Feykir


Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 3

Feykir - 22.10.2015, Qupperneq 3
40/2015 3 Jólahlaðborð 28. nóvember 4. desember 5. desember verð: 8.200 kr pr. mann Jólabrunch 6. desember verð 4.600 kr pr. mann Fyrirspurnir og pantanir í síma 453 8170 og info@hotelvarmahlid.is Nánari upplýsingar á www.hotelvarmahlid.is og facebook.com/hotelvarmahlid Tilboð á gisTingu fyrir jólahlaðborðsgesti Tveggja manna herbergi með morgunverði á 12.500 kr.- Jólahlaðborð 2015 Við erum á Facebook, Pinterest, YouTube og TripAdvisor!www.hotelvarmahlid.is Ómótstæðileg jólahlaðborð þar sem gæða hráefni og frábær matseld fara saman Leitaðu tilboða fyrir fyrirtækið, félagssamtökin, saumaklúbbinn, fjölskylduna og alla þá sem vilja gera vel við sig með dýrindis mat í notalegu umhverfi á aðventunni Ragga og Ingi leika og syngja ljúfa jólatónlist á meðan á borðhaldi stendur GÓÐ LEIÐ TIL AÐ AUGLÝSA Jólablaðið er gefið út í um 4000 eintökum og dreift inn á öll heimili á Norðurlandi vestra; Austur- og Vestur Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýslu og til áskrifenda víðsvegar um landið. Blaðið er opið á feykir.is - frá útgáfudegi JÓLABLAÐIÐ ER LESIÐ ALLAN DESEMBER Blaðið er fjölbreytt en í því eru viðtöl, uppskriftir og annað gott efni tengt jólum. TRYGGÐU ÞÍNU FYRIRTÆKI PLÁSS Tryggðu þínu fyrirtæki auglýsingapláss í blaði sem er lesið allan desember. Pantaðu auglýsingapláss fyrir 10. nóv. í síma 455 7171 eða sendu tölvupóst til jolablad@nyprent.is eða til siggag@nyprent.is VINSAMLEGA PANTIÐ PLÁSS FYRIR 10. NÓV. NK. - S: 4557171 - netfang: jolablad@nyprent.is Jólablað Feykis kemur út eins og venjulega rétt fyrir aðventuna, stútfullt af jólatengdu norðlensku efni. Stefnt er að því að blaðið verði borið út 27. nóv. JÓLABLAÐ FEYKIS hefur áunnið sér tryggan lesendahóp og óhætt að segja að þess sé beðið með eftir- væntingu enda eitt af fyrstu merkjum þess að hátíð er í nánd. Margir senda blaðið til vina og ættingja heima og erlendis og enn aðrir safna því. Sjöfn Guðmundsdóttir er deildarstjóri Sólgarðaskóla. MYNDIR: KSE „Ein stór fjölskylda“ Sólgarðaskóli í Fljótum Á Sólgörðum í Fljótum er einn fámennasti grunnskóli landsins, með sex nemendur í öðrum til fimmta bekk. Skólinn er hluti af Grunnskólanum austan Vatna og er Sjöfn Guðmundsdóttir nýráðin deildarstjóri við skólann. Blaðamaður Feykis átti leið um Fljótin á fallegum haustdegi í byrjun október og kíkti í heimsókn í skólann og fékk að vonum góðar viðtökur hjá börnum og starfsfólki. Sjöfn segir nemendur og starfs- fólk skólans eins og eina stóra fjölskyldu, en auk hennar starfa þar Arnþrúður Heimisdóttir, kennari, Halldór Hálfdánarson, skólabílstjóri og Íris Jónsdóttir, skólaliði, sem einnig sér um þrif. Þá starfar Gréta Dröfn Jónsdóttir sem matráður í skólanum í af- leysingum til næstu mánaða- móta. Það er rúmt um nemendur enda var núverandi skólahús, sem tekið var í notkun árið 1985, byggt yfir tæplega þrjátíu nem- endur. Skólahald hefur verið á staðnum síðan í kringum miðja síðustu öld. Fyrstu áratugina var kennt í gamla skólahúsinu sem en stendur austan við það nýrra, enn það hús var upphaflega byggt sem sumardvalarstaður fyrir siglfirsk börn á tímum seinni heimstyrjaldar. Hitaveita er á Sólgörðum og þar er einnig sextán metra útisundlaug sem tekin var í notkun árið 1974. Áður en sundlaug var tekin í notkun á Hofsósi var hún kennslulaug fyrir börn úr Fljót- um og Hofsósi og nærsveitum. Um árabil var einnig leikskóli á Sólgörðum en honum var lokað haustið 2014 þar sem aðeins tvö börn á leikskólaaldri búa í sveitinni í dag og sækja þau leikskóla á Siglufirði, þar sem mæður þeirra starfa. Eftir sjöunda bekk sækja nemendur í Fljótum skóla á Hofsósi en tón- listarkennari og íþróttakennari heimsækja skólann vikulega. /KSE Kennslustund í skrift. Í Sólgarðaskóla eru allir vinir. Konráð og Orri.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.