Þjóðmál - 01.12.2012, Page 35

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 35
34 Þjóðmál VETUR 2012 Mynd 5. Samfélag í ójafnvægi . að vera einkaaðilar . Skapandi lögskýringar og nýjungar í starfsemi þeirra verður því að hemja með öflugu eftirliti hins opinbera og aðgerðum við hæfi . Meðal þess sem úrskeiðis fór í bönkum var að launakerfi þeirra fór úr böndum . Stjórn endum var úthlutað af hagnaði þeirra í kaupauka . Þessa sáust einnig merki í risnu- kostnaði bankanna (Páll Hreins son, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, 2010c) . Eru þá ótaldir háir styrkir til hvers kyns viðburða í menningar lífinu . Þegar ójafnvægi skapast með því að ofvöxtur hleypur í eina einingu má reikna með að Alþingi og framkvæmdavald og eftir atvikum dómsvald geri ráðstafanir til að leita jafnvægis, með breytingum á löggjöf eða dómaframkvæmd . Þegar fjármálakerfið var einkavætt hófst ferli siðrofs í samfélaginu, og endir sið- rofsins var hrun fjármálakerfisins . Þá fór sam félagið úr jafnvægi og ofurvöxtur hljóp í fjár málakerfið, eins og sýnt er á 5 . mynd . Það var ekki aðeins að einstaklingum þótti sjálfsagt að sækja í hina nýfundnu „auðlind“ sem bankarnir voru . Stofnanir ríkis valdsins töldu það rétt og eðlilegt, t .d . þótti fræðimönnum ekki óeðlilegt að sækja styrki til bankakerfisins . Siðrofið var ekki aðeins meðal einstaklinga heldur einnig í stofnunum samfélagsins . Stjórnmálamenn voru þar engin undantekning . Í þessu sambandi er rétt að minna á stefnu yfirlýsingu ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar 2007 . Þar segir meðal annars: Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á und- an förnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar alþjóðlegrar þjón u stu- starfsemi, þar á meðal fjár mála þjón ustu . Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í sam keppni við önnur markaðssvæði og að útrásar- fyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi . (Páll Hreins son o .fl ., 2010c, bls . 78 .)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.