Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 13
HROSSARÆKT Sníkjudýr í hrossum í þessari grein er fjallað almennt um sníkjudýr sem finnast í hrossum hér á landi. Það eru fyrst og fremst ormar af ýmsu tagi sem geta hrjáð hrossin. í öllum hrossum eru ormar, einungis mismargar tegundir og í mismiklu magni. Mest er af smáum ormum og geta þeir skipt tugum þúsunda. Sumir ormar valda tiltölu- lega litlu tjóni en aðrir geta haft áhrif á þrif og vöxt eða valdið alvarlegri sjúkdómum og jafnvel dregið hross til dauða. Ormalyfja- gjafir ásamt beitarstjórnun eru mikilvægir þættir í baráttunni gegn ormunum. Mikilvægt er að orma- hreinsa folöld og trippi, en á þau herja ormar sem ekki eru í eldri hrossum, s.s. folaldaormur, hrossa- njálgur og spóluormur, ásamt þeim tegundum sem einkenna ormasýk- ingar eldri hrossa, hvar dreyraormar eru mest áberandi. TEGUNDIR SNÍKJUDÝRA Þekktar eru þrjátíu og þrjár tegundir innri sníkjudýra í hrossum hér á landi, þrjár teg- undir frumdýra, tuttugu og níu tegundir þráðorma og ein bandormstegund. Allir helstu ormar sem finnast í hrossum erlendis hafa fundist í (slenskum hrossum. Ein teg- und ytri sníkjudýra, hrossalúsin, er á hross- um hér á landi, en ekki verður fjallað um hana hér en bent á grein um lúsasýkingar á hrossum sem birtist í 1. tbl. Eiðfaxa 2006. FRUMDÝR Þrjár tegundir sníkjueinfrumunga eru þekkt- ar í hrossum: Hnísill (Eimeria leuckarti), grómi (Cryptosporidium parvum) og svipu- dýrið Giardia duodenaiis. Grómi getur vald- ið niðurgangssjúkdómi í ungviði margra dýra og í mönnum og vitað er um tilfelli hér á landi þar sem sníkjudýrið var talin orsök eða meðorsök í dauða folalda. Áhrif hinna tegundanna á hross eru talin óveruleg. Al- mennt er ekki talin ástæða til að gefa lyf við þessum sýkingum. Sýkingar af völdum gróma ganga yfir á nokkrum dögum, en engin lyf eru þekkt gegn sjúkdómnum. Eftir Matthías Eydal, Tilrauna- stöð Háskóla Islands í meina- fræði að Keldum ÞRÁÐORMAR Stórir dreyraormar (Strongylus spp. o.fl., alls átta tegundir, 2-5 sm á lengd) og litlir dreyraormar (Cyathostomum, sensu lato o.fl., sextán tegundir, 0,5-2 sm á lengd) eru algengir I hrossum á öllum aldri. Aðgerðir gegn ormasýkingum beinast ekki síst gegn þessum ormum. Stóru dreyraormarnir eru meðal skæð- ustu orma sem sýkja hross. Fullorðir ormar sjúga blóð úr þarmavegg. Lirfustig ormanna finnast I ýmsum líffærum, m.a. I slagæðum I þarmahenginu, og geta valdið þar stíflum sem geta leitt til blóðtappa. Afleiðingarnar geta verið drep í þörmum, hrossasótt og jafnvel skyndilegur dauði. Skemmdir af völdum þessara orma sjást í íslenskum fol- öldum þegar að hausti. Hrossið étur ofan í sig smithæfar iirfur með grasinu Ormaegg í saur hrossa klekjast út og lirfur skríða út á grasið Inni í hrossinu þroskast lirfurnar í fullvaxna orma sem verpa eggjum Egg ormanna berast út með saur hrossins Mynd 1. Dæmigerður lífsferill hrossaorms (lítils dreyraorms). Varnaraðgerðir beinast að því að rjúfa ferilinn. Teikn. Þorsteinn Davíðsson FREYR 08 2006 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.