Feykir


Feykir - 22.10.2015, Side 7

Feykir - 22.10.2015, Side 7
40/2015 7 Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni Ársfundur SSNV 2015 Ársfundur Samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra, SSNV, var haldinn í félags- heimilinu á Blönduósi síðastliðinn föstudag. Þingið sátu kjörnir fulltrúar sveitar- félaganna sjö á svæðinu, ásamt starfsmönnum SSNV, þingmönnum og fleiri gestum, alls um 40 manns. Blaðamað- ur Feykis var á staðnum og fylgdist með þingstörfum. Adolf H. Berndsen, formaður stjórnar SSNV, setti þingið. Valgarður Hilmarsson var kos- inn 1. þingforseti og Anna Margrét Sigurðardóttir 2. þing- forseti. Þingritarar voru kosnir Davíð Jóhannsson og Ingibergur Guðmundsson, starfsmenn SSNV en varaþingritarar Sólveig Olga Sigurðardóttir og Svein- björg Rut Pétursdóttir, sem einnig eru starfsmenn SSNV. Formaður stjórnar SSNV, Adolf H. Berndsen, flutti skýrslu fyrir árið 2014. Hann vísaði til greinargerðar í prentaðri árs- skýrslu en dró fram nokkur áhersluatriði í máli sínu. Til- kynnti hann meðal annars að gengið hefði verið frá ráðningu Björns Líndal Traustasonar sem framkvæmdastjóra samtakanna. Adolf gerði of lítið fjármagn úr opinberum sjóðum, t.d. til Sókn- aráætlunar, að umræðuefni sínu. Þá nefndi hann erfiðleika með rekstur Róta, byggðasamlags umm málefni fatlaðra, og ræddi hann um áframhaldandi sam- starf varðandi almenningssam- göngur. Adolf ræddi einnig um stöðuga varnarbaráttu varðandi fólks-fækkun og erfiðan rekstur sveitarfélaga, þar sem hann taldi skorta aukinn skilning stjórn- valda og aukin völd embættis- manna á kostnað stjórnmála- manna. Taldi hann þörf á að auka baráttuna og að Norð- vesturnefndin og skýrsla um atvinnuuppbyggingu í Austur- Húnavatnssýslu væru jákvætt skref í þá átt. Tilurð nefndanna væri viðurkenning á ástandinu –nú þyrftu verkin að tala. Hann minnti á að mjög náið samstarf væri á milli sveitar- félaganna á mörgum sviðum, ekki síst á sviði atvinnumála. Það sýndi sig vel í þeirri breiðu samstöðu sem væri um skoð- unina á iðnaðaruppbyggingunni á Hafurstöðum. Þessi sam-staða væri forsenda þess að verkefni sem þetta ætti mögu-leika. Adolf sagði frá umsókn SSNV til fjárlaganefndar þar sem farið er fram á 75 m.kr. til rannsókna og innviðagreiningar við Hafurstaði. Jafnframt fór hann yfir nauðsyn þess að herða baráttuna fyrir nýtingu orku úr Blöndu á svæðinu og samstarf sveitarfélaganna í þeim efnum. Þá taldi hann að efla þyrfti enn frekar samstarf í ferðamálum og átaksverkefni fyrir markaðs- starfssprota. Loks ræddi hann um breytingar á lögum sam- bandsins að fyrirmynd annarra samtaka sem og ýmsar aðrar ályktanir sem lágu fyrir þinginu. Menningarráð lagt niður Jóhanna Magnúsdóttir for- maður menningarráðs flutti árs- skýrslu ráðsins. Menningar- samningar runnu sitt skeið um síðustu áramót, eftir að hafa verið í gildi síðan 2007. Árlega var úthlutað um 70 styrkjum á ári, að meðaltali 30 í hvert skipti. Fyrsta úthlutun úr Uppbygg- ingarsjóði fór fram í júní í sumar. Samtals var úthlutað rúmum 32 milljónum til ráðsins. Fyrir þinginu lá tillaga um að fella starfsemi ráðsins niður, en eitt af aðalverkefnum þess hefur verið að undirbúa úthlutun menning- arstyrkja. Jóhanna þakkaði öll- um sem að starfinu hafa komið góð störf og óskaði þess að menningarlíf á NLV mætti halda áfram að dafna og blómstra. Kristján Jónasson hjá KPMG kynnti rekstrarreikning fyrir árið 2014. Þar kom fram að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga var 24.538.100, framlag vegna almenningssamgangna 26.533.164, framlag vegna sókn- aráætlunar 15.472.620 og aðrar tekjur 10.574.598. Tekjur voru því samtals 77.118.482. Fram kom í máli Kristjáns að framlag vegna sóknaráætlunar var lægra en áður og starfs- mannakostnaður talsvert hærri, vegna uppgjörs við tvo fráfarandi framkvæmdastjóra. Kostnaður vegna almenningssamgangna var mjög svipaður og árið á undan og kostnaður vegna sóknaráætlunar lækkaði í sam- ræmi við framlag. Stjórnar- kostnaður hefur svo hækkað vegna aðkeyptrar þjónustu við endurskoðun og lögfræðiaðstoð. