Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 112 viðhaldi stofnsins en ekki virðist þó ástæða til að auka þær frá því sem nú er. Notkun hrútanna eins og nú er, í tvö ár, eitt á hvorri stöð, virðist fljótt á litið heppileg. Velja ber unga hrúta til notkunar og að sjálfsögðu eins fjarskylda undanförum sínum og kostur er. Ekki má aftur eiga sér stað slys við sæðisnotkun eins og varð við ofnotkun Blesa fyrir áratug og áður var rætt. Miklu varðar að hin farsæla ræktun á kjarnasvæðinu á norðausturhluta landsins haldi áfram á líkan hátt og undanfarna áratugi. Tryggja þarf varðveislu sæðis í genabanka sæðingastöðvanna. Slík varðveisla er þegar hafin. Hið tiltölulega langa ættliðabil á móðurhliðina í stofninum er mjög jákvætt með tilliti til skyldleikaræktar. Dreifing stofnsins á mikinn fjölda fjárbúa um allt land er einnig jákvæð og skapar auk þess margfalt öryggi við verndun stofnsins samanborið við færri og stærri einingar. Varðveislan sem hér er lýst er að öllum líkindum nánast einsdæmi um prýðilega verndun mjög lítils stofns.46 Bæta þarf skráningu ætternis- upplýsinga um forystufé í landinu. Margir bændur hafa haldið því utan almenns skýrsluhalds vegna takmarkaðra afurða. Bjóða ber skráningu þess í skýrsluhaldinu án þess að það sé reiknað með í afurðauppgjöri búsins. Með því að vinna áfram á þeim grunni sem fenginn er með þessari rannsókn ætti að vera mögulegt að koma á fullkomnu ættarbókhaldi um allt forystufé í landinu. Þetta er nauðsynlegt til að hafa yfirsýn um þróun stofnsins. Áhugavert er að ætla nýstofnuðu Forystufjársetri hlutverk í þessu sambandi (sjá kassa á bls. 110). Við teljum að forystuféð með sína einstæðu eiginleika hafi verið hér á landi allt frá landnámstíð. Hafi það borist hingað með landnámsmönnum var þetta fé að finna í nálægum löndum þegar þeir lögðu upp í ferð sína til Íslands. Spurningunni um það hvers vegna þetta fé hefur horfið í öðrum löndum verður ekki svarað. Líklegast er samt að skýringa sé að leita í því að hér höfðu eiginleikarnir hagnýta þýðingu í fjárbúskap en hafa ef til vill verið taldir neikvæðir í öðrum löndum og þar valið gegn þeim. Notagildi forystufjár er nú takmarkað í samanburði við það sem áður var (15. mynd). Ljóst er þó af því sem hér hefur verið rakið að um einstæða erfðaauðlind er að ræða. Mikil ábyrgð liggur því á herðum okkar að varðveita hana og er sjálfsagt að nýta sér öfluga erlenda þekkingu í því skyni.46 Reynsla síðustu áratuga, sem hér hefur verið lýst, er um flest jákvæð og traustur grunnur að styðjast við. Jafnframt virðist ástæða til að huga vel að öllum möguleikum til aukinnar verðmætasköpunar. Í því sambandi beinast augu að möguleikum á útflutningi. Stofninn og sumir eiginleikar hans eru einstakir og líklegt er að finna megi markað fyrir þetta sérstaka fé víða um heim. Hugmyndir hafa komið fram um að það geti haft hlutverk við að draga úr tjóni af völdum rándýra.8,47 Á næstu áratugum gæti það fetað slóð íslenska hestsins í útflutningi. Við slíkar ráðagerðir skiptir máli að forystuféð teljist sérstakt fjárkyn en ekki undirstofn Íslensks fjár. Ljóst er að forystuféð er frábrugðið öðru fé. Bæði í atferli og útliti er sérstaða þess svo mikil gagnvart öðru íslensku fé, miklu meiri en oft er á milli erlendra fjárkynja, að hún réttlætir skráningu þess sem sérstaks kyns. Tillaga höfunda er að eftirleiðis verði það gert. SUMMARY Leadersheep in Iceland In the first part of this article there is a review of written information on the Icelandic leadersheep which is consid- ered to be a special strain within the Iceland breed of sheep. These sources are sporadic and do not represent a com- plete picture of the development of the population. The leadersheep strain has been known to exist in Iceland ever since the settlement of the country over 1100 years ago. There was a major bot- tleneck in the population due to an ex- tensive sheep disease eradication pro- gramme in the middle of the 20th century. The leadersheep of Iceland appear to be unique on a world scale. The character- istics of leadersheep are described. 15. mynd. Forystufé á Brúnastöðum í Flóa fer fyrir hjörðinni við innrekstur haustið 2012. – Leadersheep at Brúnastaðir Farm in Flói, S-Iceland, leading the flock when driven to the sheephouse in the autumn of 2012. Ljósm./Photo: Ágúst Ketilsson. NFr_3-4 2015_final.indd 112 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.