Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 33
Skólavarðan 1. tbl 2013 31 málþingmál ing ingarsamfélag, en hann verður ekki lærdómssamfélag. Það samfélag sem skólinn myndar með þátttöku kennara og nemenda getur snúist um þekk­ ingaröflun og þekkingarsköpun, en gerir hins vegar lítið úr nemendum sem einstaklingum sem hafa dóm­ greind og eru færir um að meta hvað sé áhugavert, hvað sé mikilvægt og hvað sé sanngjarnt. Nemendur í skóla sem er þekkingar­ samfélag en ekki lærdómssamfélag eru sífellt í stöðu þiggjenda, jafnvel þótt kennslan sé verkleg og þematengd. Vitsmunageta þeirra er virkjuð en sið­ ferðileg dómgreind þeirra er afþökkuð. Lýðræðislegur skóli verður að tengja þetta tvennt saman: vitsmunina og siðferðið. Lærdómssamfélag byggist á siðferðilegum grunni og hefur bæði vitsmuna­ og siðferðilegan þroska og vöxt manneskjunnar að markmiði. StarFið Í SKÓLaStoF- unni Verður að Vera LÝðræðiSLegt John Dewey lagði áherslu á að skóli sem vildi standa undir nafni yrði að vera samfélag þar sem sameinast væri um markmið starfsins. Þetta samfélag yrði auk þess að vera lýðræðislegt vegna þess að einungis slíkt samfélag gerði nemendum, ekki síst börnum, kleift að sækja í það þann þroska og vöxt sem réttilega kallaðist menntun. Stjórn skóla er sérfræðiverkefni og þótt raddir nemenda þurfi vissulega að heyrast þar verður hún ekki gerð að sameiginlegu viðfangsefni alls skóla­ samfélagsins. Skóli sem samfélag er ekki lýðræði, en getur eftir sem áður verið lýðræðislegur. Að því marki sem skóli er lýðræðislegur er hann það vegna þess hvernig lífið í skólanum er. Þess vegna verður skóli ekki lýðræðis­ legur nema hversdagslegir starfshættir skólans séu það. Allt starfið í skóla­ stofunni, daglegt samstarf nemenda og kennara, bæði hið smæsta og hið stærsta, verður að vera lýðræðislegt. ÞeKKingarSamFéLag eða LærdÓmSSamFéLag Sú staðreynd að í skóla eigi börn að læra og fræðast ýtir undir þá hættu að skólinn verði þekkingarsamfélag frekar en lærdómssamfélag. Kenn­ urum liggur á að komast yfir efni og gefa sér kannski ekki tíma til að skapa nemendum rými sem siðferðilegum verum. Hér komum við að enn einu atriðinu sem getur komið í veg fyrir að nemendur séu fyllilega með í skól­ anum. Það er ekki alltaf tími til að hafa þá með sem einstaklinga sem eiga sér líf. Þessu er lýst ágætlega í nýrri bók eftir bandaríska fræði­ og skólamann­ inn Marvin Berkowitz. Bókin heitir Þú getur ekki kennt í gegnum rottu. Titill­ inn er dreginn af eftirfarandi samtali kennara og nemanda: Kennari: jæja krakkar, opnið nú bækurnar ykkar. Hver getur sagt mér hvert við vorum komin í gær? (einn nemandi réttir í ákafa upp höndina). Kennari: já, Kristján. Kristján: Bróðir minn á gæludýr sem er rotta!2 Allir kennarar kannast við nemendur eins og Kristján, því hann er ósköp venjulegur nemandi. Eins og aðrir nemendur er hann stundum upp­ tekinn af einhverju sem fyrir honum er miklu áhugaverðara en það sem stendur í kennslubókunum, í þessu til­ viki rottu. Hún er svo kyrfilega þrykkt á heilann í Kristjáni að vonlaust er að hann læri nokkuð af kennslubókunum fyrr en hún hefur vikið til hliðar. að HugSa FreKar en að muna Oft er sagt að skólinn sé undirbúningur fyrir lífið. En skólinn er líka hluti af lífinu, og raunar getur hann alls ekki verið undirbúningur fyrir lífið nema með því að vera hluti af því. Skólinn verður að taka mið af því að nemendur eiga sér líf, bæði fortíð, nútíð og framtíð. Í alla skóla mæta nemendur með rottur á heilanum. Að eiga sér líf þýðir að maður verður upptekinn af hinu og þessu – að minnsta kosti annað slagið. Kennari verður að vita að nemendur mæta stundum með rottu á heilanum, hann verður að geta áttað sig á því hvenær nemandi er með rottu á heil­ anum, og loks verður hann að hafa ein­ hverjar leiðir til að losna við hana. En kennarinn getur ekki skipað nemanda að losna við rottuna, og hann getur ekki einfaldlega beðið hann um að leggja hana til hliðar. Skóli sem vill kall­ ast lýðræðislegur, þ.e. vill geta kallast lærdómssamfélag í fyllstu merkingu þess orðs, verður að gera ráð fyrir að nemendur mæti í skólann sem ein­ staklingar sem eiga sér líf. Þess vegna verða nemendur að fá tækifæri til að tala ekki síður en að hlusta, það verður Lesið í skýin. Mynd: Ragnar Örn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.