Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 64
Náttúrufræðingurinn 156 Borgin býður Perluna undir náttúrusýningu Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að breyta Perlunni í þeim tilgangi að koma þar fyrir náttúrusýningu. Hyggst borgin auglýsa eftir einkaaðilum til að fjármagna og reka slíka sýningu. Perluvinir ehf., er nýstofnað félag áhugamanna sem hyggst taka þátt í þessu verkefni. Á stofnfundi félagsins í Safnahúsinu 27. október s.l. kom fram að hugmyndin að náttúrusýningu í Öskjuhlíð er ekki ný af nálinni. Fyrstur til að kynna hana var Jóhannes Kjarval listmálari, ára- tugum áður en Perlan var byggð. Hugmyndin fékk byr undir báða vængi á árunum eftir 2011 og í apríl 2013 sömdu ríki og borg um að ríkið tæki Perluna á leigu undir sýningu á vegum Náttúruminjasafns Íslands. En eins og svo oft áður í 126 ára sögu baráttunnar fyrir Náttúruminjasafni varð ekkert úr framkvæmdum og svo virtist sem málið hefði gufað upp. Nú er málið hins vegar aftur komið á dagskrá hjá borginni, sem hefur óskað eftir samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag þar um. Náttúrusýningu í Perlunni er ætlað að stuðla að auknum skilningi á náttúru Íslands og dýpka upplifun af kynnum við landið. Sýningunni er ætlað að fjalla um náttúru landsins, sérkenni hennar og þróun, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúru vernd. Perluvinir ehf. er almennt hluta- félag sem er öllum opið. Félagið hefur ráðið sér framkvæmdastjóra, Helgu Viðarsdóttur, viðskipta- og markaðsfræðing, og hefur hún þegar tekið til starfa. Helga hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs 66°N og Norræna hússins. Þeim sem vilja gerast hluthafar í félaginu er bent á að hafa samband á netfanginu helga@ perluvinir.is „Nú þegar Reykjavíkurborg býður fram Perluna í Öskjuhlíð í þessu skyni gefst tækifæri sem beðið hefur verið eftir í 126 ár. Við getum ekki látið það fram hjá okkur fara, enda eru flestir sammála um að þar sé einstök staðsetning og aðstaða fyrir slíkt sýningarhald,“ segir Finnbogi Jónsson, verkfræðingur, formaður Perluvina ehf. Aðal- og varastjórn félagsins frá vinstri: Sveinbjörn Björnsson, varamaður, Hjörleifur Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, meðstjórnendur, Finnbogi og Álfheiður Ingadóttir, varamaður. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. Árni Hjartarson, formaður HÍN rakti sögu félagsins og baráttuna fyrir náttúruminjasafni í höfuðborginni. Fundarstjóri, Helgi Jóhannesson til vinstri. Stofnfélagar í Safnahúsinu 27. október s.l. voru á sjöunda tug talsins. NFr_3-4 2015_final.indd 156 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.