Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 52

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 52
50 Skólavarðan 1. tbl 2013 listgreinarlistgreinar Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistar­ kennari í Hagaskóla, hefur vakið verð­ skuldaða athygli fyrir að setja upp metnaðarfullar sýningar með nem­ endum sínum, nú síðast söngleikinn Konungur ljónanna. Sýningar urðu tíu og uppselt á allar. Það voru nemendur sem stungu upp á því að sýna Kon­ ung ljónanna fyrir nokkrum árum en henni fannst það ógnvekjandi vegna flókinna búninga og gerva. En þegar hún sá verkið í London kolféll hún fyrir þessum frábæra söngleik. yFir Hundrað KraKKar Lögðu Hönd á pLÓg Hún lét slag standa og setti leikritið upp í samvinnu við Björn Thorarensen tónlistarstjóra og Gunnhildi Ólafsdótt­ ur myndlistarkennara. Síðast en ekki síst tóku svo yfir hundrað krakkar þátt í uppfærslunni á einhvern hátt! Fimm­ tíu leikarar, tuttugu og einn í hljóm­ sveit og yfir þrjátíu manns sem lögðu hönd á plóg við hönnun búninga og leikmyndar, förðun, hárgreiðslu og að stýra ljósum og hljóði. Metnaðarfullt leikstarfið er borið uppi fjárhagslega af sölu aðgöngumiða og nýtur ekki annarra styrkja en þeirra sem fengust fyrir auglýsingar í leikskrá. Konungur ljónanna í Hagaskóla HæFiLeiKar á mörgum SViðum Áheyrnarprufur voru í byrjun október að sögn Sigríðar Birnu. Síðan hófust æfingar með kór og dönsurum og þá fóru hjólin að rúlla á fullu. „Það er ekki alltaf auðvelt að fá 50 krakka til að mæta á æfingar og ég held að við höfum ekki náð öllum saman fyrr en tveimur dögum fyrir frumsýningu. Flestir sem taka þátt eru í mörgu öðru, t.d. dansi, tónlistarnámi eða íþróttum. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar á mörgum sviðum,“ segir Sigríður Birna og brosir kankvís. „Krakkarnir gera langmest sjálfir og hugmyndavinnan er mest hjá þeim. Foreldrar hafa líka komið inn og aðstoðað við búningana. Allir dansar í sýningunni eru samdir af stelpum í leikhópnum og þær sjá þá um dansæfingar. Nemendur hönn­ uðu líka förðun og hárgreiðslu að mestu leyti. Leikskrá og veggspjald var hannað af nemendum í vali í grafískri hönnun undir leiðsögn kennara.“ Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistarkennari í Hagaskóla, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir að setja upp metnaðarfullar sýningar með nemendum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.