Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 21

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 21
NAUTGRIPARÆKT 250 kálfar undan þeim komi dauðir. Lands- samband kúabænda lagði á það áherslu að rannsóknin spannaði sem stærst svæði á landinu að sögn Magnúsar. Dreifast þessi býli frá Eyjafjöllum vestur og norður að Höfðahverfi I norður. „Stefnt er á að þessari gagnasöfnun Ijúki um áramótin og þá verði farið að vinna úr þessum niðurstöðum," segir Magnús. MARGT VERT AÐ SKOÐA í máli Magnúar og Hjalta kemur fram að farið hafi verið yfir marga mögulega þætti sem vert væri að kanna frekar í þessu sam- hengi. „Það eru ákveðnar vísbendingar um það að það sé fylgni á milli aukins kálfa- dauða og aukinnar nytar í kúnum," segir Hjalti. Innan þessa verkefnis er þó ekki horft sérstaklega til þessa þáttar. Þá nefna þeir einnig til að á sama tíma og vart verður við þennan aukna ungkálfadauða eigi sér stað mikil bylting í fjósbyggingum og aðstöðu fyrstakálfskvígna. ÞÆTTIRNIR SJÖ Orsakir kálfadauða hjá fyrstakálfskvígum Markmið þessa þáttar er að afla sem ítar- legastra upplýsinga um mögulega áhættu- þætti sem orsaka kálfadauða hjá fyrsta- kálfskvígum. Lýsing: Gert hefur verið samkomulag við 62 kúabændur hvar kálfadauði hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Gögn úr skýrsluhaldsgrunni Bændasamtaka ís- lands verða notuð og að stofni til stuðst við gagnagrunn þann sem nýttur var við úrtakskönnun á burðarferli íslenskra kúa og gerð var á síðasta sumri. Þátttakendur sjá um skráningu ákveðinna búsupplýsinga og tilgreindra upplýsinga um hverja fyrst- kálfskvígu sem ber á rannsóknartímabil- inu. Tekin verði sýni af gróffóðri, bæði heyi og byggi, frá slætti til loka rannsóknar- tímabilsins samkvæmt verklýsingu þar um. Hvert tilfelli þar sem kálfur misferst verður skoðað sérstaklega og kálfurinn krufinn og sýni tekin til greininga. Kýrin verður skoð- uð sérstaklega og úr henni tekin sýni til greiningar. Til samanburðar verða skoðað- ir burðir ákveðinna fyrstakálfskvígna á sama búi þar sem allt er með felldu. Reynt verður að skoða hildir með það í huga að kanna tíðni fylgjuloss. Rannsóknartímabilið stendur frá síð- sumri 2006 og eftir því sem þurfa þykir fram eftir vetri 2006-2007. Leitað hefur verið til héraðsdýralækna um samstarf svo og sérgreinadýralækna Landbúnaðarstofn- unar. Ábyrgðarmenn: Hjalti Viðarsson og Magnús B. Jónsson Kálfadauði og áhrifaþaettir fóðrunar Meginmarkmið þessa þáttar er að greina áhrif aukinnar fóðrunar á seleni, joði, sinki og E-vítamíni á geldstöðu kúnna á lífsþrótt kálfa. Lýsing: 25 þeirra búa sem taka þátt í verk- efninu og þar sem kálfadauði hefur verið viðvarandi vandamál taka þátt í þessum þætti rannsóknarinnar. Helmingur þessara búa fær snefilefna- og vítamínbætt fóður á geldstöðu og hinn helmingurinn fær sama fóðurbæti án viðbættra efna. Sex til átta bú verða heimsótt vikulega og blóðsýni tekin úr nýbornum kúm og kálfum til að sýna fram á áhrif meðferðar. Ábyrgðarmaður: Grétar Hrafn Harðarsson Áhrif heyverkunar á E-vítamín í heyi Markmið þessa þáttar rannsóknarinnar er að kanna áhrif verkunar og geymslu á E-vít- amíni í heyi. Lýsing: Notað verður hey af Hvanneyrar- túni, verkað í rúllum og geymt með hefð- bundnum hætti. Tilraunin verður í eftirfar- andi liðum: I. Hráefni af nýrækt þar sem vallarfoxgras ræður rtkjum II. Hráefni af eldra túni, þó með ásættanlega nytgæfum gróðri a. Hey hirt með ~ 30% þurrefni (2,3 kg vatn/kg þe.) b. Hey hirt með ~ 45% þurrefni (1,2 kg vatn/kg þe.) c. Hey hirt með ~ 65% þurrefni ( 0,5 kg vatn/kg þe.) Borinn var sami áburður á báðar spildur og einnig ákveðinn áburðarskammtur á milli slátta. Slegið var um fimm dögum eft- ir skrið vallarfoxgrassins og vandað til for- þurrkunar í hvívetna. Sýni af grasi/heyi var tekið við slátt, svo og við hirðingu/bindingu hvers liðar. Alls komu um fimm rúllubaggar á hvern lið tilraunarinnar. Notaður var sex- faldur plasthjúpur og rúllurnar eru geymdar úti í vandaðri stæðu. Gjafasýni verða ann- aðhvort tekin á fimm tímaskeiðum yfir gjafatímann til þess að kanna hugsanleg tímáhrif eða öll á föstum tíma, t.d. í fyrri hluta mars eftir átta mánaða geymslu. Ábyrgðarmaður: Bjarni Guðmundsson Burðaratferli íslenskra kúa og smákálfadauði Markmið tilraunarinnar er að fylgjast með burðaratferli kúa í Hvanneyrarfjósi með sjálfvirkum vöktunarbúnaði. Lýsing: Allar kýr verða skoðaðar skömmu fyrir áætlaðan burðartíma. Kom- ið verður upp sjálfvirkri vöktun í burðarstí- um með upptöku á burðarferli kúnna og með því móti reynt að greina og leggja mat á áþættuþætti sem tengjast burðar- ferlinu. Þá stendur yfir leit að tæknibúnaði sem getur greint ástand fósturs og líðan síðustu klukkustundir fyrir burð. Nánar verður gerð grein fyrir þeim hluta verkefn- isins siðar. Ábyrgðarmaður: Snorri Sigurðsson Selenáburður á tún Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hve mikið seleninnihald grasa (heyja) eykst við að bera á selen í áburði. Lýsing: Lagðar voru út áburðartilraunir á Hvanneyri þar sem vallarfoxgras er megin- grastegund og bornir á tveir skammtar af seleni, þ.e. 10 g og 20 g af seleni á hektara. Áhrif þessara áburðarskammta á magn se- lens í uppskeru verða könnuð. Ábyrgðarmaður: Rikharð Brynjólfsson Selenáburður á bygg Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hve mikið seleninnihald bygguppskeru eykst við að bera á selen í áburði. Lýsing: Samskonar tilraunir á byggökrum og á vallarfoxgrasstún, annars vegar á Hvanneyri og hins vegar á léttari jörð í Borg- arfirði, voru lagðar út. Áhrif aukins selens (10 eða 20g/ha) í áburði verða mæld í upp- skeru byggsins. Ábyrgðarmaður: Ríkharð Brynjólfsson Áhrif erfðaþátta á kálfadauða Undanfarið hafa farið fram ítarlegar rann- sóknir á stöðu skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum. Þeim rannsóknum og fleiri verkefnum á sviði erfðafræði verður haldið áfram til þess að kanna erfðafræðilega stöðu stofnsins. Ábyrgðarmaður: Magnús B. Jónsson FREYR 08 2006 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.