandaríkin. Einmitt vegna þessarar staðreyndar hafa ábyrg stjórnvöld og sérfræðingar í Bandaríkjunum vaxandi áhyggjur af því, hve litla getu Bandaríkjamenn hafa til að gæta hagsmuna sinna á og við Norður- heimskautið. Þeir styrktu ekki stöðu sína til þess með því að flytja allt sitt lið frá Íslandi. Valur Ingimundarson nefnir Ian Brzezinzki, varaaðstoðarráðherra í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu, til sög- unnar og segir hann hafa átt mikinn þátt í að kynna þá stefnu, að bandarísku orrustuþoturnar skiptu engu máli fyrir öryggi Íslands. Í maí 2004 fór ég með embættismönn- um úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og ríkislögreglustjóra í ferð til Washington. Við hittum bæði stjórnmálamenn og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.