Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál HAUST 2010 fram þeirri samlegð og þeirri hagkvæmni sem sóst er eftir . En einmitt sú þróun mun jafnframt hafa mikil áhrif á starfshætti og áherslur hjá blaðamönnum og þar af leiðandi á íslenska blaðamennsku . Af grein Birgis og öðrum viðbrögðum forystu manna Blaðamannafélags Íslands var ljóst, að þeim var mikið í mun að koma því á framfæri, að þessum breytingum væri ekki beint gegn félögum í blaðamannafélaginu . Birtist meðal annars stutt frétt á vefsíðu blaðamannafélagsins 14 . janúar 2005, þar sem Gunnar Smári sagði, að nafnbreyting á Íslenska útvarpsfélaginu ásamt nafnbreytingu á Frétt ehf . og fyrirhuguð hagræðing og breytingar á rekstri fyrirtækjanna mundi leiða til þess að fleira fólk yrði ráðið í vinnu frekar en að fólki mundi fækka . Það voru þó ekki aðeins starfsmenn 365, sem veltu fyrir sér áhrifum þessa samruna ljós vakamiðla og fjarskipta, prentmiðlarnir nutu tæknilegrar sérstöðu . Samkeppniseftirlitið lét málið til sín taka og kynnti ákvörðun sína í mars 2005 . Þar voru samruna ljósvakamiðla og fjarskipta sett ákveðin skilyrði . Þannig skyldi starfsemi 365 ljósvakamiðla ehf . rekin sem sérstakur lögaðili sem yrði aðskilinn frá rekstri Og fjarskipta frá og með 1 . janúar 2006 . Fyrir sama dag skyldi stofnað sérstakt móðurfélag 365 ljósvakamiðla ehf . og Og fjarskipta hf . Sérstök stjórn skyldi skipuð yfir hvert hinna þriggja félaga, móðurfélagið, 365 ljósvakamiðla ehf . og Og fjarskipti hf . Að há marki yrði einum stjórnarmanni eða forstjóra móðurfélagsins heimilt að sitja jafnframt í stjórn dótturfélaganna, 365 ljósvakamiðla ehf . og Og fjarskipta hf ., á hverjum tíma . Skilyrðin voru í 11 . liðum og skulu ekki frekar rakin hér . Þau leiddu hins vegar til þess að enn var breytt skipan eignarhalds á Baugs miðlunum og fjarskiptafyrirtækjum Baugs frá og með 1 . október 2005 . Í byrjun ágúst 2005 var tilkynnt, að til sögunnar kæmi nýtt félag, Dagsbrún, sem yrði móðurfélag Og fjarskipta og 365 (ljósvakamiðla og prentmiðla) og P/F Kall í Færeyjum . Dagsbrún Í skýrslu stjórnar Dagsbrúnar fyrir árið 2005 sagði, að í árslok 2005 hefði Baugur átt 28,9% hlut í fyrirtækinu og Runnur 15%, aðrir hluthafar áttu undir 10% en þeir voru alls um 1000 . Í stjórn sátu Þórdís Sigurðardóttir [systir Hreiðars Más, forstjóra Kaupþings], formaður, Árni Hauks son, Davíð Sch . Thorsteinsson, Magnús Ármann og Vilhjálmur Þorsteinsson . Gunnar Smári Egilsson varð forstjóri Dagsbrúnar 1 . janúar 2006 . Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kom fram við ráðningu Gunnars Smára í forstjórastól Dagsbrúnar, að hann hefði leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla Baugsmanna . Verkefni Gunnars Smára yrði að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði . Í tilkynningu frá Dagsbrún sagði að það hefði alltaf verið sannfæring félagsins, að tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn þess og stefna fullt erindi á stærri markaði . Í ársskýrslu sagði, að forstjórinn, Gunnar Smári Egilsson, hefði 31,4 milljónir kr . í Um miðjan ágúst 2006 var skýrt frá því, að tap á rekstri Dagsbrúnar hefði numið 1 .520 milljónum kr . fyrri hluta ársins . . . Á öðrum ársfjórðungi 2006 var tapið 1 .327 milljónir kr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.