Þjóðmál - 01.09.2013, Page 65

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 65
64 Þjóðmál haust 2013 líka orðið fyrir áhrifum af löndum sínum, heimspekingunum Adam Smith og David Hume . Smith hafði skýrt, hvers vegna margt gat verið skipulegt án þess að vera skipulagt, og kallaði hann það „ósýnilegu höndina“ . Hume hafði í Samræðum um trúarbrögðin fært sterk rök gegn hinni hefðbundnu sköpunarkenningu, sem var í fæstum orðum sú, að sköpunarverk krefðist skapara .4 Erfðir og menning Þróun og eðli einnar dýrategundar, manns ins, var meginumræðuefnið á þessu svæðis þingi Mont Pèlerin­sam­ takanna . Fyrirlesar ar á þinginu brugðu upp stórfróðlegri og ótrúlegri mynd af þróun þessarar tegundar, sem kallar sig hina viti bornu veru, homo sapiens . Hún á sennilega uppruna sinni í Afríku sunnanverðri . Fyrir því eru tvenn rök . Fundist hafa eld­ forn mannabein þar, en auk þess er erfða­ efni manna sundurleitara á þeim slóð um en annars staðar, og eitt lögmál erfða­ fræðinnar er, að því sundurleitara sem erfða efni tegundar er á einhverjum stað, því lengur hefur hún dvalist þar . En fyrir um hundrað þúsund árum lögðu hópar af þessari dýrategund land undir fót og námu fyrst Arabaskaga og héldu síðan norður og austur yfir til Austurálfu . Talið er, að fyrstu mennirnir hafi komið til Indlands og Kína fyrir um 60 þúsund árum, en til Norðurálfu fyrir um 35–40 þúsund árum . Í Norðurálfu hittu þessir suðrænu forfeður okkar fyrir Neanderdalsmenn, og sýnir erfðaefni Evrópubúa, að þeir hafa eitthvað blandast þeim, en frumbyggjar annars staðar í heiminum hafa ekki það erfðaefni . Sennilega hafa Neanderdalsmenn verið hvítari á hörund en aðkomumennirnir, svo að hinn hvíti litur Evrópumanna er vænt an lega vegna hvors tveggja, erfðaefnis frá Neanderdals mönnum og aðlögunar að daufara sólarljósi á norðurslóðum og því minni skammts nauðsynlegs D­fjörva (vítamíns) . Menn héldu síðan út á eyjarnar í Austurálfu suðaustanverðri og námu land í Ástralíu fyrir um 40–60 þúsund árum . Þeir þrömmuðu einnig austur á bóginn, yfir Bering­sund, sem skilur að Austurálfu og Vesturheim og var ísilagt á síðustu ísöld, fyrir 15–35 þúsund árum og byggðu síðan Norður­, Mið­ og Suður­Ameríku .5 Gunnar Gunnarsson skrifaði í skáld sög­ unni Jörð: „Öðru hvoru geta menn víðsvegar á jarðkringlunni rekist á menn, slíka sem þessa, lítinn hóp manna, sem brunar áfram með örlög í barmi sér .“6 Robert Boyd, mann fræðiprófessor í UCLA, varpaði á skjá yfirlitsmyndum af útbreiðslu fjögurra dýrategunda á jörðinni, manna, apa, úlfa og ljóna . Mennirnir eru eina tegundin, sem hefur dreift sér um alla jörðina, staðist hinar ólíkustu aðstæður . Hann býr í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu . Boyd rakti það ekki aðeins til andlegra og erfanlegra yfirburða manna, heldur líka og ekki síður til menningarlegrar þróunar . Væri hópur gáfumanna strandaður á hrjóstrugri eyju á norðurslóðum, þá gæti hann varla lifað af að hætti skrælingja (eskimóa) . Þ róun og eðli einnar dýrategundar, mannsins, var meginumræðuefnið á þessu svæðisþingi Mont Pèlerin­ samtakanna . Fyrirlesarar á þinginu brugðu upp stórfróðlegri og ótrúlegri mynd af þróun þessarar tegundar, sem kallar sig hina viti bornu veru, homo sapiens .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.