Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 6
» ■ ■ ilnrwgil I Inl'ITnrmntlTffl Hjúkrunarfræðingar á Landspítala fagna útkomu nýs Tímarits hjúkrunarfræðinga og óska þess, að það megi efla faglega þróun hjúkrunar og auka samstöðu meðal hjúkrunarfræðinga. Við óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild 3 (11 - G) Lausar verða tvær stöður frá áramótum og tvær frá fyrsta mars. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild, sem er í örri þróun m.a. vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Byrjað var með einstaklingshæfa hjúkrun um miðjan september s.l. Haldin hafa verið námskeið fyrir nýtt starfsfólk í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga með góðum árangri og mun það verða endurtekið í mars. Á námskeiðinu fer fram markviss aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Jafnframt eru fyrirlestrar einn eftirmiðdag í viku, í 6 vikur. Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdóttir, í sima 601340, og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/602266. Skurðdeild Sérlærður hjúkrunarfræðingur óskast, einnig eru almennir hjúkrunarfræðingar velkomnir í aðlögun á deildina. Upplýsingar veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601000/601304. Öldrunarlækningadeild Hjúkrunarfræðingur óskast á deild I. Upplýsingar veitir Anna Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601000/601304. Lyflækningadeild - hjartadeild Deildin er þekkt fyrir gott skipulag og fagmannleg vinnubrögð. Upplýsingar veita Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrundardeildarstjóri, í síma 601250, og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/601304. Barnaspítali Hringsins Frá áramótum vantar nokkra hjúkrunarfræðinga í eitt ár vegna námsleyfa. Ennfremur eru lausar stöður á barnadeild 3, 13 - E, handlækningadeild fyrir börn 2-16 ára, og vökudeild, gjörgæslu nýbura. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í sima 601000/601033, og deildarstjórar viðkomandi deilda. Gjörgæsludeild Landspítalans Hefur þú áhuga á lærdómsríku krefjandi starfi? Vegna aukinnar starfsemi vantar okkur fleiri hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítala á næsta ári. Góð aðlögun í boði. Upplýsingar veita Edda Alexandersdóttir, deildarstjóri og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000. Bráðamóttaka Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir. Upplýsingar veitir Gyða Baldursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601010, og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000. Allar deildir bjóða góða og markvissa aðlögun og semja um ráðningartíma og starfshlutfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.