Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Side 22
Blóðgjafartæki sem tekið var í notkun i fyrri heimsstyrjöldinni. Heimild: Schneider, William H. (1997). Blood Transfusion in Peace and War, 1900-1918. Social History of Medicine 10(1), 119. Engill líknar og Ijóss. Heimild: Laffin, John (1988). World War 1 in Post-Cards, 157. nýtt tæki til blóðgjafar. Árið 1917 var farið að gefa þeim hermönnum blóð, sem særst höfðu í orustum og misst mikið blóð, með þessari nýju tækni. Dæmi eru um að gefnir hafa verið eftir harða orrustu 35 til 50 blóðskammtar á dag á sjúkraskýlum í Frakklandi og Englandi með þessari nýju tækni (Schneider, 1997). Mikil þróun átti sér stað í skurðlækningum, sáralækn- ingum og í meðferð svokallaðs sprengjulosts. Sprengjulost var taugaáfall sem hrjáði marga hermenn vegna mikils álags á vígvöllum (Cooter, 1993). í skotgröfum vígvallanna bjuggu hermenn við martröð dauðans þar sem drepið var í návígi með byssum og gasi (Guðjón Arngrímsson, 1998). Umönnunarstörf hjúkrunarkvenna í fyrri heimsstyrjöld- inni voru margvísleg og erfið. Þær sinntu öllum sjúkum hermönnum. Umönnun þeirra fólst meðal annars í því að fylgjast með blæðingu og losti hjá þeim sem höfðu særst í orrustum, hjúkra þeim sem höfðu orðið fyrir eiturgasárás, höfðu sýkingu í sárum, þjáðust af sóttnæmum sjúkdómum og svo mætti lengi telja (Donahue, 1985). Breski sagn- fræðingurinn Roger Cooter hefur tekið saman þá áverka og sjúkdóma sem hrjáðu breska hermenn í fyrri heims- styrjöldinni. Algengustu áverkar hjá þeim hermönnum, sem höfðu særst í orrustum, voru á fótum, höfði, hnakka og handleggjum. Stífkrampi, kal á útlimum af völdum lang- varandi kulda og vosbúðar, sem fylgdi oft skotgrafahern- aðinum, eiturgasáhrif og sprengjulost, var einnig algengt meðal hermannanna (Cooter, 1993). Og það voru ekki aðeins erfið og krefjandi hjúkrunar- störf sem hjúkrunarkonur sinntu inni á herspítölum heldur gátu störf þeirra verið áhættusöm, jafnvel lífshættuleg vegna sóttnæmra sjúkdóma sem stofnuðu lífi þeirra sjálfra oft í hættu þar sem þær sýktust sjálfar af þeim sjúklingum sem þær höfðu sinnt. Á þessum tíma voru til dæmis engin lyf til við öndunarfærasýkingum og fleiri bráðsmitandi sóttum (Donahue, 1985). Ekki verður dregið í efa að hjúkrunarkonur, sem störf- uðu við erfið skilyrði fyrri heimsstyrjaldarinnar, hafi unnið þrekvirki í þágu hjúkrunarstarfsins. Meðal sjúkra og særðra hermanna á þessum tíma voru hjúkrunarkonur, sem störfuðu við að hjúkra þeim, kallaðar „englar líknar og ljóss“ (Laffin, 1988). Heimildir: Benedikt Sveinsson (1915). Styrjöldin mikla. Björn B. Jónsson (1923). Vestur-íslendingar og striðið. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Fólagið Jón Sigurðsson. Brandson, B.J. (1923). Þátttaka Kanada í stríðinu. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Brown, Malcolm (1991). The First World War. London: Guild Publishing. Cooter, Roger (1993). War and Modern Medicine. Companion Encydopedia Of The History Of Medicine, bindi II. London: Bynum, W.F. and Porter, Roy. Donahue, M. Patricia (1985). Nursing, the finest art. Toronto: The C.V. Mosby Company. Guðjón Arngrímsson (1998). Annað ísland. Reykjavík: Mál og menning. Handbók í Herfræðum (1916). Reykjavík: Gutenberg. Laffin, John (1988). World War I in Post-Cards. Gloucester: Laffin, John. María Pétursdóttir (1969). Hjúkrunarsaga. Reykjavík: María Pétursdóttir. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918 (1923). Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Schneider, William Fl. (1997). Blood Transfusion in Peace and War, 1900- 1918. Social History of Medicine 10(1). Sigurgeir Bardal (1923). Lækningastörf á vígstöðvum. Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. Tucker, Spencer C. (1998). The Great War 1914-18. London: UCL Press Limited. Þorbergur Thorvaldson (1923). Tildrög stríðsins mikla. Minningarbók isienskra hermanna 1914-1918. Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson. 102 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.