Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 85
 Þjóðmál HAUST 2010 83 Lítið álit hafði Gunnar líka á réttarkerfi nasista . „Við hinn nasistíska hegningarrétt fellur mér ekki,“ skrifaði hann Ólafi Thors laust fyrir jól og ræddi ágallana svo nánar í bréfi til Tómasar Jónssonar, eiginmanns Sigríðar Thoroddsens: Í fáum orðum má segja að hér sé varpað fyrir borð flestum þeim grundvallarreglum refsiréttarins sem okkur hafa verið innrættar og sem eru uppistaðan í hegningarlöggjöf flestra menningarlanda . Reglan nulla poena sine lege [engin refsing án laga] er strikuð út og analogíubannið afnumið [bann við að beita lagaboði, sem lýtur að tilteknu efni, um sambærileg tilvik]: Hér er ekki aðeins dæmt eftir lögum heldur líka samkvæmt „gesundes Volksempfinden“ [„heilbrigðri tilfinningu fólksins“] og ef þetta tvennt rekst á ræður hið síðarnefnda . Vernd einstaklinganna gegn geðþótta ríkisvaldsins er engin enda er það í samræmi við Weltanschauung [lífsskoðun] nationalsozialismans sem segir að einstaklingurinn hafi ekkert gildi, hann fái fyrst þýðingu sem liður í þjóðarheildinni . Allar refsingar eru þyngdar að mun . Kröfunni um sakhæfi og saknæmi er ekki fylgt stranglega, t .d . er því haldið fram að geðveikum glæpamönnum eigi að refsa í ýmsum tilfellum eins og heilbrigðir væru . Yfirleitt lyktar þetta allt saman mikið af militær-rétti og um margt horfið aftur til harðýðgi og miskunnarleysis fyrri alda sem maður hélt að væri yfirunnið . Gunnar hafði óbeit á þessari grimmd og lögleysu . Einræðið og „hið andlega ófrelsi“ sem ríkti á öllum sviðum samfélagsins sagði hann jafnframt óþolandi og „háskalegt til frambúðar“ . Engu að síður hreifst hann af mörgum verkum nasistastjórnarinnar . „Hún hefur aftur hafið þýsku þjóðina til jafnréttis við aðrar þjóðir,“ sagði hann í skrifum sínum til Ólafs Thors, „dregið stórkostlega úr atvinnuleysinu og komið á aðdáunarverðri röð og reglu og innanlandsfriði .“ Af nasistum mætti ýmislegt læra – aga og skipulag, einurð í baráttu við kommúnista og eindregna þjóðernishyggju . „Hér fær maður margar idéur,“ skrifaði Gunnar: „Hver veit nema ég komi heim klyfjaður frumlegum og nýjum hugmyndum .“ / . . . / E nn sótti hann Café Unter den Linden á kvöldin en sat líka á Café König, frægu kaffihúsi við breiðstrætið . Þar var mikið teflt og tónlistin var yndisleg en mestri upplifun varð Gunnar þó fyrir þegar hann fór í óperuna og hlýddi á verk Verdis – Aida, La Traviata og Il Trovatore: „Guð minn almáttugur, Verdi, það er hið guðdómlega gení . … Enginn kemst í hálfkvisti við Verdi, allar þessar himnesku melódíur og aríur og orchester-músíkin . Það eru engin orð til yfir hrifningu mína .“ Gunnar féll í stafi yfir fegurðinni . En í Þýska landi nasismans var illskan aldrei langt undan . Í mars 1936 þrömmuðu her- menn yfir í Rínarlönd, þann hluta ríkisins sem átti að vera án vígbúnaðar samkvæmt Versala samningunum í kjölfar fyrri heims- styrjaldarinnar . Gunnar skrifaði heim á Frí- kirkjuveg: „Hér er nú allt logandi í hrifningu yfir hervæðingu Rínarlandanna og ræðu Hitlers . Ég hlustaði á ræðuna í útvarpi og hún var hreinasta meistaraverk . Vonandi fær þetta ekki alvarlegar afleiðingar þó að að ferð in hafi óneitanlega verið nokkuð brutal .“ Snemma í apríl býr Gunnar Thoroddsen sig svo til brottfarar frá Berlín . Þótt honum hafi liðið ágætlega finnst honum borgin hvorki falleg né geislandi af lífi . Ógnarstjórn nasista er þrúgandi og foringjadýrkunin yfirþyrmandi . „Nú vil ég sjá og finna eitthvað nýtt,“ hugsar hann með sér . Leiðin liggur senn heim til Reykjavíkur en fyrst bíður hans annar áfangastaður: „Ég vil sjá höfuðborg höfuðborganna, París, ó, hve ég hlakka til þess .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.