Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 6
» ■ ■ ilnrwgil I Inl'ITnrmntlTffl Hjúkrunarfræðingar á Landspítala fagna útkomu nýs Tímarits hjúkrunarfræðinga og óska þess, að það megi efla faglega þróun hjúkrunar og auka samstöðu meðal hjúkrunarfræðinga. Við óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild 3 (11 - G) Lausar verða tvær stöður frá áramótum og tvær frá fyrsta mars. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild, sem er í örri þróun m.a. vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Byrjað var með einstaklingshæfa hjúkrun um miðjan september s.l. Haldin hafa verið námskeið fyrir nýtt starfsfólk í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga með góðum árangri og mun það verða endurtekið í mars. Á námskeiðinu fer fram markviss aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Jafnframt eru fyrirlestrar einn eftirmiðdag í viku, í 6 vikur. Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdóttir, í sima 601340, og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/602266. Skurðdeild Sérlærður hjúkrunarfræðingur óskast, einnig eru almennir hjúkrunarfræðingar velkomnir í aðlögun á deildina. Upplýsingar veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601000/601304. Öldrunarlækningadeild Hjúkrunarfræðingur óskast á deild I. Upplýsingar veitir Anna Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601000/601304. Lyflækningadeild - hjartadeild Deildin er þekkt fyrir gott skipulag og fagmannleg vinnubrögð. Upplýsingar veita Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrundardeildarstjóri, í síma 601250, og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/601304. Barnaspítali Hringsins Frá áramótum vantar nokkra hjúkrunarfræðinga í eitt ár vegna námsleyfa. Ennfremur eru lausar stöður á barnadeild 3, 13 - E, handlækningadeild fyrir börn 2-16 ára, og vökudeild, gjörgæslu nýbura. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í sima 601000/601033, og deildarstjórar viðkomandi deilda. Gjörgæsludeild Landspítalans Hefur þú áhuga á lærdómsríku krefjandi starfi? Vegna aukinnar starfsemi vantar okkur fleiri hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítala á næsta ári. Góð aðlögun í boði. Upplýsingar veita Edda Alexandersdóttir, deildarstjóri og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000. Bráðamóttaka Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir. Upplýsingar veitir Gyða Baldursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601010, og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000. Allar deildir bjóða góða og markvissa aðlögun og semja um ráðningartíma og starfshlutfall.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.