Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 46

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 46
44 Skólavarðan 1. tbl 2013 náttúrufræðináttúrufræði Náttúrufræði skipar veigamikinn sess í námskrám allra skólastiga og náttúru­ fræðinámið á að vera heildstætt. Strax í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að vinna með og velta vöngum yfir nýtingu náttúrunnar, hringrásum og fyrirbærum í náttúrunni, lífverum í umhverfinu og lífsháttum þeirra og margvíslegum auð­ lindum náttúrunnar, svo dæmi séu tekin. Lögð er áhersla á að börnin læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru með fjölbreyttum aðferðum í gagnvirkum samskiptum við umhverfi sitt. Eitt mikilvægasta hlutverk grunnskólakennslu í náttúrufræði er að viðhalda þeirri forvitni sem börn hafa á fyrirbærum náttúr­ unnar, og eru útikennsla og vettvangsnám sérstaklega mikilvægir þættir í nátt­ úrufræðinámi. Þegar líður að framhaldsskóla, og síðar möguleikum á áframhald­ andi námi eða þátttöku í atvinnulífi, skiptir máli fyrir nemendur að þeir geri sér að einhverju leyti grein fyrir hvert þeir stefna með vali á tilteknu námi eða starfi. Hverju skilar til dæmis nám í greinum náttúrufræðinnar þeim? náttÚruFræði Í ÞeKKingarSetrinu Áherslusvið Þekkingarseturs Suðurnesja í Sandgerði er náttúrufræði og tengdar greinar. Markmið setursins snúa fyrst og fremst að rannsóknum, fræðslu, þjón­ ustu og samstarfi við aðrar rannsókna­ og fræðslustofnanir hérlendis og erlendis. Rannsóknastarf hefur verið stundað í húsnæði Þekkingarsetursins síðustu tvo áratugi, en á sama tíma hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu fyrir nemendur í leik­, grunn­ og framhaldsskólum. Fræðasetrið í Sandgerði var stofnað 1995 og hefur síðan þá tekið á móti miklum fjölda nemenda. Fræðasetrið er nú orðið að Þekkingarsetri Suðurnesja, og stefnir að því að efla enn frekar þjónustu við skóla og nemendur. Nemendur á öllum aldri koma í heimsókn í Þekkingarsetrið til að skoða nátt­ úrugripasýningu og sögusýninguna Heimskautin heilla sem setrið býður upp á. Sýningarnar eru fróðleg og skemmti­ leg viðbót við kennslu á öllum skóla­ stigum, til dæmis í náttúrufræði, sögu og frönsku, en sýningin Heimskautin heilla fjallar um ævi franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean­Baptiste Charcot. Rannsókna­ skip hans, Pourquoi­pas?, fórst með áhöfn sinni við Íslandsstrendur árið 1936. Á náttúrugripasýningunni má sjá fjöldann allan af uppstoppuðum dýrum, safn jurta og skelja og fleira, eins og t.d. eina uppstoppaða rostung landsins. Áhersla er lögð á lífríki hafsins og fjörunnar og á sýningunni eru lif­ andi sjávardýr sem hægt er að skoða í návígi og jafnvel snerta, ef maður þorir! Tilvalið er að sameina fjöru­ eða tjarna­ ferð og heimsókn í Þekkingarsetrið og flétta þannig útikennslu og vettvangs­ nám við heimsóknina, en nemendur safna þá lífverum í fjörunni sem þeir skoða síðan í víðsjám. Lögð er áhersla á að tengja heimsóknir skólahópa við námsefni þeirra í náttúrufræði og um­ hverfisvernd hverju sinni, sé þess ósk­ að, og líffræðingar Þekkingarsetursins útbúa fjölbreytt verkefni við allra hæfi. Þekkingarsetur Suðurnesja býður skóla velkomna í heimsókn Nemendur á öllum aldri koma í heimsókn í Þekkingarsetrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.