Þjóðmál - 01.09.2013, Side 13

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 13
12 Þjóðmál haust 2013 leika í sveitarstjórnarkosningunum, allt eftir að stæðum í hverju sveitarfélagi . Hvar er skyn samlegt að bjóða fram saman, mynda kosn inga bandalög o .s .frv .? Á þennan veg hefur verið talað árum saman til að efla pólitískt baráttuþrek vinstrisinna en þegar á hólminn er komið skerst alltaf einhver úr leik eins og þegar Steingrímur J . Sigfússon fór eigin leið en ekki í Sam­ fylkinguna árið 2000 . Ekki ætti að vera erfitt að sameina Sam fylkingu og Bjarta framtíð eða Samfylkingu og Besta flokkinn . Sjást þó engin merki um vilja til þess heldur sýnist talið um samein ingu vinstri manna snúast um nánara samstarf milli Samfylkingar og vinstri grænna (VG) . Fylgi hugur máli verða flokkarnir að koma sér saman um nýja ESB­stefnu, lífvænlegri en þá sem þeir fylgdu í stjórn ar tíð Jóhönnu Sigurðardóttur . Margrét S . Björnsdóttir fer tæp 30 ár aft ur í tímann máli sínu til stuðnings og segir að árið 1985 hafi hópur ungs fólks úr Alþýðu flokki, Alþýðubandalagi, Banda­ lagi jafnaðarmanna og Kvennalista, ásamt vinstri sinnuðum framsóknarmönn um, stofn að Málfundafélag jafnaðarmanna, sem hafði að markmiði að þrýsta á samstarf og/eða sam einingu flokkanna . Síðar hafi Gróska og Röskva komið til sögunnar með svip uð markmið . „Er aftur kominn tími slíkra samtaka?“ spyr Margrét . Röskva er nú svipur hjá sjón og hefur tapað hinni sterku stöðu sem hún hafði um tíma í Háskóla Íslands . Vaka fékk rúm 70% atkvæða í síðustu kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands . R­listinn í Reykjavíkurborg splundraðist haustið 2002 þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar­ stjóri lýsti áhuga á að skipa forystusæti á framboðslista Samfylkingarinnar í þing­ kosn ingunum vorið 2003 . Ábending Margrétar S . Björnsdóttur var tímabær að því leyti að nú fer í hönd undir búningur sveitarstjórnarkosninga hjá stjórn málaflokkunum . Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur til dæmis að huga að róttækum ráðum til að styrkja stöðu sína í Reykjavík, vilji hann ná vopn­ um sínum á ný . Því miður hefur flokkn­ um mistekist að skapa öfluga viðspyrnu í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og inn an borgarstjórnarflokksins ríkir ónóg sam­ staða eins og best lýsti sér í klofningi meðal borgarfulltrúa sjálfstæðismanna í atkvæða­ greiðslu um tillögu að nýju aðalskipu lagi Reykjavíkur . Sjálfstæðismenn ættu að huga að öllum góðum ráðum til að efla framboðslista sinn í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar . Sigur Besta flokksins í kosningunum 2010 sýndi að hópur nýrra manna, kvenna og karla, getur náð góðum árangri á skömmum tíma í höfuðborginni . Sambærileg vakning er nauðsynleg í röðum sjálfstæðismanna bæði til að hrista upp í flokksvélinni í Reykjavík og til að höfða til kjósenda á nýjan og spennandi hátt . Nú fer í hönd rétti tíminn til að huga að málum vegna kosninganna vorið 2014 . III . ÍMorgunblaðinu birtist fimmtudaginn 8 . ágúst 2013 bréf frá færeyskri konu, Biritu Gøtuskeggi Jennysdóttur sem ólst upp í Vestmannaeyjum . Hún lýsir mikilli sorg sinni vegna þess að hún telur að Íslend­ ingar hafi svikið Færeyinga . Íslend ingar hafi ákveðið á einhverjum fundi sem hún man ekki hvar var haldinn að segja skilið við Færeyinga í viðræðum við ESB um síldveiðar . Hún segir: „En þið fóruð einir á fund með ESB og fenguð víst mjög góðan díl, á meðan Færeyingar sátu fyrir utan

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.