Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 17
FRÉTTIR OG SMÁEFNI Vika símenntunar haldin í fjórða sinn Vika símenntunar verður haldin dagana 7. - 13. september næstkomandi. Vikan er á vegum menntamálaráðuneytisins og er nú haldin í fjórða sinn hér á landi og sér Mennt um skipulagningu og framkvæmd hennar í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar um land allt. Þema Viku símenntunar að þessu sinni er „Fjarnám og aðrar óhefðbundnar leiðir til náms.“ Ýmsir viðburðir tengdir þema átaksins verða í gangi alla Vikuna auk þess sem henni er ætlað að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að afla sér þekkingar allt lífið. Fjölbreytt dagskrá Dagskrá Viku símenntunar verður fjölbreytt. Nefna má sérstakan símenntunardag í fyrirtækjum, málþing og afhendingu starfsmenntaverðlauna auk útgáfu sérblaðs um símenntun. Þriðjudaginn 9. september verður málþingið haldið, á Hótel Loftleiðum kl. 9 - 12, undir yfirskriftinni „Fjarnám”. Aðalfyrirlesari verður Gilly Salmon sem kennir við Open University í Bretlandi. Gilly hefur víðtæka reynslu af kennslu í fjarnámi og sendi árið 2002 frá sér bókina E-tivitis - the key to active online learning. Mikilvægur þáttur átaksins er símenntunardagur í fyrirtækjum þar sem fyrirtæki eru hvött til þess að tileinka 11. september fræðslumálum starfsmanna. Þann dag er gert ráð fyrir að fyrirtæki nýti til að kynna starfsmönnum sínum möguleika á símenntun. Starfsmenntaverðlaunin 2003 verða afhent föstudaginn 12. september en þau eru veitt þeim sem eru að vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun. Á vefsíðu Viku símenntunar, www.mennt.net/simenntun má finna upplýsingar um átakið og ýmsan fróðleik tengdan símenntun. Afmælisveisla í Listhúsinu Haukur Már Haraldsson er mörgum í kennarastétt að góðu kunnur enda hefur hann verið óþreytandi við að leggja hönd á plóginn hvar sem þurft hefur með og aldrei skorast undan hafi verið til hans leitað. Haukur Már situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara og þann 20. maí sl. hélt hann upp á sextugsafmælið að viðstöddum miklum fjölda gesta sem kom og samfagnaði með vini sínum í Listhúsinu í Laugardal. Heill þér sextugum, Haukur Már! 60 ára 17

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.