Feykir


Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 2

Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 2
2 40/2015 Svo ég haldi nú áfram að gera lífsreynslu mína að umtalsefni þessa leiðara blaðsins, þá hafa eftirköst áðurnefndrar bílveltu breytt lífstíl mínum á þann hátt að ég hef horft meira á sjónvarp undanfarnar vikur en síðustu 25 árin þar á undan. Að eðlisfari er ég frekar ofvirk kona sem á erfitt með að sitja auðum höndum. Í mörg ár hefur því verið þannig farið, að þá sjaldan ég sest niður við sjónvarpið, er ég sofnuð með það sama. Þær eru orðnar margar þáttaseríurnar sem eiginmaðurinn hefur farið í gegnum með mig sofandi sér við hlið. Nú háttar svo til að bæði leyfir heilsufarið ekki heimilisstörf, lærdóm eða hannyrðir fram eftir kvöldi og eins hitt, að ég get orðið vakað yfir sjónvarpinu. Jafnvel þó að dagskráin sé á köflum drepleiðinleg. Eru það oftast RÚV, Skjár einn eða N4 sem verða fyrir valinu hjá dagskrárstjóranum með fjarstýringuna. Einhver mesta snilld síðari ára er því vod-takkinn á fjarstýringunni, ekki síst af því þá er hægt að spóla yfir auglýsingar og langdregin atriði. Svo erum ég og dagskrárstjórar sjónvarpsstöðvanna ekki alltaf sammála um hvenær henti best að sýna ákveðna dagskrárliði. Af hverju þurfa t.d. þættir eins og Skuggaleikur og Wallander alltaf að vera svona seint á dagskrá? Það er greinilega ekki reiknað með að örþreyttar húsmæður horfi á slíkt. Þetta aukna áhorf náði hámarki sínu þegar ég skellti mer í bíó með góðum vinkonum á laugardaginn var. Sáum við hina nýju íslensku kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þresti. Myndin var svo krufin til mergjar yfir léttum veitingum, enda vakti hún upp margar áleitnar spurningar og dregur upp á köflum dapurlega mynd af lífinu fyrir vestan. En það eru líka í henni ýmsar fallegar senur og leikurinn er dásamlegur, enda einvala lið í brúnni. Til að uppljóstra ekki neinu skal ekki farið nánar út í söguþráðinn hér. En vikan heldur áfram, á sunnudögum er Landinn ómissandi, á mánudögum miðast allt við Sögu og Brúnna, á þriðjudögum er sá góði Castle gjarnan nærri dauða en lífi og síðan Skuggaleikur sem gaf fyrirheit um framhald eftir fjögurra þátta seríu. Reyndar pínu óheppilegt að sýna þáttinn degi á eftir Brúnni og samhliða henni þar sem Sean Stone er augljóslega karlkyns Saga Norén. Á miðvikudögum er svo möst að fylgjast með Agli Helgasyni í Kiljunni, því það má jú alltaf draga fram góða bók ef dagskráin er leiðinleg. Á fimmtudögum fá Scott og Bailey mína athygli nánast óskipta. Og er það nú þó nokkuð, enda samsama ég mig auðveldlega við trailerana fyrir hinn nýja þátt á Stöð 2, Örir Íslendingar, þar sem viðmælandi opnar sama skápinn fjórum sinnum án þess að muna hvað hann var að sækja! Og talandi um Stöð 2, þá var það sterkur leikur að sýna fyrsta þáttinn af Rétti í opinni dagskrá, því þrátt fyrir að þar sé dregin fram ljótasta hliðin á íslenskum veruleika, þá getur maður ekki annað en fylgst með áfram. En áður en þar að kemur er rétt að kíkja á Útsvarið annað kvöld. Vinir mínir Strandamenn áttu skemmtilega innkomu í síðustu viku og treysti ég því að Skagfirðingar verði engir eftirbátar þeirra. Kristín S. Einarsdóttir blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Þrestir og þættir Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi Bráðabirgðavandi Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð Á fundi um húsnæðisvanda leikskólans í Varmahlíð sl. mánudagskvöld