Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 29
verkefninu leiddi til mikillar umfjöllunar um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga í fjölmiðlum," segir Jón. Skrifaðar voru um eitt hundrað greinar sem birtust í fjölmiðlum vorið 2008. Flestar hefðu líklega ekki verið skrifaðar ef ekki væri fyrir verkefnið og margir höfundur fengu stuðning hjá verkefnahópnum. Félagsmenn hafa sjálfir lagst á eitt og brugðist vel við beiðni um að skrifa um jákvæða þætti hjúkrunarstarfsins. Áberandi í viðbrögðum hjúkrunarfræðinga við verkefninu er að þeim þykir vel hafa tekist til við að leggja áherslu á jákvæða þætti starfsins og segja margir hverjir að umræða um starfið á deildum þeirra hafi orðið verulega jákvæðari. Einn stór þáttur ímyndarverkefnisins var að styðja vinnu við kjarasamninga og að skapa þá ímynd af hjúkrunarfræðingum meðal aimennings sem er til þess fallin að almenningur allur styðji kröfur hjúkrunarfræðinga í kjarasamningum og hugsanlegum vinnudeilum og aðgerðum. Við boðun yfirvinnubanns kom berlega í Ijós af fréttaflutningi að þetta markmið ímyndarverkfnisins hafði náðst og að hjúkrunarfræðingar nutu stuðnings almennings. Félög hjúkrunarfræðinga um allan heim huga um þessar mundir að ímynd hjúkrunar. Innlegg FÍH í þá umræðu eru kynningargögn um ímyndarverkefni félagsins sem hafa verið send víða um heim. Á alþjóðlegum fundum, sem félagið hefur tekið þátt í, hefur margoft verið vísað til verkefnisins og því hrósað og Ijóst er að myndefni þess hefur vakið mikla athygli. Gerð hafa verið drög að um 80 mínútna sameiginlegri kynningu á starfsemi stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum fyrir ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) sem haldin verður í Durban í Suður- Afríku á næsta ári. í kynningunni mun FÍH segja frá ímyndarverkefninu auk fundaherferðar félagsins sem fram fór á síðasta hausti. Gert er ráð fyrir að hátt í 4000 hjúkrunarfræðingar alls staðar úr heiminum sæki ráðstefnuna. Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnisstjóri kjaramála hjá félaginu, segir að ímyndarverkefnið hafi haft jákvæð áhrif á samningsumhverfið og stutt á ýmsan Cecilie Björgvinsdóttir. hátt við vinnu samninganefndarfélagsins. „Samhugurinn í félagsmönnum, sem skapaðist út af auglýsingarherferð og blaðaskrif sem ímyndarhópurinn stóð fyrir, skilaði sér beint inn á samningaborðið," segir Cecilie. „Þeir í samninganefnd ríkisins fundu að við vissum nákvæmlega hvað félagsmönnum fannst og að við höfðum baklandið með okkur. Félagsmenn voru vel upplýstir um gang mála og við fengum stöðugt viðbrögð frá þeim." Fréttir um aðgerðir hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og árangur þeirra í samningum, sem ímyndarhópurinn hjálpaði til við að kynna, hafði líka áhrif við samningaborðið. Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og sviðsstjóri hjá Krabba- meinsfélagi íslands, segir að með því að taka þátt í þessu verkefni hafi hún komið nær félaginu og fengið meira skilning á því hvernig það vinnur. „Ég tek meiri ábyrgð og hef meiri metnað í félagsstarfinu. Það hefur verið ánægjulegt að kynnast fólkinu, sem er í verkefnishópnum, og gaman að geta lagt félaginu lið og fá að vinna að hag þess.“ Fyrir nokkrum árum tók hún þátt í svipuðu verkefni sem hét „Veistu eitthvað um hjúkrun". Árangurinn af því var meiri en gert var ráð fyrir. „Markmiðið var að fá fleiri í hjúkrunarnám og það endaði með að svo margir skráðu sig á fyrsta ári að það flæddi út úr hjúkrunarfræðideild. Ég held að ímyndarverkefnið, sem ég tek þátt í núna, hafi leitt til þess að félagsmenn átta sig betur á því að einhver er að vinna að þeirra hag þarna baksviðs." Guðný Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild 14G á Landspítala. „Ég er mjög ánægð með að hafa fengið að kynnast betur innviðum félagsins og því framsækna fólki sem þar starfar," segir hún. „Það er mikil grjóska í hjúkrunarfélaginu og fuilt að gerast. Ég fékk sjálf að taka þátt í auglýsingagerð og viðtölum og lærði mikið á því.“ Guðný segir að verkefnið hafi verið mikið rætt á hennar vinnustað. „Allir sáu hvað félagið er sterkt og forystan kom mjög vel fyrir í fjölmiðlum. Samstarf skiptir sköpun og það að við fórum að þjappa okkur betur saman hafði mikla þýðingu fyrir útkomuna í kjarasamningunum. Ég er mjög stolt af okkur," segir Guðný. Hún bætir við að fjölskylda og vinir hafi mikið spurt um hjúkrun og hjúkrunarmenntun. í fylgiblaði með Morgunblaðinu hafi komið fram hversu fjölbreytt hjúkrunarstarfið er og hvernig menntunin nýtist á fjölmörgum stöðum. Hún fann nú í vor fyrir meiri stuðningi frá almenningi en oft áður. Verkefninu er síður en svo lokið því það er ekki átak heldur viðvarandi verkefni sem unnið verður að næstu misseri. ímyndarhópurinn er nú að undirbúa framhald vinnu sinnar sem meðal annars snýr að hugsanlegum viðbrögðum félagsins við slakri aðsókn að námi í hjúkrun við Háskóla íslands og undirbúningi næstu kjarasamninga. Að auki mun verkefnishópurinn aðstoða afmælisnefnd við að búa til kynningarefni og hanna merki fyrir afmælisárið 2009. ímynd hjúkrunarfræðinga og félagsins er mikilvægur hluti alls félagsstarfsins og skiptir máli á öllum vígstöðvum þar sem hjúkrunarfræðingar lifa og starfa. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.