Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 22
Blóðgjafartæki sem tekið var í notkun i fyrri heimsstyrjöldinni. Heimild: Schneider, William H. (1997). Blood Transfusion in Peace and War, 1900-1918. Social History of Medicine 10(1), 119. Engill líknar og Ijóss. Heimild: Laffin, John (1988). World War 1 in Post-Cards, 157. nýtt tæki til blóðgjafar. Árið 1917 var farið að gefa þeim hermönnum blóð, sem særst höfðu í orustum og misst mikið blóð, með þessari nýju tækni. Dæmi eru um að gefnir hafa verið eftir harða orrustu 35 til 50 blóðskammtar á dag á sjúkraskýlum í Frakklandi og Englandi með þessari nýju tækni (Schneider, 1997). Mikil þróun átti sér stað í skurðlækningum, sáralækn- ingum og í meðferð svokallaðs sprengjulosts. Sprengjulost var taugaáfall sem hrjáði marga hermenn vegna mikils álags á vígvöllum (Cooter, 1993). í skotgröfum vígvallanna bjuggu hermenn við martröð dauðans þar sem drepið var í návígi með byssum og gasi (Guðjón Arngrímsson, 1998). Umönnunarstörf hjúkrunarkvenna í fyrri heimsstyrjöld- inni voru margvísleg og erfið. Þær sinntu öllum sjúkum hermönnum. Umönnun þeirra fólst meðal annars í því að fylgjast með blæðingu og losti hjá þeim sem höfðu særst í orrustum, hjúkra þeim sem höfðu orðið fyrir eiturgasárás, höfðu sýkingu í sárum, þjáðust af sóttnæmum sjúkdómum og svo mætti lengi telja (Donahue, 1985). Breski sagn- fræðingurinn Roger Cooter hefur tekið saman þá áverka og sjúkdóma sem hrjáðu breska hermenn í fyrri heims- styrjöldinni. Algengustu áverkar hjá þeim hermönnum, sem höfðu særst í orrustum, voru á fótum, höfði, hnakka og handleggjum. Stífkrampi, kal á útlimum af völdum lang- varandi kulda og vosbúðar, sem fylgdi oft skotgrafahern- aðinum, eiturgasáhrif og sprengjulost, var einnig algengt meðal hermannanna (Cooter, 1993). Og það voru ekki aðeins erfið og krefjandi hjúkrunar- störf sem hjúkrunarkonur sinntu inni á herspítölum heldur gátu störf þeirra verið áhættusöm, jafnvel lífshættuleg vegna sóttnæmra sjúkdóma sem stofnuðu lífi þeirra sjálfra oft í hættu þar sem þær sýktust sjálfar af þeim sjúklingum sem þær höfðu sinnt. Á þessum tíma voru til dæmis engin lyf til við öndunarfærasýkingum og fleiri bráðsmitandi sóttum (Donahue, 1985). Ekki verður dregið í efa að hjúkrunarkonur, sem störf- uðu við erfið skilyrði fyrri heimsstyrjaldarinnar, hafi unnið þrekvirki í þágu hjúkrunarstarfsins. Meðal sjúkra og særðra hermanna á þessum tíma voru hjúkrunarkonur, sem störfuðu við að hjúkra þeim, kallaðar „englar líknar og ljóss“ (Laffin, 1988). Heimildir: Benedikt Sveinsson (1915). Styrjöldin mikla. Björn B. Jónsson (1923). Vestur-íslendingar og striðið. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Fólagið Jón Sigurðsson. Brandson, B.J. (1923). Þátttaka Kanada í stríðinu. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Brown, Malcolm (1991). The First World War. London: Guild Publishing. Cooter, Roger (1993). War and Modern Medicine. Companion Encydopedia Of The History Of Medicine, bindi II. London: Bynum, W.F. and Porter, Roy. Donahue, M. Patricia (1985). Nursing, the finest art. Toronto: The C.V. Mosby Company. Guðjón Arngrímsson (1998). Annað ísland. Reykjavík: Mál og menning. Handbók í Herfræðum (1916). Reykjavík: Gutenberg. Laffin, John (1988). World War I in Post-Cards. Gloucester: Laffin, John. María Pétursdóttir (1969). Hjúkrunarsaga. Reykjavík: María Pétursdóttir. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918 (1923). Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Schneider, William Fl. (1997). Blood Transfusion in Peace and War, 1900- 1918. Social History of Medicine 10(1). Sigurgeir Bardal (1923). Lækningastörf á vígstöðvum. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Tucker, Spencer C. (1998). The Great War 1914-18. London: UCL Press Limited. Þorbergur Thorvaldson (1923). Tildrög stríðsins mikla. Minningarbók isienskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. 102 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.