Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 64
flutningi Hringbrautar gefast möguleikar á að stækka barnaspítalann í framtíðinni. Barnahjúkrunarfræðingar hafa bent á að það skorti á aðstöðu fyrir langveik börn önnur en krabbameinsveik börn. Krabbameinsveikum börnum hefur verið sköpuð góð aðstaða sem þau geta gengið að án þess að fara í gegnum hið venjubundna móttökuferli bráðveikra. Ekki hefur verið gert ráð fyrir sambærilegri aðstöðu fyrir börn með aðra langvinna sjúkdóma. Þá hafa barnahjúkrunar- fræðingar bent á að endurskoða þurfi aðstöðu fyrir langveik börn á sjúkradeildum, m.a. til að vernda þau fyrir ýmiss konar breytingum og ónæði. Barnahjúkrunarfræðingar hafa einnig gert athugasemdir við starfsaðstöðu hjúkrunarfræðinga á deildum, t.d. staðsetningu vaktherbergis og annarri vinnuaðstöðu þeirra á deild. Aðstaða starfsfólks til að sinna störfum sínum er afar mikilvæg og ástæða til að gefa því sérstakan gaum. Það er von okkar að sá samstarfsvettvangur, sem skapaður hefur verið milli fagdeildar barnahjúkrunarfræð- inga og stýrihóps um byggingu barnaspítala, verði til þess að góður barnaspítali verði enn betri. Skoðanaskipti þurfa að vera hreinskiptin og byggð á gagnkvæmri virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum og skoðunum. Markmið allra aðiia er hið sama, að vinna að hagsmunamálum sjúkra barna og aðstandenda þeirra og skapa góðan barna- spítala sem mætir þörfum þeirra sem þangað leita og þar starfa." Vagitrim æfingakúlur - gefur betri tilfinningu fyrir grindarbotnsvöðvunum - stuðlar að reglubundinni þjálfun - bætir árangur æfinga - gerir þér kleift að kanna styrk grindarbotnsvöðvanna - minnkar eða kemur í veg fyrir þvagleka - bætir kynlíf Contrelle þvaglekatappinn Finnur þú fyrir bráðaþvagleka þegar þú hóstar, hlærð eða við áreynslu? Contrelle þvaglekatappinn getur hjálpað þér. Hann kemur í veg fyrir þvagleka. Nánari upplýsingar og ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi í síma 515 1335. Opið alla virka daga frá kl. 9-18 að Grjóthálsi 5. n ÖSSUR 64 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.