Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 49
 / i / n uKrun Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er ekki nýr af nál- inni. Allt frá árinu 1942 hefur verið rætt um skort á lærðum hjúkrunarfræðingum, eða hjúkrunarkonum eins og þær nefndust þá, en það ár kemur fram í tímariti hjúkrunar- kvenna að skorturinn hafi verið 10%. í ársbyrjun 1998 tók stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga ákvörðun um að gera könnun á skorti á hjúkrun- arfræðingum til starfa. Niðurstöðurnar voru birtar í júníhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga. Á vorfundi deildar hjúkrunar- forstjóra innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1998 voru umræður um þetta efni. Á fundinum var samþykkt ályktun um að deildin skipaði nefnd í samráði við stjórn sem fengi það hlutverk að skoða ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa og koma með tillögur til úrbóta. í nefndina voru skipaðir eftirtaldir aðilar. Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga: Ásta Möller, formaður, Aðal- björg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá félaginu, og Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á SFIR. Frá deild hjúkrunarforstjóra: Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunar- fræðingur á Sjúkrahúsi Akraness, sem jafnframt tók að sér formennsku í nefndinni, Erna Einarsdóttir, starfandi hjúkr- unarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var 1. september 1998, var ákveðið að fjölga í nefndinni og bættust þá við Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfamkvæmdastjóri á Landspítalanum, Guðrún Sigurðardóttir og Eygló Inga- dóttir, hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum. Nefndin ákvað að skoða sérstaklega eftirfarandi þætti: 1. Taka saman athuganir og kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á vinnumarkaði hjúkrunar- fræðinga og um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. 2. Gera athugun á núverandi stöðu vinnumarkaðar hjúkr- unarfræðinga, atvinnuþátttöku þeirra og líklegri þróun á næstu árum. 3. Meta þörf fyrir hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofn- unum. 4. Greina ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa og setja fram tillögur til að bæta úr skorti á hjúkr- unarfræðingum í framtíðinni. í skýrslunni kemur fram að mannekla í hjúkrun er um 14% á heilbrigðisstofnunum miðað við stöðuheimildir, en það jafngildir því að hjúkrunarfræðinga vanti í 300 stöðu- gildi. Að mati félagsins og hjúkrunarforstjóra vantar um 425 stöðuheimildir á heilbrigðisstofnanir á íslandi þannig að samtals vantar rúmlega 700 hjúkrunarfræðinga í fullt starf á heilbrigðisstofnanir hér á landi. í könnun, sem gerð var á högum og viðhorfum háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga 1986 og unnin var af þeim Ástu Thoroddsen, Jónu Siggeirsdóttur og Lauru Sch. Thorsteinsson, kom í Ijós að helstu ástæður fyrir því, að hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við hjúkrun, eru léleg laun, en 97,7% telja það mikilvæga eða mjög mikilvæga ástæðu þess að hætta í starfi. 88,8% nefna slæman vinnutíma sem mikil- væga eða mjög mikilvæga ástæðu. 74% nefna léleg skil- yrði til að viðhalda þekkingu sinni og 70,5% segja lélega starfsaðstöðu ráða miklu eða mjög miklu um það hvort þeir myndu hætta að starfa við hjúkrun. Þegar hjúkrunar- fræðingar voru beðnir um að raða helstu ástæðum fyrir því, að þeir myndu hætta störfum, í forgangsröð, settu langflestir léleg laun í fyrsta sæti eða 56,8%, síðan komu heimilisaðstæður, 10,4%, og erfiður vinnutími, 8,8%. í könnun á högum hjúkrunarfræðinga, sem gerð var á vegum Hjúkrunarfélags íslands 1983 af Þórólfi Þórlindssyni o.fl., kemur í Ijós sú tilhneiging að hjúkrunarfræðingar hverfa úr fullu starfi í hlutastarf. í óbundnu vali komu fram megin- ástæður þess að hjúkrunarfræðingar eru í hlutastarfi. Þar nefna 75% að vaktavinna samræmist illa heimilisstörfum, 65% tala um mikið vinnuálag, 63% óreglulegan vinnutíma og 30% vandamál við barnagæslu. í bundnu vali telja hjúkr- unarfræðingar meginástæður hlutastarfs vera: vaktavinnu sem samræmist illa heimilisstörfum, eða svo segja 34%, mikið vinnuálag nefna 18%, 16% segja léleg laun megin- ástæðuna og 8% tala um óreglulegan vinnutíma. Tillögur nefndarinnar til að bæta úr manneklu í hjúkrun fela m.a. í sér að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. Lagt er til að fjármagn vegna náms í hjúkrunarfræði verði aukið þannig að nemendafjöldi á ári verði 120-130 í stað 90. Þannig verði á næstu 15 árum hægt að manna þau stöðugildi sem nú vantar í og fjölga hjúkrunarfræðingum. Auglýsingaherferð í samstarfi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og heilbrigðisyfirvalda verði haldin til að kynna störf hjúkrunarfræðinga á raunsannan og jákvæðan hátt. Markhópurinn verði ungt fólk sem stendur frammi fyrir vali á ævistarfi. Menntastofnanir hjúkrunarfræðinga endur- skipuleggi verklegt nám hjúkrunarnema m.t.t. fjölgunar nemenda og nýti fleiri heilbrigðisstofnanir til verklegrar þjálfunar. Heilbrigðisstofnanir endurskipuleggi starfsemi sína m.t.t. fjölgunar nemenda í verklegu námi. Fjármagn til 129 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.