Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 34
málþingmál ing að hvetja þá til að hugsa frekar en að muna, og í staðinn fyrir að veita þeim sífelld svör verður að kenna þeim að spyrja gagnrýninna spurninga. StjÓrnendur HaFi FrumKVæði Skóli margbreytileikans verður ekki að veruleika nema starfshættir skólanna endurspegli í stóru og smáu lýðræðis­ legt gildismat, t.d. virðingu, umhyggju og viðurkenningu. Einu aðilarnir sem geta gert lýðræðisleg gildi að veruleika innan skólanna eru þeir sem þar vinna. Kennari sem vill gera lýðræðisleg gildi að veruleika í starfi sínu verður að hafa stuðning, bæði samkennara og yfir­ manna sinna. Til að skóli verði lýðræðis­ legur verða stjórnendur að leiða. Það er þeirra að hafa frumkvæði, samhæfa kraftana og hvetja til dáða. Það er líka þeirra að hrósa því sem vel er gert og gera gildismat skólans þannig sýnilegt. Skóli margbreytileikans verður ekki að veruleika án þess að nemendur fái að taka þátt í skólastarfinu sem vitsmuna­ og siðferðilegar verur, og þar með sem félagslegar verur. En skóla margbreyti­ leikans verður ekki komið á. Hann er ekki bygging sem stendur undir sér sjálf eftir að hún hefur risið eða kerfi sem setja má af stað og gengur svo sjálft með hæfilegu viðhaldi. Skóla margbreytileikans þarf að rækta, það þarf sífellt að hlúa að tilverugrundvelli hans og virkja þá lífskrafta sem búa í honum. Það þarf að endurskapa hann á hverjum degi – á hverju augnabliki. Endurskoðun skólastarfsins þarf að felast í umbreytingu skólans þannig að hver og einn geti litið á hann sem lærdómssamfélag þar sem unnið er að verðugum markmiðum. Skortur á lýðræðislegum starfsháttum er í senn skortur á sanngjörnum námstæki­ færum og skortur á merkingarbærum þroskaleiðum. 1 John Dewey. (1939/1998) „Creative democracy – The task before us“, The Essential Dewey, Vol. 1, bls. 342. Sjá einnig Ólafur Páll Jónsson. (2011). Lýðræði, réttlæti og menntun. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 2 Marvin Berkowitz. (2012). You can‘t teach through a rat, Bella Vista: Character Development Group Inc., bls. 13. greinin er byggð á erindi sem Ólafur páll hélt á málþinginu Skóli marg- breytileikans og stoðkerfi skóla, 5. mars sl. á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins. Lýðræði í samfélagi gerir ráð fyrir því að allir séu með, ekki bara efnislega heldur líka vitsmunalega og siðferðilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.