Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 32
SAUÐFJÁRRÆKT úr hópi kostamikilla veturgamalla hrúta í Borgarfelli sem komu fram á sjónarsviðið haustið 2005 en hann er sonur Spaks 00- 909 en einnig afkomandi Garps 92-808 í móðurætt. SYNIR HYLS STERKIR Tafla 3 gefur yfirlit yfir þá hrúta sem efstir standa með heildareinkunn, sem ættu að vera mestu kjötgæðahrútar landsins. Líkt og árið áður stendur Ylur 03-132 á Hesti í efsta sætinu með 135,6 í heildareinkunn og hefur með viðbót sláturlambanna haustið 2005 enn styrkt sinn dóm en hann sameinar ótrú- lega kosti bæði varðandi fitu og gerð slátur- lamba með 134 og 138 í kynbótamati fyrir þessa þætti. Þessi mikli kynbótahrútur er nú því miður fallinn en hann kom ekki til notkun- ar á stöð vegna áhættuarfgerðar. Ylur er son- ur Hyls 01-883. Hálfbróðir hans Flosi 04-181 í Borgarfelli er í öðru sæti, en hann er sonur Hyls og dóttursonur Mola 93-986. Þessi hrút- ur sameinar greinilega alla mestu og bestu kosti forfeðra sinna. Hann verður í afkvæma- rannsóknum vegna sæðingarstöðvanna haustið 2006 þó að því miður fái hann ekki fararleyfi á stöð vegna áhættuarfgerðar. ( þriðja sæti er enn einn sonur Hyls 01-883, en sá er Askur 03-268 á Arnarvatni en hann eins og bræður hans gefur fádæma gott fitumat. Líkt og hinir hálfbræður hans tekur hann föð- ur slnum fram í mati fyrir gerð. Askur er skyld- leikaræktaður vegna þess að hann er dóttur- sonur Læks 97-843. Þessi hrútur var valinn til notkunar á stöð en drapst því miður í ein- angrunargirðingu nýverið. (fjórða sæti er síð- an fyrsti sæðingarstöðvahrúturinn sem er Lundi 03-945 en hann er rækilega kynntur I hrútaskrá og er vísað til hennar. Sé tafla 3 skoðuð frekar má sjá hrúta sem gefa mjög hagstætt fitumat og flestir sam- hliða góða gerð sláturlamba. Álfur 03-789 á Hlemmiskeiði er sonur Áls 00-868 og dóttur- sonur Hörva 92-972. Kóngur 02-410 á Hauksstöðum er hins vegar kollóttur hrútur undan Kolli 97-025 sem hafði oft sýnt athygl- isverðar niðurstöður í afkvæmarannsóknum. Móðurfaðir Kóngs er Atrix 94-824. Um Gib- son 03-111 hefur verið fjallað hér að framan. Tvistur 04-720 á Hjarðarfelli er sonur Áls 00- 868 og dóttursonur Mola 00-882. Héreru því engir tilviljunargripir á ferðinni heldur árang- ur markvissrar ræktunar sem greinilega skilar tilætluðum árangri. Slíkt kemur raunar í Ijós ef skoðaðar eru áfram ættir hrútanna sem efstir standa. Afkomendur bestu hrútanna úr þessu mati á undangengnum árum eru mjög áberandi í töflunni. KYNBÓTAMAT SÆÐINGARSTÖÐVAHRÚTANNA Að siðustu er birt tafla um kynbótamat sæðingarstöðvahrúta sem sláturlömb koma fram undan haustin 2004 og/eða 2005. Þessar niðurstöður eiga að geta ver- ið öllum sauðfjárræktendum gott veganesti i líflambavalinu haustið 2006. Þess vegna er ástæða til að hvetja hvern og einn til að kynna sér þær vel. Þetta eru bestu mögu- legu upplýsingar um þessa