Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 5
Formannspistill ————— Átaks Ásta I þessu tölublaöi eru kynntar niður- stöður nefndar á vegum stjórnar Félags Islenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeildar hjúkrunarforstjóra þar sem fjallað er um manneklu í hjúkrun. Nefndin tók til starfa í september á síðasta ári og vann gríðarlega mikla og góða vinnu í vetur til að skoða og skilgreina þennan vanda hjúkrunarstéttarinnar sem hefur fylgt henni alla tíð. Liggja nú fyrir upplýsingar sem eru grund- völlur að því að tekið verði á þessum vanda. Ýmissa athyglisverðra upplýsinga var aflað um hjúkrunarstéttina, sem skemmtilegt er að rýna í. Það kemur meðal annars fram að hinn dæmi- gerði hjúkrunarfræðingur er 43,6 ára gamall og er að eldast, hann starfar við hjúkrun (um 85% hjúkrunarfræð- inga starfa við hjúkrun) í 80% starfi og vinnur á sjúkrahúsi (78% hjúkr- unarfræðinga vinna á sjúkrahúsi) í almennum hjúkrunarstörfum og í vaktavinnu (64% hjúkrunarfræðinga eru í „almennum" hjúkrunarstörfum og 60% hjúkrunarfræðinga vinna vaktavinnu). Meðalhjúkrunarfræðingurinn hefur starfað um 17,6 ár við hjúkrun. Hann fer 63 ára á lífeyri, en sennilega mun hann í framtíðinni fara ívið seinna á lífeyri vegna breytinga í lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga. Það sem hins vegar hringir bjöllum er að stéttin er að eldast og nýliðun innan hennar er ekki nægi- lega mikil. Á síðustu árum hafa að meðaltali 86 nýir hjúkrunarfræðingar er þörf Möller útskrifast frá Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri. Hins vegar er fjölgunin milli ára einungis um 50 manns, þegar tekið er tillit til lífeyris- þega sem hætta störfum á ári hverju. Þegar við bætast þær upp- lýsingar að fjöldi hjúkrunarfræðinga á 100 þúsund íbúa hér á landi er einungis 65% af fjölda hjúkrunar- fræðinga á Norðurlöndum með sömu viðmiðun, þá er augljóst að þörf er á sérstöku átaki til að fjölga í stéttinni. Tillögur nefndarinnar taka til margra þátta eins og kemur fram í samantektinni í þessu blaði. Ég vil hins vegar sérstaklega ræða einn þátt sem snýr að hjúkrunarfræðing- um sjálfum og hvaða mynd þeir gefa af stéttinni gagnvart samfélaginu. í könnunum, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, kemur fram að hjúkrunarfræðingar eru almennt ánægðir með störf sín. Þessi ánægja birtist sjaldnast samfélaginu. Hjúkrun er starf sem getur veitt þeim sem það stunda mikla lífsfyllingu og tæki- færi til aukins persónulegs þroska. íslenskri hjúkrunarstétt er nauðsyn að skapa sér jákvæða og aðlaðandi ímynd sem fagstétt í gefandi og um leið krefjandi starfi á fjölbreyttum vettvangi. Ein leiðin, sem við getum farið, er að hjúkrunarfræðingar leggi sig fram við að fjalla um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga á jákvæðan hátt á vinnustöðum sínum og í samfélaginu. Á fulltrúaþingi félagsins, sem haldið verður 20.-21. maí nk., verður nýr formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kjörinn. Ég vil nota tækifærið í mínum síðasta formannspistli að þakka hjúkrunarfræðingum samfylgdina þau tíu ár sem ég hef gegnt formennsku fyrir stéttina. Á fyrstu árum mínum sem formaður spurðu börnin mín stundum hvort ég væri hætt að hjúkra gamla fólkinu eins og ég gerði um árabil. Ég svaraði þeim yfirleitt - og reyndar öðrum sem spurðu álíka spurninga - á þann veg að ég væri að hjúkra hjúkrunarfræð- ingum svo þeir gætu hjúkrað sjúklingunum! Ég hef haft mikla ánægju af störfum fyrir hjúkrunar- fræðinga þau ár sem ég hef starfað fyrir þá. Vonandi hafa störf mín í þágu stéttarinnar getað létt hjúkrunarfræðingum störf þeirra í þágu skjólstæðinga sinna. Opiðallan sólar- hrinqinn alla daga ársins HAALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 85 Ljósm.: Lára Long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.