Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 7
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Keldu hverfi var fjárskiptafé þó sótt af svæðinu austan Jökulsár á Fjöllum, og kom þannig talsvert af forystufé þangað. Þaðan fluttist það í fjárskiptum nokkrum árum síðar í Eyjafjarðarsýslu norðan Akureyrar, Skagafjarðarsýslu austan Héraðsvatna og einnig á stór svæði í Árnessýslu. Örfáar forystukindur munu hafa komið á svæðið milli Blöndu og Héraðsvatna af Sléttu. Á önnur svæði þar sem fjárskipti fóru fram á þessu tímabili mun forystufé vart hafa komið.23 Dreifing forystufjár á svæðið frá Hvalfjarðarbotni að Héraðsvötnum í Skagafirði, að Vestfjörðum undan- skildum, hófst síðan með sæðingum úr forystuhrútum í Árnessýslu árið 1956. Þessi dreifing lagðist þó fljót- lega af, en hófst síðan aftur um 1980, þegar forystuhrútar komu á sæðingastöðvarnar sem þá störfuðu. Fé af forystufjárkyni á þessum stóru landsvæðum er þess vegna orðið til með notkun sæðinga um langt árabil, eða þá með kaupum á haust- lömbum á síðustu árum frá þeim svæðum þar sem þetta fé hefur lengi verið að finna. Að auki má ekki alveg útiloka einhverja ólöglega flutninga á slíku fé.24 Grunninn að því forystufé sem nú er að finna í landinu er því alfarið að finna í Norður-Þingeyj- arsýslu austan Jökulsár á Fjöllum. Stofninn á því svæði var eitthvað örlítið blandaður á fyrri helmingi síðustu aldar með forystufé úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu og af Jökuldal, og jafnvel víðar af Austurlandi. Þegar fjárskiptin stóðu yfir um miðja 20. öld skrifaði Hjörtur E. Þórarinsson grein25 þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að huga að varðveislu hins sérstaka fjárstofns sem forystuféð væri. Hann taldi að í forystufénu hefðu varðveist ýmsir frumstæðustu eiginleikar sauðfjár og óttaðist að stofninum yrði útrýmt í þeim ósköpum sem fjárskiptin voru. Hjörtur lagði til að einhver eyjanna fyrir Norðurlandi yrði nýtt til varðveislu. Líklega eru þetta fyrstu skrif um nauðsyn þess að vernda erfðaauðlindir hér á landi. Skömmu áður hafði Halldór Pálsson26 lagt til að fyrirhugaður þjóðgarður á Þingvöllum yrði m.a. notaður til að sýna almenningi forystufjárstofninn. Þörfin á verndun forystufjár var síðan tekin upp á Alþingi árið 1976 þegar Sigurður Björgvinsson,27 sem þá var bóndi á Neistastöðum í Flóa, flutti frumvarp um að breyta búfjárræktarlögum þannig að sæðingastöðvarnar skyldu bjóða sæði úr forystuhrútum til að auðvelda eigendum forystufjár viðhald stofnsins og varðveislu. Var frumvarp Sigurðar samþykkt. Eftir þetta komu forystuhrútar á stöðvarnar og hefur verið þar að finna alla tíð síðan. Fyrstu tilraun til að áætla fjölda forystufjár í landinu gerði Lárus G. Birgisson28 árin 1991 og 1992 og náði skráning hans til 1448 gripa. Um þriðjungur af þessu fé var blendingsgripir en hitt talið í hrein- rækt. Lárus áætlar að hann hafi náð að festa hendur á upplýsingum um 90% af öllu forystufé í landinu á þeim tíma. Hann skráði aðeins kyn, lit og hornalag hjá þessum gripum. Ætternisskráning fór ekki fram þó að margir af heimildamönnum hafi látið slíkar upplýsingar fylgja, en þær hafa komið að notum hér. Meginefni ritgerðar hans eru gerð skil í grein í Sauðfjárræktinni.29 Sigríður Jóhannesdóttir30 safnaði ætternisupplýsingum um forystufé um allt land árin 2003 og 2004 og lagði mat á skyldleikarækt í stofn- inum. Í skrá hennar er getið um nálægt 500 lifandi einstaklinga af forystufjárstofni. Margháttaðir ann- markar reyndust á að ná þéttum ætt- ernisgögnum um forystuféð. Gögn þau sem safnað var vegna verk- efnis Sigríðar hafa þó komið að miklum notum í þessari rannsókn. Í verkefnum Lárusar og Sigríðar var verndun forystufjárstofnsins til framtíðar einnig til umfjöllunar. Í verkefni sem Hafdís Stur- laugs dóttir31 vann á árunum 2007 og 2008 um beitarhegðun sauðfjár kom forystufé við sögu. Gripirnir voru með senditæki og reyndust ákveðin vandkvæði við að staðsetja forystuféð innan rannsóknarsvæðisins og var beitar- svæði þess greinilega dreifðara en hjá hinu fénu. Í rannsókn Hafdísar var einnig lagt fyrir ærnar að leita ungra lamba sinna í völundarhúsi og kom greinilega í ljós að forystuær voru mun fljótari að finna lömb sín en aðrar ær. Einkenni forystufjár Staðlaða lýsingu á íslenska for- ystufénu er ekki að finna, en á allmörgum stöðum er lýst ýmsum sérkennum þess og ein- kennum.3,21,28,32,33 Hér á eftir er gerð tilraun til að fella í samfelldan texta helstu atriði sem þar koma fram. Forystufé er yfirleitt fremur háreist og fylgist þannig vökulum augum með fjárhópnum sem það er í. Það er kvikt í hreyfingum og vekur fljótt athygli í fjárhópi. Augun eru stór, augnaráðið rannsakandi, og augun oft dekkri en í öðru fé. Hausinn er yfirleitt grannur og raunar skrokkurinn allur. Bolurinn er yfirleitt þunnvaxinn og hávaxinn. Vöðvar eru mun þynnri og fita á skrokk miklu minni en hjá öðru fé og einnig er forystuféð mjög kviðlétt. Féð er háfætt með netta og rétta fætur og vel lagaðar klaufir. Það hefur annað og harðara göngulag en annað fé, og fer á nokkurs konar brokki, en einnig kemur fyrir að það tekur töltspor. Mikill munur á bollögun forystufjár og annars fjár er vel staðfestur með mælingum Lárusar G. Birgissonar.28 Algengt er að fullvaxnar forystuær séu 15–20 kg léttari á fæti en meðalær í hjörðinni. Breytileiki í stærð er þó verulegur hjá forystufé. Ullin er yfirleitt minni að vöxtum en hjá öðru fé, einkum er þel lítið en fínt, og reyfið því frekar slétt en tog fremur gróft. Um sérstöðu í útliti, litum og hornalagi verður fjallað síðar. Munur forystufjár og annars fjár í útlits- og byggingareiginleikum er þannig umtalsverður en helsta sérstaða forystufjárins er þó talin liggja í hegðunareiginleikunum. Forystueiginleikinn lýsir sér þannig að forystukindin fer fyrst í sínum hópi, velur bestu leiðir NFr_3-4 2015_final.indd 99 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.