Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Nýju starfsheiti fyrir hjúkrunarkonur beitti ég mér fyrir stuttu eftir að ný hjúkr- unarlög voru samþykkt. Þá hafði námsbraut í hjúkrunarfræði hafið göngu sína og ég var sannfærð um að ungt fólk, sem þar var við nám, vildi ekki bera starfsheiti sem endaði á ,,kona“. Tímarnir breytast og mennirnir með. Til gamans nefni ég að ég stakk upp á fimm starfsheitum: Hjúkrunarmaður, hjúkrir, hjúkri, hjúkrari og hjúkrunarfræðingur. Allmikið var búið að ræða starfsheitin hjúkrari og hjúkrunar- maður, en hin ekki. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur bar sigur af hólmi og var lögfest í hjúkrunarlögum. Hefur starfið falið I sór vinnu að máiefnum annarra heilbrigðisstótta en hjúkrunarfrmðinga? Ég vona að ég geti svarað því játandi. Lög um heilbrigðisþjónustu hafa alloft verið til endurskoðunar í ráðuneytinu og ég hefi tekið þátt í þeirri vinnu. Við endur- skoðun laganna 1978 fékk ég samþykkt ákvæði um ábyrgð hjúkrunarfræðinga á starfi sínu. Það tel ég vera fjöregg sem þeim ber að varðveita. Þá má nefna lög og reglugerðir um sjúkraliða, ljósmæður, sjúkraþjálfara, meinatækna, þroskaþjálfa, matartækna, matarfræðinga og fleiri stéttir. Þá vann ég með kennslustjóra Háskóla íslands og fleirum að því að athuga hversu margar námsstöður heilbrigðisstofnanir gætu mögulega haft fyrir nemendur í sjúkraþjálfún og hvatti til þess að það nám yrði að veruleika. Þá vann ég að stofnun Sjúkraliðaskóla íslands, Röntgentækna- skóla íslands og Þroskaþjálfaskóla íslands, námi fyrir matartækna og matarfræð- inga, og fleira mætti nefna. Frá fyrstu tíð sá ég um leyfisveitingar til heilbrigðisstétta annarra en lækna, lyfjafræðinga og tannlækna, en eftir að fleiri lögfræðingar komu til starfa í ráðu- neytið sjá þeir um þær leyfisveitingar utan starfsleyfa fyrir hjúkrunarfræðinga, ljós- mæður og sjúkraliða. Þau leyfi eru enn á mínum snærum. Heilbrigðisstéttir eru orðnar 31 alls. Þá hafa málefni ljósmæðra og sjúkraliða heyrt undir mig í ráðu- neytinu og undanfarin ár hef ég verið formaður Ljósmæðraráðs. Nú stendur til að flytja nám ljósmæðra undir menntamálaráðuneytið og þá inn í Háskóla íslands og á ég sæti í nefnd sem vinnur að því. Skólar fyrir heilbrigðisstóttir eru orðnir aði margir. Að hrinda sumum þeirra af stokkunum virðist hafa verið stór hluti af þlnu starfi? Já, það gefur auga leið að í fyrstu vann ég að mörgum ólíkum verkefnum í ráðu- neytinu og geri enn þótt starfsmönnum hafi fjölgað. Fyrsta verkefni mitt var að taka þátt í reglugerðarsmíð fyrir Gæslusystraskólann í Kópavogi, sem síðar og með þeirri reglugerð hlaut nafnið Þroskaþjálfaskóli íslands. Sá skóli er nú kominn undir menntamálaráðuney tið. Haustið 1971 settum við á stofn Röntgentæknaskóla íslands og var ég þar stjórnarformaður þangað til nám röntgentækna var fellt inn í Tækniskóla íslands. Þá kom sér vel starfsreynsla mín á röntgendeild FSA. Uppbygging þess náms og stjórnun skólans hvfldi þó að mestu á herðum Ásmundar Brekkan sem þá var yfir- læknir röntgendeildar Borgarspítalans. Það var hans baráttumál að kennsla fyrir röntgentækna færi fram hér á landi. Sjúkraliðaskóla íslands settum við á stofn haustið 1971. Þá hætti bóklegt nám sjúkraliða að vera á vegum sjúkrahúsanna en fór í staðinn fram í þessum skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.