Skólavarðan - 01.05.2013, Page 46

Skólavarðan - 01.05.2013, Page 46
44 Skólavarðan 1. tbl 2013 náttúrufræðináttúrufræði Náttúrufræði skipar veigamikinn sess í námskrám allra skólastiga og náttúru­ fræðinámið á að vera heildstætt. Strax í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að vinna með og velta vöngum yfir nýtingu náttúrunnar, hringrásum og fyrirbærum í náttúrunni, lífverum í umhverfinu og lífsháttum þeirra og margvíslegum auð­ lindum náttúrunnar, svo dæmi séu tekin. Lögð er áhersla á að börnin læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru með fjölbreyttum aðferðum í gagnvirkum samskiptum við umhverfi sitt. Eitt mikilvægasta hlutverk grunnskólakennslu í náttúrufræði er að viðhalda þeirri forvitni sem börn hafa á fyrirbærum náttúr­ unnar, og eru útikennsla og vettvangsnám sérstaklega mikilvægir þættir í nátt­ úrufræðinámi. Þegar líður að framhaldsskóla, og síðar möguleikum á áframhald­ andi námi eða þátttöku í atvinnulífi, skiptir máli fyrir nemendur að þeir geri sér að einhverju leyti grein fyrir hvert þeir stefna með vali á tilteknu námi eða starfi. Hverju skilar til dæmis nám í greinum náttúrufræðinnar þeim? náttÚruFræði Í ÞeKKingarSetrinu Áherslusvið Þekkingarseturs Suðurnesja í Sandgerði er náttúrufræði og tengdar greinar. Markmið setursins snúa fyrst og fremst að rannsóknum, fræðslu, þjón­ ustu og samstarfi við aðrar rannsókna­ og fræðslustofnanir hérlendis og erlendis. Rannsóknastarf hefur verið stundað í húsnæði Þekkingarsetursins síðustu tvo áratugi, en á sama tíma hefur mikil áhersla verið lögð á fræðslu fyrir nemendur í leik­, grunn­ og framhaldsskólum. Fræðasetrið í Sandgerði var stofnað 1995 og hefur síðan þá tekið á móti miklum fjölda nemenda. Fræðasetrið er nú orðið að Þekkingarsetri Suðurnesja, og stefnir að því að efla enn frekar þjónustu við skóla og nemendur. Nemendur á öllum aldri koma í heimsókn í Þekkingarsetrið til að skoða nátt­ úrugripasýningu og sögusýninguna Heimskautin heilla sem setrið býður upp á. Sýningarnar eru fróðleg og skemmti­ leg viðbót við kennslu á öllum skóla­ stigum, til dæmis í náttúrufræði, sögu og frönsku, en sýningin Heimskautin heilla fjallar um ævi franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean­Baptiste Charcot. Rannsókna­ skip hans, Pourquoi­pas?, fórst með áhöfn sinni við Íslandsstrendur árið 1936. Á náttúrugripasýningunni má sjá fjöldann allan af uppstoppuðum dýrum, safn jurta og skelja og fleira, eins og t.d. eina uppstoppaða rostung landsins. Áhersla er lögð á lífríki hafsins og fjörunnar og á sýningunni eru lif­ andi sjávardýr sem hægt er að skoða í návígi og jafnvel snerta, ef maður þorir! Tilvalið er að sameina fjöru­ eða tjarna­ ferð og heimsókn í Þekkingarsetrið og flétta þannig útikennslu og vettvangs­ nám við heimsóknina, en nemendur safna þá lífverum í fjörunni sem þeir skoða síðan í víðsjám. Lögð er áhersla á að tengja heimsóknir skólahópa við námsefni þeirra í náttúrufræði og um­ hverfisvernd hverju sinni, sé þess ósk­ að, og líffræðingar Þekkingarsetursins útbúa fjölbreytt verkefni við allra hæfi. Þekkingarsetur Suðurnesja býður skóla velkomna í heimsókn Nemendur á öllum aldri koma í heimsókn í Þekkingarsetrið.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.