Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 33
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Svipað mynstur og hér hefur verið lýst fæst með því að kortleggja þá veðurfarsþætti sem ein- kenna landrænt og hafrænt lofts- lag. Gildir þá einu hvort kortlögð eru hámarkshitastig á sumrin, lágmarkshitastig á vetrum eða hita- sveifla dægra eða árstíða. Útkoman verður svipuð, landrænt loftslag einkennir norðaustanvert landið (8. mynd) en hafrænt loftslag er ríkjandi á Suður- og Vesturlandi. Snjóalög hafa mikil áhrif á útbreiðslu margra plöntutegunda. Gildir það bæði um hinar svo- kölluðu snjódældategundir, sem vaxa nær eingöngu í snjódældum þar sem snjórinn liggur lengst, og um margar aðrar plöntur sem eru háðar snjóþekju á vetrum þótt þær þrífist ekki í sjálfum snjódældunum. Harðgerðar snjódældaplöntur eins og fjallasmári (Sibbaldia procumbens) og grámulla (Omalotheca supina) þrífast í snjódældum um allt land, einnig hátt til fjalla. Aðrar plöntur, viðkvæmari fyrir vetrarveðrum, þrífast aðeins í þeim landshlutum þar sem snjóþungt er á láglendi. Dæmi um þær eru skollakambur (Blechnum spicant), þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium) og skollaber (Cornus suecica, 9. mynd), en heldur harðgerðari eru skjaldburkni (Poly- stichum lonchitis) og litunarjafni (Di - phasiastrum alpinum) (10. mynd, sbr. Nardus stricta-flokk í Wasowicsz o.fl. 20149). Útbreiðsla tveggja síðast- nefndu tegundanna sýnir glögglega hvernig snjóþungu svæðin á norðan verðu landinu eru út við ströndina undir strandfjöllunum, en sunnar (Borgarfirði og syðri hluta Austfjarða) er orðið hlýrra við ströndina og snjóþyngslin því mest inni í dalbotnum. Þessar snjóháðu tegundir sem hér hefur verið fjallað um sýna útbreiðslumynstur sem flokkast undir miðsvæðaútbreiðslu (e. centric species) í skilningi Steindórs Steindórssonar.3,4 Steindór tengdi þetta útbreiðslumynstur þeim svæðum sem líklega hafi verið auð á síðustu jökulskeiðum ísaldar, og skýrði útbreiðslu þessara tegunda nú út frá þeirri tilgátu að þær 8. mynd. Kort sem sýnir lágmarkshita vetrar (frost) yfir landið á árunum 1971–1980 endurspeglar landrænt (brúnt) og hafrænt (blátt) loftslag. Teiknað eftir gögnum frá Veðurstofu Íslands. – Minimum temperatures of the Icelandic winter mapped for the years 1971–1980 reflects the regions with relatively continental (brown) and oceanic (blue) climate. Drawn from data of the Icelandic Meteorological Institute. 10. mynd. Samanlögð útbreiðsla nokkurra snjóháðra tegunda. Á dökkbrúnum svæðum vaxa þær tegundir sem mesta kröfu gera til snjólegu á láglendi (skollakambur, þúsundblaðarós og skollaber). Ljósbrún svæði sýna útbreiðslu tegunda sem minni kröfur gera (skjaldburkna og litunarjafna). – Summarized distribution pattern of several snow-dependent species. Regions of species most dependent on snow shelter in the lowland (Hard Fern, Alpine Lady-fern and Dwarf Cornel) are shown in dark brown, less demanding are Holly fern and Alpine clubmoss shown in light brown. 9. mynd. Útbreiðslukort skollabers (Cornus suecica). Það finnst einkum þar sem snjóþungt er á láglendi. – The distribution pattern of Dwarf Cornel (Cornus suecica). It is only found in regions with heavy snow cover in the lowland. NFr_3-4 2015_final.indd 125 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.