Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1999, Blaðsíða 53
Vigdís Jónsdóttir kjaramál Hvað þýðir það Að Ard-tt t'mAkAuj? sem verktaki? Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa á undanförnum vik- um borist margar fýrirspurnir er varða greiðslur til hjúkrunar- fræðinga sem starfa sem verktakar. í þessari samantekt verður reynt að gera grein fyrir því helsta sem einkennir verk- taka og mismunandi réttarstöðu verktaka og launamanna. Verktakar eru í raun og veru sjálfstæðir atvinnurekendur sem sjá um að taka að sér ákveðin verkefni gegn ákveðinni greiðslu. Þeir bera ábyrgð á verkefninu, stjórna því hvernig það er unnið og sjá sjálfir um að útvega öll nauðsynleg aðföng. Á undanförnum árum hefur það hins vegar færst í vöxt á almennum vinnumarkaði að fólki er boðið að ráða sig í vinnu sem n.k. undirverktakar. Þá eru viðkomandi starfsmenn ekki í stéttarfélagi og fá kannski eitthvað hærri greiðslur en þeir fengju sem launamenn en njóta hins vegar engra samningsbundinna réttinda og kjara sem stéttarfélög hafa samið um. í yfirlitinu hér á eftir er gerður samanburður á stöðu verktaka og launamanns hvað varðar ýmis réttindi. Mismunur á helstu réttindum verktaka og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu Réttindi/kjör Hjúkrunarfræðingur í opinberri þjónustu Verktaki Laun í veikindum Full laun í 3-12 mánuði. Engin laun. Laun í barnsburðarleyfi Full laun í 3 mánuði og föst laun í 3 mánuði. Engin laun. Laun í veikindum barna Laun í 7 daga á ári. Engin laun. Hlutur atvinnurekanda í greiðslum í lífeyrissjóð 11,5% Enginn, verktaki verður sjálfur að standa skil á öllum greiðslum í lífeyrissjóð skv. lögum. Laun í orlofi Laun í 24-30 vinnudaga og greiðsla orlofs á álags- og yfirvinnu. Engin laun. Laun á sérstökum frídögum og stórhátíðum Já. Engin laun á frídögum, aðeins greitt fyrir unnar klukkustundir. Kaffitímar Greiddar 25 mín. á hverja vakt í yfirvinnu hjá vaktavinnufólki í 100% starfi. Dagvinnumenn eiga rétt á matar- og kaffitímum skv. kjarasamningum. Engin launuð neysluhlé. Endurmenntun og námsleyfi Námsleyfi ávinnst skv. kjarasamningi, 1 ’A dagur fyrir hvern mánuð í starfi. Endurmenntunarkostnaður er greiddur skv. ákveðnum reglum í kjarasamningi. Taka náms- leyfis er háð samþykki stjórnar stofnunar. Enginn réttur. Uppsagnarfrestur 3 mánuðir hjá fastráðnum hjúkrunarfræðingum. Að jafnaði enginn nema um það sé sérstaklega samið. Slysatrygging Hjúkrunarfræðingur er skv. kjarasamningi slysatryggður vegna andláts eða varanlegrar örorku. Tryggingin gildir allan sólarhringinn. Verktaki þarf að kaupa sér slysatryggingar. Réttindi úr orlofssjóði Já, atvinnurekandi greiðir 0,25% af heildarlaunum í orlofssjóð. Nei. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 75. árg. 1999 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.