kom fram að samstarfsnefnd Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar væri að vinna að bráðabirgðalausn sem felst í því að koma á fót smábarnadeild. Þar var sagt að viðræður væru í gangi við eigendur fyrrum pósthússins í Varma- hlíð um að fá þar inni. Á fundi 15. október samþykkti byggðarráð Svf. Skagafjarðar að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi við Kaup- félag Skagfirðinga um leigu á húsnæðinu. Í fundargerð segir jafnframt að byggðarráð samþykki að starfsemi Birkilundar verði að hluta í þessu húsnæði til bráða- birgða og að framkvæmdafé við breytingar þess verði tekið af fjárveitingu ársins 2015 vegna leik- og grunn- skóla í Varmahlíð. /BÞ Kominn tími á barnaleikrit Aðalfundur Leikfélags Blönduóss Aðalfundur Leikfélags Blönduóss fór fram miðvikudaginn 14. október sl. Að sögn Guðmundar K. Ellertssonar formanns leikfélagsins var mætingin á fundinn heldur dræm og því var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir varðandi uppsetningu á leikriti. Guðmundur segir þá ákvörðun hafa verið tekna að að blása til fundar fljótlega eftir áramót og kanna áhuga bæjarbúa að nýju. „Þau sem mættu á fundinn voru sammála um að kominn væri tími á barnaleikrit en grundvöllur þess er að fólk gefi kost á sér til starfa fyrir félagið, hvort heldur á sviði eða baksviðs,“ sagði hann. /BÞ Björn Líndal ráðinn framkvæmdastjóri SSNV Björn Líndal Traustason á Hvammstanga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSNV. Var tilkynnt um ráðningu hans á ársþingi SSNV, sem haldið var á Blönduósi á föstudaginn. Áformað er að Björn taki til starfa um miðjan nóvember. Björn er borinn og barnfæddur Húnvetningur og hefur lengst af búið að Hvammstanga. Hann lauk nýverið námi í viðskipta- lögfræði við Háskólann á Bifröst og stundar nú nám í skattarétti og reikningsskilum við HÍ. Síðustu sautján árin hefur Björn starfað í bankageiranum. „Það er ljóst að það eru næg verkefni framundan,“ sagði Björn aðspurður um hvernig nýja starfið legðist í hann. „Stóra málið hlýtur að vera að sporna við fólksfækkun og neikvæðri byggðaþróun, m.a. með því að fjölga atvinnutækifærum,“ sagði Björn í samtali við blaðamann Feykis. /KSE Krabbameinsfélagi Skaga- fjarðar afhentur fjárstyrkur Lionsklúbburinn Björk Sauðárkróki Lionsklúbburinn Björk afhenti Krabbameinsfélagi Skaga- fjarðar á dögunum afrakst- urinn af pokasölu klúbbsins þetta árið. Fulltrúum frá Krabbameins- félaginu var boðið á októberfund klúbbsins sem var með bleikt þema til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini. Svava Svavarsdóttir formaður afhenti þeim Maríu Reykdal og Guðmundi Gunnarssyni styrk- inn. /BÞ Býður Svf. Skagafirði að kaupa eignir í sveitarfélaginu Íbúðalánasjóður Íbúðalánasjóður hefur boðið Sveitarfélaginu Skagafirði til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu. Fjórar fasteignir eru í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu um þessar mundir. Erindið var borið upp í bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett 8. október 2015, á fundi byggðar- ráðs Svf. Skagafjarðar þann 15. október. Í fundargerð segir að sjóðurinn bjóði til viðræðna um þann möguleika að sveitar- félagið kaupi eignir sjóðsins í sveitarfélaginu með það í huga að nýta þær, t.d. fyrir félagsleg úrræði sveitarfélaga þar sem það á við. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. /BÞ Frá vinstri: Svava, María og Guðmundur.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.