Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 40
hjúkrunarforstjóra og lækningaforstjóra sem eiga sæti í framkvæmdastjóm ásamt framkvæmdastjórum upplýs- inga- og gæðasviös og framkvæmda- og rekstrarsviðs. Framkvæmdastjórn ber síðan sameiginlega ábyrgð á þjónustu og rekstri sjúkrahússins í heild. „Þetta er nokkuð flókið kerfi, en rekstur sjúkrahúsa er flókið fyrirbæri, því verður ekki breytt. Við höfum verið að móta hlutverk stjórnenda, reynt að vinna það með sem allra fiestum sem hlut eiga að máli, en seint verður hægt að ná sátt um alla hluti. Breytingarnar halda áfram með því að kominn er nýr forstjóri yfir bæði sjúkrahúsin. Breytingarnar eru reyndar það eina sem við getum verið viss um að fylgi okkur inn í framtíðina." Stjórnunarpýramídinn verður flatari Stjórnskipulagsbreytingar á sjúkrahúsum almennt segir hún vera í samræmi við breytingar í stjórnun annarra fyrir- tækja og stofnana, leiðin frá æðsta yfirmanni til sjúklings styttist. Hins vegar hefur sú boðleið á sjúkrahúsum á íslandi aldrei náð þeim „hæðum" sem víða hefur tíðkast erlendis. Hún segir að oft hafi verið litið á sjúkrahúsin og stjórnun þeirra eins og þau væru einangrað fyrirbæri í samfélaginu og talað um að reglur viðskiptalífsins giltu ekki þar. Staðreyndin væri hins vegar sú, að í stjórnun sjúkra- húsa og annarra fyrirtækja væri margt sambærilegt, þó vitaskuld væri munur á því að reka opinber fyrirtæki eða einkafyrirtæki. Sjúkrahús væru þó íhaldssöm í eðli sínu. „Fjölmargir faghópar sinna sjúklingum og besta þjónustan er veitt þegar allir vinna vel saman. Stundum finnst mér ekki nægilega skýrt að sjúklingurinn er þungamiðja þjón- ustunnar, starfsfólk sjúkrahúsanna er til staðar sjúkling- anna vegna. Starfsfólk á að laga sig að þörfum sjúkling- anna en ekki öfugt." Spurningu um hvort íslenskir hjúkrunarfræðingar séu farnir að taka meiri þátt í stjórnun sjúkrahúsanna en starfs- félagar þeirra á Norðurlöndunum svarar hún með því að menntun ísienskra hjúkrunarfræðinga hafi aukist og breyst mikið á undanförnum árum og nauðsynlegt sé að nýta hana til fulls þar sem sífellt sé aukin eftirspurn eftir þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hafi alltaf tekið mikinn þátt í stjórnun þótt það hafi kannski ekki farið hátt. Mikil áhersla sé því á stjórnun í námi hjúkrunarfræðinga og margir hafi síðan aflað sér framhaldsmenntunar á því sviði bæði hérlendis og erlendis. „Við vorum fyrst Norðurlandaþjóða að bjóða eingöngu upp á háskólamenntun fyrir alla hjúkr- unarfræðinga og það fylgja því ýmsar breytingar, menntun er undirstaða svo margs. Störf annarra heilbrigðisstétta hafa einnig breyst heilmikið og mörk milli þess hvað heyrir undir hvern, geta verið teygjanleg. Hjúkrunarfræðingar á íslandi bera mikla ábyrgð í stjórn- un og hafa staðið sig mjög vel. Við eigum ef til vill mest sameiginlegt með Dönum og Norðmönnum, Svíar hafa farið aðra leið og ég held Finnar að einhverju leyti líka. í 120 Svíþjóð er menntun og uppbygging stjórnskipulagsins inni á stofnunum mjög ólík því sem við eigum að venjast, þar er ekkert til lengur sem heitir hjúkrunarforstjóri eða hjúkr- unarframkvæmdastjóri, æðstu yfirmenn eru ekki hjúkr- unarfræðingar, þeir eru meira eins og deildarstjórar og geta haft mjög ólíkan bakgrunn. í Danmörku og Noregi eru kerfin sett upp á svipaðan hátt, í Noregi er þó einn yfir- maður sem getur verið hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkra- þjálfari eða með menntun á öðru sviði heilbrigðisvísinda. Víðast er þó þríeyki við stjórnvölinn í einhverju formi, for- stjóri, hjúkrunarforstjóri og lækningaforstjóri.“ Sjúkrahúsin eru kvennavinnustaðir Stjórnunarstörf á sjúkrahúsi segir hún erfið og skemmtileg að því leyti að þar vinni milli 30 og 40 stéttir með mismun- andi bakgrunn. Sjúkrahúsum er gjarnan líkt við þjóðfélag í þjóðfélaginu. „Meðan breytingar ganga yfir í stjórnkerfinu hriktir oft víða í. Sjúkrahús eru kvennavinnustaðir, heil- brigðisstéttir hafa fyrst og fremst verið kvennastéttir nema læknastéttin en þar hækkar hlutfall kvenna nú hratt. í heild eru 85% starfsmanna hér konur. Karlar hafa þó skipað flestar æðstu stjórnunarstöður og þar af leiðandi hafa ákvarðanir fyrst og fremst verið teknar af körlum. Konur sækja nú fram í öllum atvinnugreinum í krafti menntunar, þekkingar og reynslu og það gildir á sjúkrahúsum sem annars staðar.” Hún segir kannanir leiða í Ijós að hjúkrunarfræðingar séu almennt mjög ánægðir með störf sín. „Það eru þó ýmsir þættir sem þeir eru ekki ánægðir með, mönnun er t.d. verri hér en á Norðurlöndunum, við erum með færra starfsfólk og færra fólk til aðstoðar á öllum sviðum. Fólk fer því oft heim úr vinnu og teiur sig eiga ýmsu ólokið og er ekki ánægt með það. Langvarandi álag, léleg vinnuað- staða, lág laun og örar breytingar eru einnig oft óánægju- valdar hjá hjúkrunarfræðingum. Vinnugleðin er stundum í lágmarki. Þrátt fyrir þetta er þjónusta hér á landi mjög góð eftir því sem við getum borið hana saman á milli landa. Það hefur reyndar tekið okkur lengri tíma en saman- burðarþjóðir okkar að nýta okkur ný og fjölbreyttari þjón- ustuform, eins og dagdeildaþjónustu, göngudeildaþjón- ustu, sjúkrahótel og sjúkrahústengda heimaþjónustu. Sjúklingar hjá okkur dvelja því oft lengur sem inniliggjandi sjúklingar en á samsvarandi sjúkrahúsum í Bandaríkjun- um, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Reyndar hefur greiðslufyrirkomulag átt sinn þátt í því líka.“ í fyrirlestrinum á SSN- ráðstefnunni kom Sigríður inn á eiginleika, sem góður stjórnandi verður að hafa, og mun á stjórnanda og leiðtoga. „Leiðtogahæfileikar og stjórnunarhæfileikar fara ekki alltaf saman. Góð menntun og reynsla er alltaf nauðsynleg undirstaða hjá góðum stjórnanda, en auk þess eru samskiptahæfileikar mjög mikilvægir þættir. Stjórnandi verður að hafa gott úthald, bæði andlegt og líkamlegt, Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.