Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 66
Náttúrufræðingurinn 158 Anthelia-Skorpen. Paa gruset, leret eller stenet Bund findar man meget hyppig í Fjeldene, i en Højde fra 300–790 M., tiltagende med Højden, en graafarvet, pletvis udbredt Skorpe. Den er udelukkende dannet af Anthelia nivalis. Indblandet i den traf jeg undertiden Grimmia [Rhacomitrium] hypnoides, G.[R.] ericoides og Salix herbacea. Dette Anthelietum grænser ofte til Salix Aereoffrt-Lavningerne.2 August Hesselbo lýsir mosagróðri í „Anthelia flats“ á þessa leið í Botany of Iceland 1918: In damp parts of the rocky flat, especially where the snow- water from the melting snow- flats spreads out over the ground, extensive flats of greyish-black or bluish-black colour are very commonly met with, and these are principially formed of Anthe- lia Juratzkana. Interspersed in this Anthelietum occur several other Bryophyta, of which the most frequent are Alicularia scalaris, A. geoscypha and Lophozia alpestris, with scattered plants of Polytrichum sexangulare, Oligorichum hercynicum and Pohlia gacilis protrude here and there. Pleuroclada albescens is also commonly met with.3 Steindór Steindórsson frá Hlöðum fór víða um miðhálendi Íslands og kannaði gróður. Birtust niðurstöður hans fyrst í ritgerð um gróður á miðhálendinu í Botany of Iceland 1945.4 Þar getur hann um þetta gróðurlendi í norðurhlíðum fjalla á Landmannaafrétti, „an association rich in Anthelia, probably a kind of snow-patch association, in which, however, essentially the same phanerogams as in the Grimmia- heath [gamburmosaþembu] are found.“ Í bókinni Gróður á Íslandi 1964 kallar Steindór þetta gróðurhverfi snjómosadældir, og flokkar undir gróðurlendið snjódældir, og lýsir því svo: Þegar gróður grasvíðidældarinnar tekur að gerast ósamfelldur, er það jafnan svo, að milli víðiblettanna er flag, sem virðist allsnakið, en sé betur að gætt, er yfirborðið þakið hálfskorpukenndum hálfmosum, sem oft eru hélugráir á litinn, og ég hefi kallað snjómosa (Anthelia). Þegar þessir snjómosablettir þekja meiri hluta dældarinnar, er komið í snjómosadældina. Mörkin milli hennar og grasvíðidældarinnar eru engan veginn skörp, því að þær fræplöntur, sem vaxa í snjómosadældinni, eru allar hinar sömu og í grasvíðidældinni, en einungis miklu strjálli, en vitanlega vaxa ekki allar tegundir grasvíðidældarinnar þar. Helstar eru grasvíðir, grámulla, fjalladúnurt, fjallapuntur og fjalladepla. Venjulegast er snjómosadældin einungis hátt til fjalla. Þó getur hún einnig fundist neðar í hlíðum, þar sem skaflar liggja óvenju lengi fram eftir sumri, því að hún er hvarvetna vitnisburður þess að snjór liggur lengi sumars, og sprettutími plantnanna er því mjög stuttur.5 Í ritgerð sinni Um hálendisgróður Íslands í tímaritinu Flóru 1966, kallar Steindór þetta gróðurfélag (sem hann nefndi gróðurhverfi) mosamold, og flokkar undir „mosaheiði (Rhacomitrium heath)“. Mosamoldin er þar sem jarðvegur er rakur, og snjór liggur alllengi, án þess þó að um svo langvarandi snjólag sé að ræða, að hreinn snjódældagróður komi fram. Oft er mosamoldin forsælumegin í fjöllum og hæðum, í líkri hæð og brekkugróður eða mosaheiði er sólarmegin. Hefi ég áður lýst því lauslega. (Steindórsson 1945, p. 450 [sbr. tilvitnun að ofan]). Yfir að líta er mosamoldin líkust ósléttu eða hrjónóttu moldarlagi, því að allt yfirborðið er með smáhrukkulaga þúfum, fárra sm háum. Moldin er þó ekki laus eða ber, heldur bundin saman af mosum. Mest ber þar á hálfmosum, einkum snjómosa (Anthelia), en sennilega eru þar fleiri tegundir, og ýmsir brúnmosar eru þar, og stundum smáþófar af gamburmosa (Rhacomitrium), en aldrei svo að hann setji nokkurn svip á landið eða nái verulegum fleti... 6 Í athugasemd aftan við þennan kafla, sem skrifaður var rúmum áratug áður en greinin birtist, segist Steindór nú hallast að því „að mosamoldin nálgist snjódældir, og eigi ef til vill best heima í því gróðurlendi.“ Í ritgerð okkar Harðar 2. mynd. Mosaskorpa á grýttu landi á Gagnheiði, um 700 m hæð yfir sjó. Dæmigerð hrjón og blágrár litur einkenna skorpuna, en í grænu reitunum eru ýmsir blaðmosar. Ljósm. höf., 1998. NFr_3-4 2015_final.indd 158 30.11.2015 16:35

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.