Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 33
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is BÓKAKYNNING SÚPA FYRIR SÁLINA „Chicken Soup“ bækurnar eru orðnar margar og ein í röðinni er um hjúkrun. Bókin er eins og hinar í röðinni full af sögum sem hughreysta og gefa okkur innblástur. En það er eins með bókina og súpu, hana er best að innbyrða í skömmtum. Þetta er bók sem ætti að vera til á íslensku, skrifuð af íslenskum hjúkrunarfræðingum. Hér er safnað saman góðum sögum úr starfinu sem hjálpa okkur að halda starfsorkunni. Bókinni er skipt í níu kafla með heiti eins og „Hið sanna inntak hjúkrunar", „Augnablik sem skilgreina okkur" og „Handan skyldustarfanna". í hverjum kafla eru svo 6 til 15 sögur. Hver kafli byrjar með tilvitnun og hér og þar í bókinni eru skopmyndir úr ýmsum áttum. „Kjúklingasúpan" í titli bókarinnar vísar til þess að í Bandaríkjunum og víðar er slík súpa í alþýðulækningum álitin hjálpa við umgangspest og hafa róandi áhrif. Flestar sögurnar fjalla um atvik í starfi og gerast oftast á einni vakt en stundum á lengra tímabili. í aðalhlutverki er iðulega hjúkrunarfræðingur sem iætur gott af sér leiða og hefur veruleg áhrif á skjólstæðinga eða samstarfsfólk. Ein af mínum uppáhaldssögum í bókinni fjallar um deildarstjóra á hjartadeild einni. Þangað kemur frá bráðamóttöku órakaður, feitur, óhreinn og almennt óaðlaðandi mótorhjólamaður, líklega eftir hjartaáfall. Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar stara á manninn þar sem honum er ýtt inn ganginn á hjólabekk og jttt New York Times JL BESTSELLINC AUTHORS Jack Canfield Mark Victor Hanscn Nancy Mitchell-Autio, R.N. LeAnn Thieman, L.P.N. 101 Stories lo Celebrale, Honor and Inspire the Nursing Professlon Chicken Soup for the Nurse’s Soul. 101 stories to celebrate, honor and inspire the nursing profession. Ritstjórar: Jack Canfield, Mark Victor Hansen, Nancy Mitchell-Autio R.N. og LeAnn Thiemann L.P.N.' Útgefandi: Health Communications Inc., Deerfield Beach, Florida, 2001. ISBN 1-55874-933-0. Bókin er 336 bls. horfa svo á deildarstjórann eins og þeir vilji segja: „Ekki biðja mig um að taka hann að rnérl" Deildarstjórinn stígur þá fram, setur á sig hanska og segir: „ Ég tek hann að mér!“ Það sem í fyrstu virðist vera merki um meðvirkni eða hræðslu við að útdeila verkefnum reynist þó vera dæmi um stórkostlega leiðtogahæfileika deildarstjórans. Hún (því deildarstjórinn er eins og oftast kona) byrjar á að þvo manninn hátt og lágt, ber krem á þurra húðina og býður honum axlarnudd sem hún segir að muni hjálpa líkamanum að ná sér aftur. Maðurinn fer næstum því að gráta og tjáir deildarstjóranum að enginn hafi snert hann í langan tíma. Boðskapur sögunnar finnst mér vera að stundum þurfi leiðtoginn að stíga fram sjálfur og taka að sér erfiðustu verkin. Með því er hann að segja: „Hér er okkur ekkert mannlegt óviðkomandi, við tökum á móti öllum og þjónum öllum eins vel.“ Þetta er forysta sem gefur tóninn og veitir starfsfólkinu innblástur. í lokin vottar fyrir væmni í sögunni, svo vægt sé til orða tekið. Þannig eru flestar sögur í bókinni. Þetta er kannski helsti galli bókarinnar og ein af ástæðum þess að ég kallaði eftir íslenskri bók í byrjun greinarinnar. Aðrir gallar eru tiivitnanirnar í byrjun hvers kafla, þær hefðu mátt tengast betur hjúkrun og umhyggju, og skopmyndirnar sem eru misjafnar og sjaldnast fyndnar að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá skopmyndir gerðar af hjúkrunarfræðingum, eins og til dæmis Nurstoons. Hjúkrun er alltaf hlaðin tilfinningum, það er eðli starfsins samkvæmt, en misjafnt er hvernig sagt er frá því. Ef ekki eru lesnar allt of margar sögur í einu eru þessir gallar þó ekki það áberandi að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim. Þá er hægt að taka til sín megininntak bókarinnar sem er að hjúkrun er afar fjölbreytt og gjöfult starf sem oft er erfitt og orkufrekt. Þá getur verið gott að grípa í bók eins og þessa og hressa sig við. *R.N. er skammstöfun fyrir Registered Nurse, það er hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi. L.P.N. er Licensed Practical Nurse og samsvarar nánast sjúkraliða. Timarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.