Þjóðmál - 01.09.2013, Page 48

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 48
 Þjóðmál haust 2013 47 John Fitzgerald Kennedy hafði verið kos­ inn 35 . forseti Bandaríkja Norður­Ameríku í nóvember 1960, aðeins 43 ára að aldri . Leiðtogi allra frjálsra þjóða Upphaf kvöldfréttatímans var svo­hljóðandi: „Kennedy Bandaríkja for­ seti er látinn,“ var lesið í upphafi fyrri kvöld­ fréttatímans .5 Síðan var atburðarásin rakin . „Eitt skot hitti forsetann í hægra gagn augað og fór kúlan beint gegnum höfuðið . . . Þegar kúlan hitti forsetann hné hann fram yfir sig og lagðist höfuð hans í kjöltu konu hans . . . Fregnir berast hvaðanæva úr Evrópu um að menn séu harmi lostnir vegna fráfalls Kennedys . . . Fánar hinna 111 aðildarríkja fyrir utan höll Sameinuðu þjóðanna voru dregnir í hálfa stöng .“ Það var Jón Múli Árnason útvarpsþulur sem las fréttirnar þetta kvöld . „Þetta var dálítið ónotalega sett upp frétt fyrir mann að lesa,“ sagði hann tuttugu árum síðar . „Já, þetta var nístandi frásögn .“6 Í síðari kvöldfréttum, kl . 22:00, minntist Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hins látna þjóðhöfðingja . „Mér varð vissulega orða vant þegar ég heyrði hina hryllilegu og hörmulegu fregn um morð Kennedys Bandaríkjaforseta, glæsimennis í blóma Skömmu fyrir skotárásina í Dallas í Texas 22 . nóvember 1963 . John F . Kennedy, forseti Bandaríkjanna, og Jacqueline Kennedy . Framan við þau eru John Connally ríkisstjóri og Nellie Connally . Victor Hugo King, Library of Congress

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.