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði er því um 7,4 milljónir og heildartap tæpar 5,8 milljónir. Í umræðum um skýrslu og ársreikninga tók Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatns- hrepps, til máls. Ræddi hann umfangsmikla starfsemi sam- takanna en fannst skorta á tengsl sveitarfélaganna við samtökin og flutti tillögu að stofnun fulltrúa- ráðs. Að loknu morgunkaffi var gengið til nefndarstarfa. Sigríður Svavarsdóttir stýrði störfum allsherjarnefndar, Guðný Hrund Karlsdóttir störfum fjárlaga- nefndar og Magnús B. Jónsson störfum laganefndar. Málefni fatlaðra í brenni- depli í ávörpum gesta Að loknu hádegishléi ávörpuðu þinggestir samkomuna. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra sveitarfélaga, tók til máls og byrjaði á að reifa versnandi stöðu sveitarfélaga með auknum útgjöldum, sem meðal annars skýrast af miklum launahækkunum. Einnig ræddi hann ályktanir um að sveitar- félögin fái aukna hlutdeild í t.d. almenna hluta tryggingar- gjaldsins, gjöldum af umferð, skattlagningu, arðgreiðslum og auknar endurgreiðslur af virðis- aukaskatti. Þá ræddi hann um störf verkefnisstjórnar um þjón- ustu við fatlað fólk, bætt lagaumhverfi almenningssam- gangna og ljósleiðaravæðingu á landbyggðinni. Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, ávarpaði því næst þingið og bað fyrir kveðjur þeirra þingmanna kjördæmisins sem ekki gátu verið viðstaddir. Hann gerði m.a. málefni fatlaðra að umræðuefni sínu. Þá ræddi hann um áform um iðnaðar- uppbyggingu á svæðinu og mikilvægi þess að landshlutinn standi saman í þeim efnum. Einnig um mikilvægi ljósleið- aravæðingar og flutning starfa á landsbyggðina. „Ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er ekki bjartsýnn á að það verði fluttar í heilu lagi ríkisstofnanir frá höfuðborgar- svæðinu og út á land. Reynslan af flutningi Fiskistofu sýnir að þetta kunna ekki að vera góðir tíma til slíks,“ sagði Einar m.a. í ræðu sinni og bætti við að þetta þyrfti ekki að snúast um það hvort ætti að flytja heilu stofnanirnar eða ekki neitt, tækifærin lægju víðar. Elsa Lára Arnardóttir tók einnig til máls vegna málefna fatlaðra. Sagði hún að óskað hefði verið eftir fundi þar sem fram komu ákveðnar skýringar á að halli hefði myndast í mála- flokknum. Sagði hún að skýrsla frá velferðarnefnd um málið væri væntanleg fyrir aðra umræðu fjárlaga. Hörður Ríkharðsson, vara- þingmaður Samfylkingar, tók til máls og flutti kveðju Guðbjarts Hannessonar, en Hörður situr á þingi í veikindaforföllum Guð- bjarts. Hann sagði mikinn kraft ríkja í þinginu og góða samstöðu við gerð fjárlaga. Norðurland væri sterkara sem ein heild Atvinnuþróun og byggðamál voru aðalumræðuefni þingsins. Framsögumaður, Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskól- ann á Akureyri og fyrrverandi formaður stjórnar Byggðastofn- unar, flutti erindi um sóknarfæri Norðurlands. Hóf hann mál sitt á því að benda á tækifærin í að horfa á Norðurland sem eina heild frekar en Norðurland vestra og eystra. Einnig benti hann á að þrátt fyrir hátt hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefðu aldrei búið fleiri á lands- byggðinni heldur en núna. Þór- oddur líkti Sóknaráætlunum landshluta við Mjallhvíti og dvergana sjö, þar sem höfuð- borgarsvæðið er með 211 þúsund á hvern íbúa en aðrir landshlutar á bilinu 7 til 29 þúsund. Kallaði Þóroddur eftir því hvort samfélögin gætu skipulagt sig betur og nýtt þannig auðlegðina sem fælist í Norðurlandi í heild. Ingvar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Klappa ehf., kynnti áform um álver í Skaga- byggð. Þeir Þóroddur og Ingvar svöruðu fyrirspurnum og spunnust góðar umræður um stöðu svæðisins og möguleikana sem felast í uppbyggingu iðnaðar í landshlutanum. Nánar verður fjallað um áform um álver á Hafurstöðum ásamt ályktunum sem sam-þykktar voru á þinginu, í Feyki á næstunni. Fjölluðu þær meðal annars um atvinnumál, sam- göngumál, félagsþjónustu, heil- brigðismál, menntamál o.fl. Þá voru samþykktar breytingar á lögum og þingsköpum samtak- anna. Einnig var samþykkt að leggja allt að 25 milljónir króna í markaðs- og kynningarmál fyrir landshlutann. UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Allsherjarnefnd að störfum. MYNDIR: KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.