þætti sem hægt er að birta. Þessir hrútar eru nánast allir miklir kynbótagripir og áberandi hve yngstu hrútarnir skara þarna fram úr hin- um eldri. Að sjálfsögðu eru þessar niðurstöður misjafnlega áreiðanlegar. Reynslan hefur sýnt að fyrir hrúta sem eiga lömb tilkomin við sæðingar verður dómurinn strax örugg- ur. Hið sama virðist mega segja um hrúta sem valdir eru úr stóru afkvæmarannsókn- unum þar sem hrútar frá fleiri búum eru í samanburði. Hins vegar sjáum við öllu meiri breytingar hjá sumum hrútanna sem valdir eru eingöngu á grunni reynslutalna af heimabúi. Einn hrútur tekur þarna ákaflega miklum breytingum en það er Dímon 01- 932. Eftir að komnar eru upplýsingar um afkvæmi hans úr sæðingum er fullljóst að hann er ekki sá afgerandi topphrútur sem eldri upplýsingar gáfu til kynna, þó að Ijóst sé að hann er góður kynbótahrútur. MIKLAR ERFÐAFRAMFARIR Það sem öðru fremur blasir við þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar í heild er að erfða- framfarir ( sauðfjárstofninum með tilliti til Tafla 3. Hrútar með 126 eða meira í heildareinkunn í BLUP-kynbótamatinu Fjöldi Heildar- Fjöldi Heildar- slátur- eink- slátur- eink- Hrútur Númer Bú lamba Fita Gerð unn Ylur 03-132 Hesti 85 134 138 135,6 Flosi 04-181 Borgarfelli 19 140 123 133,2 Askur 03-268 Arnarvatni 63 138 121 131,2 Lundi 03-945 113 137 120 130,2 Álfur 03-789 Hlemmiskeiði 65 141 114 130,2 Kóngur 02-410 Hauksstöðum 121 141 114 130,2 Gibson 03-111 Böðvarshólum 60 154 94 130,0 Tvistur 04-720 Hjarðarfelli 30 129 130 129,4 Eldur 03-131 Hesti 72 134 122 129,2 Dóni 02-017 Staffelli 104 146 103 128,8 Bjartur 02-353 Stapa 148 124 136 128,8 Bjartur 02-015 Súluvöllum 153 143 107 128,6 Manni 03-711 Ytri-Neslöndum 68 141 110 128,6 Glói 04-591 Geirmundarstöðum 42 121 140 128,6 Sóði 04-504 Syðra-Kolugili 37 139 113 128,6 Funi 04-774 Ósabakka 21 130 125 128,0 Kaldi 03-379 Selalæk 115 143 104 127,4 Pyttur 04-717 Litlu-Heiði 14 137 113 127,4 Aldin 03-426 Presthólum 58 129 125 127,4 Meistari 03-115 Ærlæk 237 132 120 127,2 Hrútur Númer Bú lamba Fita Gerð unn Vorm 03-273 Holtahólum 89 115 145 127,0 Karl 99-318 Gröf 27 143 103 127,0 Hnöttur 02-111 Kaldbak 174 131 121 127,0 Bjartur 02-017 Sauðanesi 214 136 113 126,8 Skarfur 94-536 Hríshóli 47 141 105 126,6 Máni 03-257 Melum II 130 119 138 126,6 Bylur 04-430 Presthólum 35 109 153 126,6 Spakur 95-528 Vogum II 31 148 94 126,4 Spakur 00-909 1.436 122 133 126,4 Hylur 01-883 1.941 134 115 126,4 97-133 Steinadal 439 131 119 126,2 Álfur 03-430 Klifmýri 102 123 131 126,2 Ósmann 04-418 Refsstöðum 26 143 101 126,2 Bobbi 04-105 Hafrafellstungu 45 133 116 126,2 Laukur 03-468 Reistanesi 124 119 137 126,2 Spölur 04-684 Mýrdal 57 132 117 126,0 Pollur 04-366 Eyjadalsá 29 132 117 126,0 Blær 04-245 Brekku 49 120 135 126,0 Óþokki 02-206 Gautlöndum 64 138 108 126,0 32 FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.