Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 52
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HÆTT AÐ VINNA EN ENN AÐ SINNA - viðtal við Bergdísi Kristjánsdóttur Margir hjúkrunarfræðingar taka til hendinni í sjálfboðavinnu eða við önnur félagsstörf þegar þeir eru komnir á eftirlaun. Ein þeirra er Bergdís Kristjánsdóttir sem er bæði heimsóknarvinur og skrásetjari hjúkrunarmuna. Bergdís Kristjánsdóttir fór á eftirlaun 2004. Hún var lengst af skurðstofuhjúkr- unarfræðingur en gerðist svo sviðsstjóri á lyflækningasviði Landspítalans. Síðustu árin var hún forstöðumaður á sjúkrahóteli Rauða kross íslands. Hún tók við því starfi þegar hinn nýstofnaði Landspítali hóf samstarf við RKÍ og hafði þetta samstarf miklar breytingar í för með sér. Áður var ekki hjúkrunarfræðingur á sjúkrahótelinu en með komu hjúkrunarfræðinga var hægt að veita hjúkrun að einhverju leyti, ekki bara hvíld og gæslu. Bergdís segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegt verkefni og í leiðinni kynntist hún mjög vel Rauða krossinum sem hún hafði áður bara haft almenna vitneskju um. Bergdís ákvað 10 ára gömul að fara í hjúkrun. Það var þegar hún las bókina „Rósa Bennet í Afríku" en bækurnar um Rósu Bennet voru mjög vinsælar á þessum árum. Eftir hjúkrunarnámið sótti hún um hjálparstarf í Afríku. Biðin eftir svari var löng og í staðinn fór hún að vinna í Svíþjóð. Nú má segja að hún sé komin í „hjálparstarf" hér heima en eftir starfslok gerðist hún sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu RKÍ. Sjálfboðastarf fyrir Rauða kross íslands Bergdís er nú orðin hópstjóri og skipuleggur heimsóknarþjónustu fyrir um hundrað sjálfboðaliða. Sjálf er hún bara heimsóknarvinur eins gestgjafa, eins og skjólstæðingar heimsóknarþjónustunar eru kallaðir. Það er hún Sigurrós, 98 ára, sem Bergdís getur ekki hugsað sér að hætta að heimsækja þrátt fyrir að hópstjórastarfið taki mikinn tíma. Þær hafa hist á hverjum miðvikudegi í þrjú ár. Sem hópstjóri sér hún um að útdeila verkefnum og halda mánaðarlega fundi þar sem heimsóknarvinir geta spjallað saman um starfið. Hún tekur einning þátt í að skipuleggja námskeið fyrir heimsóknarvinina. Henni til aðstoðar er starfsmaður RKÍ í hálfu starfi. Fyrir utan heimsóknarstarfið tekur Bergdís þátt í ýmsum nefndarstörfum innan Rauða krossins. Hún er nú í nefnd sem fjallar um nýjar leiðir í sjálfboðastarfi RKÍ. Eitt verkefni, sem um hefur verið rætt, er bætt þjónusta við aldraða og er skýrsla 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.