Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 40
Eftir Gudrun Simonsen -Björg Einarsdóttir íslenskaði 'péorertce 'Hiyfóútetale - Hver var hún? 4. Kafli - BARÁTTAN MIKLA Langur tími leið áður en Flo áræddi að nefna á ný hjúkrun sjúkra. Viðbrögð fjölskyldunnar höfðu verið svo hörð gegn hugmyndinni að hún hafði nánast lokast inni f sjálfri sér. Hún var niðurbrotin og full örvæntingar, en liún hélt áfram að vinna. Ég vissi vel að það eina sem gat bjargað mér var að aðhafast eitthvað, hafa tak á einhverju ella gœti ég misst vitið. Fanny hafði falið henni umsjón með matbúri, vín- kjallara, línskáp og kistum sem í var silfurborðbúnaður og það var ekkert smáræði á svona hefðarsetri. Florence skrifar í sendibréfi: „Kœra Clarkey! Ég er á bólakafi ( kristalsglösum og postulíni, kertastjökum og kökuspöðum. Eg geri óendanlega lista yfir hluti sem þarf að fœgja og þvo, stífa og strauja ... Það á vel við mig að hafa yfirsýn og koma reglu á hlutina. En ég get ekki látið vera að spyrja sjálfa mig hvort manneskja með heilbrigða skynsemi geti óskað sér alls þessa? Ég spjallaði svolílið við fina Versalapostulínið okkar ( dag og lítil en skynsöm skál svaraði mér: „Onnur livor okkar er ekki með öllum mjalla, það er ég lumdviss um. Utan herragarðanna ríkti neyðin og Flo gerði allt sem í hennar valdi stóð fyrir þá sem voru veikir. Dagbókin vitnar um það: „I dag hef ég aftur meðhöndlað frú Spence. Ég get verið án alls sem fólk venjulega telur ómissandi aðeins ef ég fœ að sinna þeim sem veikir eru, Ég öðlastfrið ( sálu minni og mér fmnst ég vera á réttum stað ...“ I samkvæmi sem fjölskyldan efndi til var þýski sendi- herrann meðal gestanna og Florence heyrði þá í fyrsta sinn um Diakonissustofnunina í Kaiserswerth í Þýskalandi. Sendi- herrann gaf henni árbók eða skýrslu um starfið þar og sú bók varð hennar mesta gersemi. Clarkey hafði útvegað henni skýrslur um sjúkrahús í París, Berlín og Róm, og betri sendingu gat hún ekki fengið. En ég varð að halda þessu leyndu, enginn mátti vita að ég sýslaði með þessi plögg. Ég fór á fcetur fyrir allar aldir, klukkan fjögur til fimm að nóttu, þegar allir aðrir voru ( fasta svefni, kveikti á lampa, lagaði mér te og vafði mig inn ( ábreiðu. Síðan sat ég meðan eldaði af degi og las og (grundaði þetta efni og skrifaði hjá mér athugasemdir. Alveg þar til hringt var til morgunverðar. Þá fór ég niður og varð á ný „dóttir ( húsinu“ og engan gat grunað að ég hafði verið á fótum klukkutímum saman og sinnt alvöru starfi! Þó voru morgnarnir oft erfiðasti tfmi sólarhringsins fyrir Florence. Allt gat þá virst svo myrkt, tómt og vonlaust. Ég vissi um svo marga er líkt var ástatt um og mig og höfðu misst vitið af því að þeir höfðu ekkert viðfangsefni sem tók hug þeirra. Frœnkur mínar þœr Evans og Patty og margir fleiri. Fólk sem hefði getað orðið hamingjusamt. Stundum fannst mér aðeins ein leið fœr. Dauðinn. Efég aðeins hefði áll eina einustu manneskju að sem hefði skilið mig. Reyndar varð henni að ósk sinni, því þessi sárþreyða mannvera birtist. Flo hafði veikst aftur, fór einförum og vildi ekki deila geði við neinn. Hún var djúpt sokkin í þunglyndi. Florence Nightingale um þrítugl með ugluna Aþenu. Teiknuð af systur hennar. 264 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.