Konan og nútíminn - 01.04.1936, Side 15

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Side 15
[Konan og nútíminn] lagaþrunginn leik, því við hjartastað hennar ligg- ur fjöregg menningarinnar geymt. Spjótsoddurinn myndi’merja það fyrst. Þig hryllti við hinum ægilegu fregnum, sem þú last þarna í blöðunum. Athugaðu samt veður- horfurnar vel, hve ískyggilegt sem útlitið verður. Gættu þess, að þér er ekkert mannlegt óviðkom- andi. Og hvenær sem þú sér þess vott, að heims- menningin mundar rýtinginn við brjóst þitt, þar sem hjartað slær, og þar sem hennar eigið fjör- egg liggur falið, þá er úrslitastundin í nánd. Enn er fjöreggið heilt og óskaddað. En hve lengi? Ef til vill verður það enn þitt hlutverk að finna úrræðin, sem duga“. Gyðjan fagra brýndi röddina með alvöru og þunga: „Kona, hvar sem þú ert stödd, hvaða flokki og þjóðerni, sem þú tilheyrir, hvort sem þú ert ung eða öldruð. Það ert þú, sem ert móðir og ljósmóðir alls hins nýskapaða og vaxandi. í eðli þínu og innræti býr lífgjafarmáttur og gróðr- armagn, sem streymir án afláts til alls þess, sem fæðist og rís á jörðu hér. Þessvegna ert þú og verður alltaf lífvörður menningarinnar, og þess vegna. er ábyrgð þín svo mikil. Starf þitt er kær- leiksvörn í þjónustu hins gróandi lífs. Minnstu þess“. Dísin sveipaði um sig blæjunni og leið fjær. Konan stóð og starði fram fyrir sig. Fréttablöðin og verkfærin lágu enn á borðinu. Sýnin var horfin. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þjáningarlausar fæðingar í Sovét-Rússlandi. Árið 1935 heppnaðist rússneskum prófessor, Lurie að nafni, að finna deyfingarmeðöl, sem gera það að verkum, að konur finna ekki lengur til við fæðingar. Deyfingaraðferð þessi er alveg hættu- laus fyrir konurnar. í Moskva hafa þeg'ar farið fram 1500 þjáning- arlausar fæðingar. Verið er að undirbúa að inn- færa þessa fæðingaraðferð við allar fæðingar- stofnanir víðsvegar um ríkin, fá yfirsetukonur og læknar sérstaka fræðslu um þær, auk þess sem þær verða skyldunámsgrein við læknaskólana. (Kaminski.) t í Austurríki hafa verið gefin út lög, sem banna giftum konum að ganga í skóla eða iðka nám við menntastofnanirnar. Já, kom þií blessuð. - Eftir Huldu. Já, kom þú blessuð sunnan, sól, og seg: Ég hefi engu gleymt, allt rætist enn, um birtu og blóm, sem börn í myrkri hefir dreymt. Mín veslings jarðar villtu börn, þó víki Ijósið ykkur frá, það rennur aftur ungt og heitt og eilífnýtt, sem lífsins þrá. En liversu lengi Ijóma skal mitt líknarblys á heift og kvöl? Hve oft skal auga sólar sjá þá sömu eymd og villuböl? Hve lengi hin milda móðir jörð að metta allt og blessa allt, en börnin fárvillt greiða gjald í grimmd og villu — þúsundfalt? Hve lengi snilld, er guð þeim gaf, í grimmdarþágu notuð skal? Hve lengi blóði blandað haf, og blessuð mold því saurguð af? Hve lengi strítt, hve lengi ætt? Ó, litlu, heimsku foldarbörn, þið brjótið ykkar beztu gull og brennið eigið lán og vörn. Æ, hættið, hættið Ijótum leik, öll líkn er þreytt, öll von er mædd. Sjálf náttúran, sem ykkur ól, um endalokin mannlífs hrædd. Mitt blys er enn jafn bjart sem fyr, öll blessun stærri en ykkar þörf. Þið börn, sem æðið, breytið leik og brekafýsn í göfug störf. I ykkar tryllta ærslahóp margt undrabarnið leið og beið þess dags, er jörðu flytti frið og felldi lás að blindri neyð. Enn gef ég Ijós, enn gefur líf, mér geisla vonar fram á stig, að rætist draumur allra og alls þú, eilíf blessun guðs, um þig. HULDA. 15 1

x

Konan og nútíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.