Feykir


Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 4

Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 4
4 40/2015 Skólamál í Varmahlíð heildstæð lausn eða plástrar? Opið bréf til íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar, foreldra og starfsfólks leikskólans, grunnskólans og tónlistarskólans í Varmahlíð Fjallað var um málefni leik-og grunnskólanna í Varmahlíð í síðasta tölublaði Feykis í framhaldi af opnum fundi sem foreldrar barna á biðlista á leikskól- anum Birkilundi Varmahlíð héldu fyrir stuttu. Við undir- rituð sem sitjum í samstarfs- nefnd sveit- arfélagsins Skagafjarðar og Akra- hrepps fyrir hönd sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, teljum rétt að fara betur yfir málefnið á þessum vettvangi og setja fram þau sjónarmið og rök sem voru forsenda afstöðu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar við ákvarðanatöku. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfesti á fundi sínum 16. september sl. að færa starfsemi leikskólans Birkilundar í húsnæði Varmahlíðarskóla og farið verið í nauðsynlegar endur- bætur á húsnæði grunnskólans. Húsnæðismál Forsaga þess að farið var að huga að framkvæmdum í Varmahlíð er eftirfarandi: • á undanförnum árum hefur oft verið biðlisti eftir plássum við leikskólann Birkilundi, • aðstaða starfsmanna í leikskól- anum Birkilundi er óviðun- andi, • tímabært er að farið verið í endurbætur á húsnæði grunn- skólans í Varmahlíð og nýta betur alla fermetra skólans, • skólasamfélag þriggja skóla- stiga, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla undir sama þaki og brúað bil milli skólastiga. Forsagan Á síðasta kjörtímabili var af hálfu samstarfsnefndar unnið með fag- legar hugmyndir skólastjórnenda leikskólans og grunnskólans í Varmahlíð. Hugmyndirnar fólu í sér þá leið að báðum skólastig- um yrði búinn staður í húsnæði grunnskólans ásamt tónlistar- skóla. Unnar voru teikningar þar sem horft var til þess að framkvæmdir yrðu án mikilla breytinga á húsnæðinu. Þegar teikningar voru kynntar á fundi féllu þær í grýttan jarðveg íbúa og AÐSENT GUNNSTEINN BJÖRNSSON OG GRÉTA SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFA skólafólks, sérstaklega sá hluti sem snéri að útisvæði leik- skólabarna sem teiknað var norðan við skólann. Fundað var með fulltrúum skólanna og foreldra, niðurstaða þeirra funda var að unnar yrðu teikningar að viðbyggingu við leikskólann ásamt því að endurskoðaðar yrðu fyrrnefndar teikningar grunn- skólans og tekið yrði tillit til athugasemda sem komu fram við kynntar teikningar. Staðan vorið 2015 Vorið 2015 var lokið við þessa vinnu, teikningar og kostnaðar- áætlanir voru kynntar fyrir sam- starfsnefnd sveitarfélaganna, a) teiknuð viðbygging við leikskólann, fram kom að við þá framkvæmd þarf að færa veg og ryðja hluta af skógrækt. b) teikning þar sem leikskólinn er staðsettur í húsnæði grunn- skólans, í álmu á annari hæð þar sem nú er bókasafn skólans. Bókasafnið fært á fyrstu hæð og yrði við inngang sem gefur nýja möguleika á nýtingu safnsins. Jafnframt er tekið tillit til þarfa bekkjakennslu og sérgreina sem brýn þörf er á. Fram kom að þessum framkvæmdum má áfangaskipta. Í báðum þessum teikningum er um hugmyndir að ræða sem eftir er að fullhanna í samvinnu við hagsmunaaðila. Áætlaður kostnaður viðbyggingu við leikskólann er 160 milljónir. Kostnaður við framkvæmdir við húsnæði grunnskólans er áætlaðaður 360 milljónir. Þegar kostnaður við grunnskólann er skoðaður er vert að hafa í huga að þar er bæði um að ræða kostnað vegna leikskólans og verulegar endurbætur á húsnæði grunnskólans. Hvað svo Sveitarfélögin tóku sér tíma til að skoða teikningar og kostnaðar- áætlun en komust því miður ekki að sömu niðurstöðu. Fram hefur komið að það er á ólíkum forsendum, Akrahreppur hefur lýst því yfir að hann hafi ekki fjárhagslega getu til að fara í aðra framkvæmd en viðbyggingu við leikskólann. Afstaða Sveitarfél- agsins Skagafjarðar byggist á því að það er eindreginn vilji allra flokka í sveitarstjórn að koma húsnæðismálum skólanna í Varmahlíð í gott og viðunandi horf, skólastarfi og samfélaginu til heilla. Er það rökrétt framhald af skólaframkvæmdum á Sauðárkróki undanfarin ár. Það