Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 5
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Ágœtu hjúkrunarfrœöingar Á þessu hausti hafa stórir atburðir átt sér stað í málefnum hjúkrunarfræðinga á íslandi. Hér kemur fyrir sjónir ykkar 1. tölublað nýs fagtímarits hjúkrunarfræðinga sem bæði félög hjúkrunarfræðinga standa að. Næsta tölublað verður hins vegar gefið út af nýju félagi hjúkrunarfræðinga, þar sem hjúkrunarfræðingar samþykktu nú á dögunum í allsherjaratkvæðagreiðslu að leggja niður Félag háskólamenntaðra hjúkrunafræðinga og Hjúkrunarfélag íslands til að stofna nýtt félag hjúkrunarfræð- inga 15. janúar nk. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mjög góð og meira en 95% þeirra er greiddu atkvæði svöruðu spurningunni um sameiningu játandi. Þessi niðurstaða sýnir ótvírætt vilja hjúkrunarfræðinga til að starfa saman í einu félagi. Nú horfa hjúkrunarfræðingar á íslandi fram til nýrra tíma þar sem áhersla verður lögð á að byggja upp sterkt fag- og stéttarfélag allra hjúkrunarfræðinga. Samstaða hjúkrunarfræðinga hefur mikla þýðingu fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Við stofnun nýs félags opnast ótvírætt margir möguleikar til að vinna að framgangi hjúkrunar og mótun heilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum hjúkrunarfræðingum til hamingju með hið nýja Tímarit hjúkrunar- fræðinga og óskum tímaritinu og nýju félagi hjúkrunarfræðinga velfarnaðar í framtíðinni. Vilborg Ingólfsdóttir, Ásta Möller, formaður Hjúkrunarfélags íslands formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Fyrir greinahöfunda Stefna Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út fjórum sinnum á ári, í mars, júní september og desember. Það er fyrst og fremst vettvangur fræði- legrar umræðu um hjúkrun. Jafnframt er því ætlað að endurspegla fjölbreyttan starfsvettvang hjúkrunarfræðinga. í tíma- ritinu eru birtar greinar um hjúkrunar- störf, nýjar rannsóknir í hjúkrun, viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til hjúkrunar- fræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga er ekki vett- vangur fyrir félags- og sérhagsmunamál hjúkrunarfræðinga. Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur blaðsins sé í samræmi við rit- stjórnarstefnu þess. Ritnefnd ber ábyrgð á faglegu efni blaðsins, að það sé í samræmi við rit-.'- stjórnarstefnu þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað hvað varðar málfar, útlit og efni. Áhersla er lögð á að faglegar greinar standist vísindalegar kröfur. Þess vegna setur ritnefnd reglur um það hvernig höfundum ber að skila efni til blaðsins. Leiðbeiningar Greinahöfundar eru vinsamlegast beðnir um að skila greinum til Tímarits hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Skilafrestur rannsóknar- greina er minnst tveimur mánuðum fyrir fyrsta þess mánaðar sem næsta tölublað kemur út í. Skilafrestur annars konar efnis er samkvæmt umtali hverju sinni. Ritnefnd áskilur sér rétt til að birta eða hafna greinum og jafnframt leita umsagnar annarra aðila. Ritnefnd áskilur sér rétt til að setja greinar upp og aðlaga að útliti blaðsins. Greinum skal skilað í þríriti hverju sinni. Endanlegri gerð skal skila á tölvudisklingi. Hafið 3 sm spássíu vinstra megin og 2 sm hægra megin á sfðu, tvöfalt línubil, 12 þunjcta letur. Vandið málfar og íslenskið erlend orð ef það er unnt. Sé um sjald- gæfa þýðingu orða að ræða skal setja erlenda orðið aftan við það fslenska í sviga. Skammstafanir skulu útskýrðar í fyrsta skipti sem þær koma fram. Myndir og teikningar skulu vera nægilega skýrar til að hægt sé að prenta beint eftir þeim. Heimildalisti takmarkast af tilvísunum í viðkomandi grein. Uppsetning greinanna skal vera samkvæmt reglum ameríska sálfræðinga- félagsins. Upplýsingar um þær er að flnna í bókinni Publication manual of the American Psychological Association og í íslenskri þýðingu í bókinni Gagnfrœða- kver handa háskólanemum, eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Um rannsókna- og fræðigreinar gildir eftirfarandi: Á fyrstu stðu skal koma fram nafn höfunda(r), starfsheiti og upplýsingar um náms- og starfsferil. Á annarri sfðu skal vera titill greinar og stuttur útdráttur úr efninu. Á eftirfarandi síðum fylgir greinin uppsett samkvæmt ofangreindum reglum. Athugið vel að heimildalistar og tilvísanir séu rétt og vísið skýrt í myndir og töflur í texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.