Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 40
38 Skólavarðan 1. tbl 2013 kjaramálkjara ál FéLag grunnSKÓLaKennara Texti: Ólafur Loftsson, formaður FG. Kjarasamningar Félags grunnskóla­ kennara voru lausir frá 29. febrúar 2012. Kjaradeila samninganefndar FG og viðsemjenda þeirra frá Sam­ bandi íslenskra sveitarfélaga endaði í hnút, þrátt fyrir marga samningafundi. Deilan var því send til ríkissáttasemjara fyrir jól á því ári. Fyrir lá að laun hjá flestöllum stéttar­ félögum hækkuðu um 3,25% 1. febrúar eða 1. mars, en í ljósi þess að kjara­ samningur FG var laus var ekki tryggt að félagsmenn fengju þessa hækkun eins og aðrir. Ríkissáttasemjari lagði til við samn­ inganefndirnar að aðilar endurnýjuðu viðræðuáætlun sín á milli til 28. febrúar 2014. Hann lagði auk þess til að laun félagsmanna í FG hækkuðu þann 1. mars 2013 um 4%. Framlag, annað hvort til Vonarsjóðs eða Sjúkrasjóðs KÍ, yrði hækkað í áföngum um 0,1% eigi síðar en 1. janúar 2015, en það yrði útfært nánar í næsta kjarasamningi. Annaruppbætur yrðu 69.000 kr. í júní og desember 2013, eins og samið var um 2011. Stjórn, samninganefnd og svæðafor­ menn FG héldu fundi með kennurum víða um land í vetur. Farið var í marga skóla, trúnaðarmannfundir haldnir og opnir samráðsfundir með kennurum. ætla má að kennaraforystan hafi hitt og rætt við á annað þúsund kennara áður en samkomulagið var gert. Á fundunum var farið yfir stöðu kjara­ mála og hugmyndir félagsmanna um framhald þeirra. Mennta­ og menningarmálaráðu­ neytið, Samband íslenskra sveitar­ félaga, Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara hafa ákveðið að standa sameiginlega að greiningu á framkvæmd stefnunnar „Skóli án að­ greiningar“, hvort settum markmiðum hafi verið náð og hvernig eigi að starfa að þeim í framhaldinu. Að auki munu sömu aðilar ræða um hvernig staðið skuli að innleiðingu Aðalnámskrár fyrir grunnskóla. Á næstu vikum munu þessir aðilar gera verkáætlanir um framkvæmd verkefnisins. SKÓLaStjÓraFéLag ÍSLandS Texti: Svanhildur M. Ólafsdóttir, formaður SÍ. Skólastjórafélag Íslands er með bund­ inn kjarasamning frá 1. maí 2011­31. janúar 2014, en skv. niðurstöðu for­ sendunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildar­ félaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ vegna kjarasamninga aðila frá 2011 var samn­ ingstíminn færður fram um 2 mánuði. Vinna við kröfugerð hófst á ársfundi félagsins, þann 13. október 2012, en meginefni þess fundar var undir­ búningur fyrir næstu kjarasamninga. Þar komu fram hugmyndir, sjónarmið og ábendingar frá deildarstjórum, aðstoðar skólastjórum og skólastjórum um kröfur og hvað mætti betur fara í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Unnið var úr þessum gögnum á vinnu­ fundi stjórnar, samninganefndar, kjara­ ráðs og skólamálanefndar 28. febrúar – 1. mars, sett fram drög að markmið­ um til 2024 og þeim forgangsraðað. Meginmarkmiðin eru að laun skóla­ stjórnenda verði sambærileg launum sérfræðinga og stjórnenda hjá ríki og á almennum vinnumarkaði, og að laun og launaröðun skólastjórnenda byggist á námi, stjórnunarreynslu og stjórnunarumfangi hvers skóla. Staðan í kjaramálum aðildarfélaga KÍ Formönnum aðildarfélaga KÍ var falið að gera stutt- lega grein fyrir stöðu kjaramála í félögum sínum. Hér er farið yfir aðgerðir og helstu atburði kjarabaráttunnar undanfarið ár og sagt frá því sem fram undan er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.