er okkar mat, það, að tengja saman þessi þrjú skólastig, leik- grunn- og tónlistarskóla undir sama þaki, muni efla nálgun á nútíma skólastarf sem kallar á að skólastig tengi sig meira saman með það að meginmarkmiði að efla sig í því lögbundna hlutverki að búa nemendur undir líf og starf í framtíðinni. Þessi framkvæmd mun geta gert það að verkum, að nemendur verða hæfari og færari til að takast á við fjölbreytileika framtíðarinnar. Einnig bendum við á, að með þessari framkvæmd getur falist mikið hagræði, ekki aðeins í rekstri og umfangi skólanna, heldur einnig fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk. Þetta er staðan í dag og þótt nýlega hafi samstarfsnefnd kom- ist að sameiginlegri niðurstöðu með að finna lausn til bráða- birgða til að taka inn börn sem eru á biðlista leikskólans þá má sú lausn ekki verða til frambúðar. Sveitafélagið Skagafjörður hefur lýst sig reiðubúið til að taka á sig meiri kostnað við þessa fram- kvæmd en 25% eignarhlutur Akrahrepps segir til um og kynnt hugmyndir um útfærslu fyrir fulltrúum Akrahrepps, og er það einlæg von okkar að fundin verði lausn á þessari pattstöðu og framkvæmdir á varanlegu skóla- húsnæði í Varmahlíð verði að veruleika á næstu árum. Með vinsemd og virðingu, Gunnsteinn Björnsson, formaður samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps og sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafirði. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfsnefnd og sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafirði. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Stólarnir fara vel af stað Dominos-deildin í körfubolta Dominos-deildin í körfubolta fór í gang sl. fimmtudag og var önnur umferð síðan leikin strax í kjölfarið. Lið Tindastóls hefur byrjað mótið vel og hefur unnið báða leiki sína og það án þess að Jerome Hill, erlendur leikmaður liðsins, hafi getað tekið þátt en beðið er eftir leikheimild fyrir hann. ÍR – TINDASTÓLL 90–103 Í fyrstu umferð mættu Stólarnir ÍR í Seljaskóla og þar fór hinn síungi Darrel Lewis á kostum, gerði 37 stig og var óstöðvandi. Stólarnir náðu góðum kafla í öðrum leikhluta og bjuggu til forskot sem heimamönnum tókst aldrei að brúa. Flake var með 17 stig í leiknum og Svabbi og Helgi Margeirs 12 hvor. TINDASTÓLL–STJARNAN 79-68 Stjörnumönnum er spáð mjög góðu gengi í vetur og sigruðu þeir lið KR í fyrstu umferð. Lið Tindastóls spilaði frábæra vörn gegn þeim og hafði forystuna frá upphafi til enda. Aftur átti Lewis frábæran leik og setti 23 stig. Hann gerði fyrstu sjö stigin í leiknum og þrátt fyrir seiglu Justin Shouse og ágætan leik hjá Coleman í liði gestanna þá náðu þeir aldrei að jafna. Í síðari hálfleik óx þeim ásmegin og minnkuðu muninn í sex stig eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-27. En tveir þristar frá Helga Margeirs og einn frá Arnþóri á rétt rúmri mínútu (9-0 kafli) um miðjan fjórða leikhluta kláruðu dæmið. /ÓAB Baldur og Aðalsteinn vörðu Íslandsmeistaratitilinn Rallý Þann 17. október var ekin lokaumferðin í Íslands- mótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppa-, non-turbo- og heildarkeppninni. Baldur Haraldsson og Aðal- steinn Símonarson mættu vel undirbúnir til leiks en ljóst var út frá stigagjöf að þeim myndi nægja sjötta sætið til að hampa titlunum. Örlaði á léttum taugatitringi eftir hrakfarir síðustu um- ferðar á Skjaldbreiðarvegi en þeir drógu djúpt andann, óku af skynsemi í bland við góðan hraða og tryggðu sér þannig annað sætið og þar með Íslandsmeistaratitilinn, annað árið í röð. Þau Baldur og Hanna Rún Ragnarsdóttir, sigurveg- ari í non-turbo flokki, létu meistaratitil ekki nægja heldur óku þau einnig til góðs, en fyrir keppni söfnuðu þau áheitum fyrir hvern ekinn kílómeter, til styrktar Bleiku Slaufunni. /BÞ Sigur hjá Kormáki Karfa UMF. Kormákur hóf leik í 3. deild Íslandsmóts karla í körfubolta sl. sunnudag með sigri gegn Patreki frá Patreksfirði. Leikurinn fór fram í Íþrótta- húsinu á Hvammstanga og buðu Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga frítt á leikinn. Kormákur sigraði Patrek naum- lega eftir spennandi leik, lokatölur 51:48. /BÞ Ert þú áskrif- andi?

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.